„Þessi spá er kannski svipuð og maður bjóst við,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi í dag. FH er spáð öðru sætinu í Olís-deild karla í handknattleik tímabilið 2013-14.
Liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili en féll síðan úr leik í undanúrslitum gegn Fram sem var að lokum Íslandsmeistari.
„Það hefði ekkert komið mér á óvart ef liðið hefði verið í sætum 1-4 í þessari spá. Maður er samt sem áður lítið að pæla í svona hlutum en kannski er þetta raunhæft mat á deildina eins og hún lítur út í dag.“
„Við höfum misst talsvert af mönnum sem hafa sumir hætt í handbolta eða farið í önnur lið. Síðan hef ég fengið tvö sterka leikmenn inn í staðinn og síðan eru fjölmargir ungir og efnilegir strákar að koma upp í FH núna.“
Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.

