Ákært vegna harkalegu handtökunnar Kristján Hjálmarsson og Jakob Bjarnar skrifar 30. ágúst 2013 08:57 Íbúar við Laugaveg festu atvikið á filmu og fór myndbandið sem eldur í sinu á netinu. Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi, samkvæmt heimildum Vísis, vegna harkalegrar handtöku á konu í miðborg Reykjavíkur í byrjun júlí. Íbúar á Laugavegi náðu handtökunni á myndband. Á myndbandinu sést konan standa fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst gengur hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast illa framganga hennar. Lögreglumaðurinn stuggar síðan við konunni með bílhurðinni. Á myndbandinu sést þegar lögreglumaðurinn þýtur út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni þannig að hún skellur utan í bekk. Hann þrýstir þá hnénu í bak hennar og handtekur. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoðuðu síðan við að koma konunni í lögreglubílinn. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í sumar og var lögreglan sökuð um að hafa beitt harðræði við handtökuna. Lögreglumaðurinn var leystur undan skyldum sínum á meðan það var til rannsóknar. Málinu var vísað til ríkissaksóknara auk þess sem Umboðsmaður Alþingis vildi upplýsingar um málið.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í samtali við Vísi að handtakan hefði ekki verið óeðlileg og að lögreglumaðurinn hefði beitt viðurkenndum aðferðum. „Staðreynd málsins er sú að þegar lögreglan þarf að beita valdheimildum sínum til að handtaka fólk þá getur slíkt aldrei litið vel út á myndbandi og sér í lagi fyrir þá sem ekki þekkja til,“ sagði Snorri. „Eftir því sem ég hef heyrt frá starfandi lögreglumönnum þá er þetta í fullkomnu samræmi við þær handtökuaðferðir sem nú eru kenndar. Svokallað norskt handtökukerfi sem var tekið upp hér á landi fyrir nokkrum misserum. Aðferðin sem þarna er notuð er algjörlega í samræmi við það kerfi. Vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella.“ Snorri gagnrýndi þá að lögreglumanninum hafi verið vikið frá störfum enda séu menn saklausir uns sekt sé sönnuð. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi, samkvæmt heimildum Vísis, vegna harkalegrar handtöku á konu í miðborg Reykjavíkur í byrjun júlí. Íbúar á Laugavegi náðu handtökunni á myndband. Á myndbandinu sést konan standa fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst gengur hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast illa framganga hennar. Lögreglumaðurinn stuggar síðan við konunni með bílhurðinni. Á myndbandinu sést þegar lögreglumaðurinn þýtur út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni þannig að hún skellur utan í bekk. Hann þrýstir þá hnénu í bak hennar og handtekur. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoðuðu síðan við að koma konunni í lögreglubílinn. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í sumar og var lögreglan sökuð um að hafa beitt harðræði við handtökuna. Lögreglumaðurinn var leystur undan skyldum sínum á meðan það var til rannsóknar. Málinu var vísað til ríkissaksóknara auk þess sem Umboðsmaður Alþingis vildi upplýsingar um málið.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í samtali við Vísi að handtakan hefði ekki verið óeðlileg og að lögreglumaðurinn hefði beitt viðurkenndum aðferðum. „Staðreynd málsins er sú að þegar lögreglan þarf að beita valdheimildum sínum til að handtaka fólk þá getur slíkt aldrei litið vel út á myndbandi og sér í lagi fyrir þá sem ekki þekkja til,“ sagði Snorri. „Eftir því sem ég hef heyrt frá starfandi lögreglumönnum þá er þetta í fullkomnu samræmi við þær handtökuaðferðir sem nú eru kenndar. Svokallað norskt handtökukerfi sem var tekið upp hér á landi fyrir nokkrum misserum. Aðferðin sem þarna er notuð er algjörlega í samræmi við það kerfi. Vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella.“ Snorri gagnrýndi þá að lögreglumanninum hafi verið vikið frá störfum enda séu menn saklausir uns sekt sé sönnuð.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira