Eyjamenn ætla sér greinlega stóra hluti í N1-deild karla á næsta ári en liðið hefur verið að sanka að sér leikmönnum að undanförnu.
Félagið hefur samið við serbnesku hægri skyttuna Filip Scepanovic.
Scepanovic er þriðji í röðinni sem félagið semur við á aðeins nokkrum dögum en ÍBV fékk á dögunum til liðsins slóvenska línumanninn Matjaz Mlakar og nú síðast við miðjumanninn Róbert Aron Hostert. Scepanovic kemur frá Hvít-rússneska liðinu HC Meshkov Brest.
Leikmaðurinn er 28 ára gamli og 193 cm hár.

