Grétar Rafn leggur skóna á hilluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2013 08:57 Grétar Rafn Steinsson. Mynd/Twitter Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur gengið frá samningsslitum við tyrkneska félagið Kayserispor. Siglfirðingurinn hefur þó langt í frá slitið tengslin við fótboltann. Grétar Rafn samdi við tyrkneska félagið sumarið 2012 og spilaði fyrstu leikina með liðinu síðustu leikíð. Bakvörðurinn meiddist hins vegar í nóvember og hefur ekkert leikið síðan. Hann segir í viðtali við DV að meiðslin hafi verið þess eðlis að 90 prósent líkur hafi verið á því að ferlinum væri lokið. „En þrátt fyrir það þá gafst maður aldrei upp og möguleikinn á að leika á HM með landsliðinu var eitthvað sem maður notaði sem gulrót, fór tvisvar í líkamsrækt á dag, hitti sérfræðinga og reyndi allt sem maður gat til að komast á HM,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu. Eftir því sem tíminn hafi liðið og fleiri sérfræðingar tilkynnt honum að þeir þorðu ekki að skera hann upp hafi vonin dvínað. Nú hafi hann gengið frá sínum málum í Tyrklandi en hvergi nærri hættur viðskiptum af knattspyrnu. Grétar Rafn segir að sér standi til boða að starfa hjá AZ Alkmaar. Hollenska félagið, sem Grétar Rafn spilaði hjá á sínum tíma, tilkynnti honum að það vildi hann til starfa á næsta ári. Ekki liggur fullkomleg ljóst fyrir hvers eðlis starfið sé en Grétar Rafn segist þó ekki ætla að pússa neina skó hjá félaginu. Siglfirðingurinn ætlar að nýta tímann vel þangað til hann mætir til AZ. Hann er á ferð og flugi að kynnast félögum víða um heim. Framundan eru heimsóknir til Liverpool, West Brom, félaga í Kanada og Búlgaríu. Hann vilji læra sem mest svo hann mæti ekki grænn á bak við eyrun til starfa hjá AZ. Grétar Rafn, sem lék 46 sinnum fyrir A-landslið Íslands og skoraði fjögur mörk reiknar ekki með því að starfa í framtíðinni sem knattspyrnustjóri. Heldur ekki sem umboðsmaður en það sé harður bransi.Grétar Rafn á æfingu með íslenska landsliðinu.„Ef þú lítur á íslenska markaðinn þá eru ekki margir leikmenn sem geta haldið bolta á lofti sem ekki eru komnir með umboðsmann. Það eru allir með umboðsmann þó þeir eigi kannski ekki möguleika á því að verða nokkurn tímann atvinnumenn,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu við DV. Sjálfur lenti Grétar Rafn í því að umboðsmaður hans hjá Bolton, og einn af hans bestu vinum, reyndist starfa á fölskum forsendum. Fór svo að Bolton neitaði að semja við Grétar Rafn í gegnum viðkomandi mann sem taldi sig verða af tekjumissi fyrir vikið. Eftir að hafa fengið neitun á greiðslu frá Bolton mætti hann ásamt öðrum karlmanni heim til Grétars Rafns og krafði hann um greiðslu. „Ég samþykkti að gera það vegna þess að þeir voru þarna heima hjá mér og þarna kominn maður sem ég hafði aldrei séð áður. Mun stærri í vexti en ég,“ segir Grétar Rafn. Í kjölfarið hafi hann fengið sér öryggisverði til að vera fyrir utan húsið. Skilnaðarmál Grétars Rafns við eiginkonu sína fyrir nokkrum árum varð þess valdandi að hann gaf ekki kost á sér í verkefni með landsliðinu. Hann segist oft hafa komist í klandur hjá félagsliðum sínum fyrir að spila með landsliðinu gegn vilja forráðamanna félaganna, bæði hjá Bolton og í Tyrklandi.Viðtalið í heild sinni má sjá í DV í dag. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur gengið frá samningsslitum við tyrkneska félagið Kayserispor. Siglfirðingurinn hefur þó langt í frá slitið tengslin við fótboltann. Grétar Rafn samdi við tyrkneska félagið sumarið 2012 og spilaði fyrstu leikina með liðinu síðustu leikíð. Bakvörðurinn meiddist hins vegar í nóvember og hefur ekkert leikið síðan. Hann segir í viðtali við DV að meiðslin hafi verið þess eðlis að 90 prósent líkur hafi verið á því að ferlinum væri lokið. „En þrátt fyrir það þá gafst maður aldrei upp og möguleikinn á að leika á HM með landsliðinu var eitthvað sem maður notaði sem gulrót, fór tvisvar í líkamsrækt á dag, hitti sérfræðinga og reyndi allt sem maður gat til að komast á HM,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu. Eftir því sem tíminn hafi liðið og fleiri sérfræðingar tilkynnt honum að þeir þorðu ekki að skera hann upp hafi vonin dvínað. Nú hafi hann gengið frá sínum málum í Tyrklandi en hvergi nærri hættur viðskiptum af knattspyrnu. Grétar Rafn segir að sér standi til boða að starfa hjá AZ Alkmaar. Hollenska félagið, sem Grétar Rafn spilaði hjá á sínum tíma, tilkynnti honum að það vildi hann til starfa á næsta ári. Ekki liggur fullkomleg ljóst fyrir hvers eðlis starfið sé en Grétar Rafn segist þó ekki ætla að pússa neina skó hjá félaginu. Siglfirðingurinn ætlar að nýta tímann vel þangað til hann mætir til AZ. Hann er á ferð og flugi að kynnast félögum víða um heim. Framundan eru heimsóknir til Liverpool, West Brom, félaga í Kanada og Búlgaríu. Hann vilji læra sem mest svo hann mæti ekki grænn á bak við eyrun til starfa hjá AZ. Grétar Rafn, sem lék 46 sinnum fyrir A-landslið Íslands og skoraði fjögur mörk reiknar ekki með því að starfa í framtíðinni sem knattspyrnustjóri. Heldur ekki sem umboðsmaður en það sé harður bransi.Grétar Rafn á æfingu með íslenska landsliðinu.„Ef þú lítur á íslenska markaðinn þá eru ekki margir leikmenn sem geta haldið bolta á lofti sem ekki eru komnir með umboðsmann. Það eru allir með umboðsmann þó þeir eigi kannski ekki möguleika á því að verða nokkurn tímann atvinnumenn,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu við DV. Sjálfur lenti Grétar Rafn í því að umboðsmaður hans hjá Bolton, og einn af hans bestu vinum, reyndist starfa á fölskum forsendum. Fór svo að Bolton neitaði að semja við Grétar Rafn í gegnum viðkomandi mann sem taldi sig verða af tekjumissi fyrir vikið. Eftir að hafa fengið neitun á greiðslu frá Bolton mætti hann ásamt öðrum karlmanni heim til Grétars Rafns og krafði hann um greiðslu. „Ég samþykkti að gera það vegna þess að þeir voru þarna heima hjá mér og þarna kominn maður sem ég hafði aldrei séð áður. Mun stærri í vexti en ég,“ segir Grétar Rafn. Í kjölfarið hafi hann fengið sér öryggisverði til að vera fyrir utan húsið. Skilnaðarmál Grétars Rafns við eiginkonu sína fyrir nokkrum árum varð þess valdandi að hann gaf ekki kost á sér í verkefni með landsliðinu. Hann segist oft hafa komist í klandur hjá félagsliðum sínum fyrir að spila með landsliðinu gegn vilja forráðamanna félaganna, bæði hjá Bolton og í Tyrklandi.Viðtalið í heild sinni má sjá í DV í dag.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira