Katrín: Sorglegt að fylgjast með ósanngjarnri umræðu 27. ágúst 2013 22:29 Katrín Jónsdóttir. Mynd/ÓskarÓ Katrín Jónsdóttir, fráfarandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur stigið fram og tjáð sig um þá umræðu sem hefur verið í gangi um kvennalandsliðið eftir að fjórir leikmenn ákváðu að senda landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni bréf og greina honum frá óánægju sinni. Katrín skrifar um málið inn á fésbókarsíðu sinni í kvöld en þar segir hún að það sé sorglegt að fylgjast með umræðunni sem hefur verið um íslenska landsliðið að undanförnu. Sport.is birti fyrst pistil Katrínar á heimasíðu sinni.Pistill Katrínar Jónsóttur í kvöld: „Það hefur verið sorglegt að fylgjast með ósanngjarnri umræðu í tengslum við þjálfaramál íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu upp á síðkastið. Umræðan hefur um margt verið ómálefnaleg og með þann eina tilgang að sverta mannorð nafngreindra leikmanna landsliðsins að ósekju. Slíkar dylgjur gera ekki bara lítið úr jákvæðu starfi og umfangsmikilli uppbyggingu til fjölda ára, heldur hafa þær undantekningarlítið verið kolrangar. Fimm leikmenn kvennalandsliðsins hafa nú sætt óvæginni gagnrýni sem á alls engan rétt á sér. Edda, Katrín, Ólína, Sif og Þóra hafa verið liðsfélagar mínir í félagsliðum og landsliði til fjölda ára. Þær eru allar frábærar íþróttakonur og miklar fyrirmyndir, sem hafa gefið bókstaflega allt í þau verkefni sem lögð hafa verið fyrir þær. Ég hef verið stolt af því að klæðast íslenska landsliðsbúningnum með þeim og þær eru stór hluti af framtíð liðsins. Ég vona innilega að sár mun gróa og að miskunnarlaus umræðan upp á síðkastið skyggi ekki á hið magnaða starf og árangur, sem hefur náðst með samhentu átaki margra góðra þjálfara, öflugs baklands KSÍ, ómetanlegs stuðningsfólks og umfram allt frábærra leikmanna. Áfram Ísland og sjáumst í næsta leik, í stúkunni." Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 Þorlákur tekur ekki við kvennalandsliðinu Þorlákur Árnason tekur ekki við íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu en Þorlákur er í dag þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar sem er í langefsta sæti Pepsi-deildarinnar. 22. ágúst 2013 16:02 Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00 Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, fráfarandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur stigið fram og tjáð sig um þá umræðu sem hefur verið í gangi um kvennalandsliðið eftir að fjórir leikmenn ákváðu að senda landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni bréf og greina honum frá óánægju sinni. Katrín skrifar um málið inn á fésbókarsíðu sinni í kvöld en þar segir hún að það sé sorglegt að fylgjast með umræðunni sem hefur verið um íslenska landsliðið að undanförnu. Sport.is birti fyrst pistil Katrínar á heimasíðu sinni.Pistill Katrínar Jónsóttur í kvöld: „Það hefur verið sorglegt að fylgjast með ósanngjarnri umræðu í tengslum við þjálfaramál íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu upp á síðkastið. Umræðan hefur um margt verið ómálefnaleg og með þann eina tilgang að sverta mannorð nafngreindra leikmanna landsliðsins að ósekju. Slíkar dylgjur gera ekki bara lítið úr jákvæðu starfi og umfangsmikilli uppbyggingu til fjölda ára, heldur hafa þær undantekningarlítið verið kolrangar. Fimm leikmenn kvennalandsliðsins hafa nú sætt óvæginni gagnrýni sem á alls engan rétt á sér. Edda, Katrín, Ólína, Sif og Þóra hafa verið liðsfélagar mínir í félagsliðum og landsliði til fjölda ára. Þær eru allar frábærar íþróttakonur og miklar fyrirmyndir, sem hafa gefið bókstaflega allt í þau verkefni sem lögð hafa verið fyrir þær. Ég hef verið stolt af því að klæðast íslenska landsliðsbúningnum með þeim og þær eru stór hluti af framtíð liðsins. Ég vona innilega að sár mun gróa og að miskunnarlaus umræðan upp á síðkastið skyggi ekki á hið magnaða starf og árangur, sem hefur náðst með samhentu átaki margra góðra þjálfara, öflugs baklands KSÍ, ómetanlegs stuðningsfólks og umfram allt frábærra leikmanna. Áfram Ísland og sjáumst í næsta leik, í stúkunni."
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 Þorlákur tekur ekki við kvennalandsliðinu Þorlákur Árnason tekur ekki við íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu en Þorlákur er í dag þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar sem er í langefsta sæti Pepsi-deildarinnar. 22. ágúst 2013 16:02 Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00 Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01
Þorlákur tekur ekki við kvennalandsliðinu Þorlákur Árnason tekur ekki við íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu en Þorlákur er í dag þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar sem er í langefsta sæti Pepsi-deildarinnar. 22. ágúst 2013 16:02
Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00
Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31
Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40