Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2013 18:40 Edda Garðarsdóttir Mynd/Stefán Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. Þjálfarinn hefur stigið fram og tjáð sig um bréf sem honum barst frá ákveðnum leikmönnum liðsins um að hann ætti að stíga til hliðar. Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að það væri gott fyrir alla að Sigurður Ragnar Eyjólfsson myndi snúa sér að öðrum verkefnum.Í morgun fjallaði Fréttablaðið um það hvaða leikmenn sendu Sigurði bréf og saga íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu var einnig rakinn en leikmenn liðsins hafa áður bolað landsliðsþjálfara úr starfi. Edda vill meina að hún hafi ekki komið nálægt starfslokum Sigurðar Ragnars og annarra landsliðsþjálfara undanfarinn áratug. Edda Garðarsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.„Í Fréttablaðinu í dag laugardaginn 24. ágúst er að finna umfjöllun um málefni íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þar er m.a. haft eftir Þórði Lárussyni, fyrrum landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, að undirrituð hafi „staðið framarlega“ í einhvers konar hópefli gegn honum á sínum tíma undir fyrirsögninni „Tíu leikmenn ráku landsliðsþjálfarann“.Af þessu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Ég kom með engum hætti, hvorki formlega né óformlega, að starfslokum Þórðar Lárussonar sem landsliðsþjálfara á sínum tíma né heldur Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar. Ákvörðun um ráðningu landsliðsþjálfara er og hefur alltaf verið alfarið í höndum KSÍ og ég hef engin samskipti átt við sambandið, hvorki í tíð Þórðar né Sigurðar Ragnars, um málefni landsliðsþjálfarans. Harma ég að nafn mitt sé dregið inn í umræðuna með þessum hætti.Það er eðli keppnisíþrótta að skiptar skoðanir geta verið á frammistöðu jafnt leikmanna sem þjálfara. Slík umræða er ekki einskorðuð við kvennalandsliðið í knattspyrnu og ekkert óeðliegt að umræða um framtíðina eigi sér stað á vettvangi þess. Landsliðið hefur náð mjög góðum árangri á undanförnum árum og skipað sér í röð bestu landsliða Evrópu. Nú skiptir mestu að viðhalda þeim góða árangri í stað þess að reyna að ala á úlfúð á milli leikmanna, þjálfara og KSÍ.Takk fyrir,Edda GarðarsdóttirFyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu“ Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. Þjálfarinn hefur stigið fram og tjáð sig um bréf sem honum barst frá ákveðnum leikmönnum liðsins um að hann ætti að stíga til hliðar. Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að það væri gott fyrir alla að Sigurður Ragnar Eyjólfsson myndi snúa sér að öðrum verkefnum.Í morgun fjallaði Fréttablaðið um það hvaða leikmenn sendu Sigurði bréf og saga íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu var einnig rakinn en leikmenn liðsins hafa áður bolað landsliðsþjálfara úr starfi. Edda vill meina að hún hafi ekki komið nálægt starfslokum Sigurðar Ragnars og annarra landsliðsþjálfara undanfarinn áratug. Edda Garðarsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.„Í Fréttablaðinu í dag laugardaginn 24. ágúst er að finna umfjöllun um málefni íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þar er m.a. haft eftir Þórði Lárussyni, fyrrum landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, að undirrituð hafi „staðið framarlega“ í einhvers konar hópefli gegn honum á sínum tíma undir fyrirsögninni „Tíu leikmenn ráku landsliðsþjálfarann“.Af þessu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Ég kom með engum hætti, hvorki formlega né óformlega, að starfslokum Þórðar Lárussonar sem landsliðsþjálfara á sínum tíma né heldur Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar. Ákvörðun um ráðningu landsliðsþjálfara er og hefur alltaf verið alfarið í höndum KSÍ og ég hef engin samskipti átt við sambandið, hvorki í tíð Þórðar né Sigurðar Ragnars, um málefni landsliðsþjálfarans. Harma ég að nafn mitt sé dregið inn í umræðuna með þessum hætti.Það er eðli keppnisíþrótta að skiptar skoðanir geta verið á frammistöðu jafnt leikmanna sem þjálfara. Slík umræða er ekki einskorðuð við kvennalandsliðið í knattspyrnu og ekkert óeðliegt að umræða um framtíðina eigi sér stað á vettvangi þess. Landsliðið hefur náð mjög góðum árangri á undanförnum árum og skipað sér í röð bestu landsliða Evrópu. Nú skiptir mestu að viðhalda þeim góða árangri í stað þess að reyna að ala á úlfúð á milli leikmanna, þjálfara og KSÍ.Takk fyrir,Edda GarðarsdóttirFyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu“
Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira