Usain Bolt íhugaði að hætta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2013 15:45 Usian Bolt. Nordicphotos/Getty Fótfráasti maður veraldar, Usain Bolt frá Jamaíka, íhugaði að leggja skóna á hilluna árið 2006. Síðan hefur hann unnið sex gullverðlaun á Ólympíuleikum og átta á heimsmeistaramótum. Heimsmethafinn í 100 og 200 metra hlaupi segir í ævisögu sinni frá augnabliki árið 2006 sem fékk hann til að íhuga framtíð sína. Bolt þurfti þá að hætta keppni í 4x400 metra hlaupi á heimavelli í Kingston vegna meiðsla. Brot úr bókinni er birt í The Times og þar lýsir hann viðbrögðum fólks í stúkunni þegar hann dró sig í hlé. „Ég svipaðist um eftir þjálfaranum mínum á meðal fólksins í stúkunni. Eftir því sem ég færðist nær heyrði ég baul, svo annað og svo fleiri,“ segir Bolt. „Hávaðinn magnaðist með hverju skrefi mínu í átt að stúkunni. Fólk fullyrti að ég hefði aðeins hætt af því ég átti ekki möguleika á sigri. Þeir bauluðu á mig fyrir að haltra útaf,“ segir Jamaíkamaðurinn sem var ekki skemmt. „Hvað í ósköpunum er þetta? hugsaði ég. Mér leið illa, afar illa. Hvaðan kom þetta? Heimur minn hrundi og ég trúði ekki mínum eigin eyrum.“ Bolt, sem þá var 19 ára, segir að gagnrýni landsmanna hans hafi fengið sig til að fara í sjálfskoðun. „Er þetta að ganga? Ætti ég að halda áfram? Allt sem ég geri og þrátt fyrir hve hart ég legg að mér þá gæti verið að þetta sé ekki fyrir mig.“ Bolt ákvað þó að halda ótrauður áfram og sér ekki eftir því í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira
Fótfráasti maður veraldar, Usain Bolt frá Jamaíka, íhugaði að leggja skóna á hilluna árið 2006. Síðan hefur hann unnið sex gullverðlaun á Ólympíuleikum og átta á heimsmeistaramótum. Heimsmethafinn í 100 og 200 metra hlaupi segir í ævisögu sinni frá augnabliki árið 2006 sem fékk hann til að íhuga framtíð sína. Bolt þurfti þá að hætta keppni í 4x400 metra hlaupi á heimavelli í Kingston vegna meiðsla. Brot úr bókinni er birt í The Times og þar lýsir hann viðbrögðum fólks í stúkunni þegar hann dró sig í hlé. „Ég svipaðist um eftir þjálfaranum mínum á meðal fólksins í stúkunni. Eftir því sem ég færðist nær heyrði ég baul, svo annað og svo fleiri,“ segir Bolt. „Hávaðinn magnaðist með hverju skrefi mínu í átt að stúkunni. Fólk fullyrti að ég hefði aðeins hætt af því ég átti ekki möguleika á sigri. Þeir bauluðu á mig fyrir að haltra útaf,“ segir Jamaíkamaðurinn sem var ekki skemmt. „Hvað í ósköpunum er þetta? hugsaði ég. Mér leið illa, afar illa. Hvaðan kom þetta? Heimur minn hrundi og ég trúði ekki mínum eigin eyrum.“ Bolt, sem þá var 19 ára, segir að gagnrýni landsmanna hans hafi fengið sig til að fara í sjálfskoðun. „Er þetta að ganga? Ætti ég að halda áfram? Allt sem ég geri og þrátt fyrir hve hart ég legg að mér þá gæti verið að þetta sé ekki fyrir mig.“ Bolt ákvað þó að halda ótrauður áfram og sér ekki eftir því í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira