Vilhjálmur Hauksson úr Gróttu og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir úr HK voru markahæstu og bestu leikmenn á UMSK-mótinu sem lauk um helgina.
Vilhjálmur skoraði 26 mörk í þremur leikjum með Gróttu og Valgerður 21 mark í jafnmörgum leikjum með HK.
Afturelding vann sigur í öllum leikjum sínum á mótinu og því UMSK meistarar í karlaflokki. Hið sama gerðu Haukastelpur í kvennaflokki.
Í glugganum að ofan má sjá myndir af bestu leikmönnunum og sigurliðunum tveimur.

