Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru Stefán Árni Pálsson skrifar 19. ágúst 2013 14:39 Edda Garðarsdóttir og Sigurður Ragnar. Mynd / Stefán KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. Fram kom í íslenskum fjölmiðlum í dag að leikmenn íslenska landsliðsins hafi sent Sigurði bréf á sínum tíma þar sem þær gagnrýna störf þjálfarans. Fjórir leikmenn liðsins skrifuðu undir bréfið. „Ég tók ekki þátt í því að senda þetta bréf en aftur á móti bað ég Sigga Ragga um að hitta mig persónulega,“ segir Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Vísi. Það kom mörgum á óvart þegar Edda Garðarsdóttir var ekki valin í lokahóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Svíþjóð. Edda er gríðarlega reynslumikill leikmaður og vildu sumir meina að hún hefði átt skilið að vera í landsliðinu.Heigull að tilkynna mér þetta í gegnum símann „Ég bað bara um fund með honum undir fjögur augu og sagði honum þar hvað mér þætti um hans störf, ég þarf ekki að senda neinn tölvupóst. Ég veit vel hvaða leikmenn þetta voru sem skrifuðu þetta bréf en vil samt sem áður ekkert fara út í það að nafngreina neinn," segir Edda. „Það var misjafnt hvað leikmenn voru að gagnrýna við hans störf en mér þykir nokkuð einkennilegt að hann sé að fara með þetta í fjölmiðla. Ég vildi fá að hitta hann eftir Evrópumótið í Svíþjóð og ræða almennilega við hann. Það sem fór okkar á milli á þeim fundi er bara milli mín og hans. „Mér fannst ekki smekklegt að hann hafi tilkynnt mér í gegnum síma að ég yrði ekki valin í lokahópinn og vildi því tala við hann í eigin persónu. Hann var bara heigull að tilkynna mér þetta í gegnum síma og því vildi ég fá fund.“Edda Garðarsdóttir í landsliðsbúningnum.Vísir/StefánMikið var ritað um stöðu Sigurðar Ragnars fyrir mótið og hann nokkuð gagnrýndur. „Það var talað um það fyrir mót að þetta væri nú kannski orðið gott hjá honum og ég held að það séu bara allir sammála um það," segir Edda ákveðin. „Auðvitað eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfurum og innan hópsins var þetta kannski ekkert stórmál. Ég held að allir hafi samt gott að því að Sigurður fari að snúa sér að öðru núna. Siggi Raggi á mjög stóra kosti og galla bara eins og allir aðrir. Ég held að það verði gott fyrir hann að komast á einhvern nýjan stað þar sem hann mun örugglega njóta sín betur. Ég skrifaði ekki undir þetta bréf á sínum tíma en kannski hefði ég átt að gera það. Það var ekkert í þessu bréfi sem var eitthvað hræðilegt og leikmenn voru ekkert að láta þjálfarann heyra það.“Vildu fá bréf frá stelpunum Margar sögur voru á kreiki um það að mikil óánægja væri tekinn að myndast innan hópsins á sínum tíma. „Knattspyrnusambandinu fannst ekki nóg að fá nokkur símtöl frá leikmönnum og vildi því fá þetta skriflegt. Það væri því best að ræða þetta mál betur við Þórir [Hákonarson, framkvæmdarstjóra KSÍ]. Sigurður vill meina að fjórar stelpur hafi skrifað undir þetta bréf en það voru einnig nokkrar sem vildu ekki koma undir nafni sem gáfu grænt ljós." Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00 Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira
KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. Fram kom í íslenskum fjölmiðlum í dag að leikmenn íslenska landsliðsins hafi sent Sigurði bréf á sínum tíma þar sem þær gagnrýna störf þjálfarans. Fjórir leikmenn liðsins skrifuðu undir bréfið. „Ég tók ekki þátt í því að senda þetta bréf en aftur á móti bað ég Sigga Ragga um að hitta mig persónulega,“ segir Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Vísi. Það kom mörgum á óvart þegar Edda Garðarsdóttir var ekki valin í lokahóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Svíþjóð. Edda er gríðarlega reynslumikill leikmaður og vildu sumir meina að hún hefði átt skilið að vera í landsliðinu.Heigull að tilkynna mér þetta í gegnum símann „Ég bað bara um fund með honum undir fjögur augu og sagði honum þar hvað mér þætti um hans störf, ég þarf ekki að senda neinn tölvupóst. Ég veit vel hvaða leikmenn þetta voru sem skrifuðu þetta bréf en vil samt sem áður ekkert fara út í það að nafngreina neinn," segir Edda. „Það var misjafnt hvað leikmenn voru að gagnrýna við hans störf en mér þykir nokkuð einkennilegt að hann sé að fara með þetta í fjölmiðla. Ég vildi fá að hitta hann eftir Evrópumótið í Svíþjóð og ræða almennilega við hann. Það sem fór okkar á milli á þeim fundi er bara milli mín og hans. „Mér fannst ekki smekklegt að hann hafi tilkynnt mér í gegnum síma að ég yrði ekki valin í lokahópinn og vildi því tala við hann í eigin persónu. Hann var bara heigull að tilkynna mér þetta í gegnum síma og því vildi ég fá fund.“Edda Garðarsdóttir í landsliðsbúningnum.Vísir/StefánMikið var ritað um stöðu Sigurðar Ragnars fyrir mótið og hann nokkuð gagnrýndur. „Það var talað um það fyrir mót að þetta væri nú kannski orðið gott hjá honum og ég held að það séu bara allir sammála um það," segir Edda ákveðin. „Auðvitað eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfurum og innan hópsins var þetta kannski ekkert stórmál. Ég held að allir hafi samt gott að því að Sigurður fari að snúa sér að öðru núna. Siggi Raggi á mjög stóra kosti og galla bara eins og allir aðrir. Ég held að það verði gott fyrir hann að komast á einhvern nýjan stað þar sem hann mun örugglega njóta sín betur. Ég skrifaði ekki undir þetta bréf á sínum tíma en kannski hefði ég átt að gera það. Það var ekkert í þessu bréfi sem var eitthvað hræðilegt og leikmenn voru ekkert að láta þjálfarann heyra það.“Vildu fá bréf frá stelpunum Margar sögur voru á kreiki um það að mikil óánægja væri tekinn að myndast innan hópsins á sínum tíma. „Knattspyrnusambandinu fannst ekki nóg að fá nokkur símtöl frá leikmönnum og vildi því fá þetta skriflegt. Það væri því best að ræða þetta mál betur við Þórir [Hákonarson, framkvæmdarstjóra KSÍ]. Sigurður vill meina að fjórar stelpur hafi skrifað undir þetta bréf en það voru einnig nokkrar sem vildu ekki koma undir nafni sem gáfu grænt ljós."
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00 Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira
Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01
Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00
Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31
Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40