„Það stóð allt í ljósum logum“ Pétur Guðjónsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. ágúst 2013 19:13 MYND/DANÍEL Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli þar sem sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti í gær er að mestu lokið. Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. Mennirnir tveir hétu Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, og Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Páll var 46 ára gamall og lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur. Pétur var 35 ára. Hann var ókvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Rannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa er á frumstigi og eru tildrög slyssins enn óljós. Vettvangsrannsókn lögreglunnar á Akureyri lauk í dag. Brak flugvélarinnar verður fjarlægt á næstu dögum en skýrslutökur standa enn yfir. Flugvélin var á vegum Mýflugs en hún brotlenti á öðrum tímanum í gær með þrjá um borð. Líðan þriðja mannsins þykir góð miðað við það sem á gekk. Vinir og ættingjar heimsóttu hann á sjúkrahúsið á Akureyri í dag. Sigurður Bjarni Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, segir atburði síðasta sólarhrings hafa fengið mjög á starfsfólk félagsins. „Dagurinn í dag hefur farið í að halda utanum okkar hóp. Við hittum einnig samstarfsfólk okkar hjá Slökkvilið Akureyrar og þar gátu menn talað saman. Þar kom ánægjulegur og eindregin samhugur manna um að láta þennan skelfilega atburð ekki skyggja á það starf sem unnið hefur verið í að byggja upp sjúkraflug á Akureyri,“ segir Sigurður Bjarni. „Ég er bara virkilega þakklátur fyrir þetta lið sem hér er til staðar.“Axel Daði ÞórhallssonFlugvélin hafnaði á akstursíþróttabraut í Hlíðarfjalli. Fjöldi fólks var þar samankominn til að fylgjast með kvartmílu og það þykir með ólíkindum brak úr vélinni hafi ekki hafnað á áhorfendum. Axel Daði Þórhallsson var að keppa í spyrnu þegar flugvélin hrapaði. „Ég var nýbúinn að standa upp úr bílnum mínum og stóð við hliðina á ungum dreng. Saman horfum við á flugvélina reka vinstri vænginn niður í malbikið, hann rifnar af og flugvélin sprakk,“ segir Axel Daði. „Það stóð allt í ljósum logum.“ „Þetta var óraunverulegt. Þú horfir á flugvél koma þarna niður og tætast í sundur. Maður frýs, ég gat ekki hreyft mig. Það var ekki fyrr en hitinn frá sprengingunni skall á mér sem ég hljóp. Þá reif ég drenginn sem stóð hjá mér og hljóp með hann í burtu.“ „Ég hefði ekki viljað standa nær þessu. Sem betur fer slasaðist enginn á jörðu niðri og það er í sjálfu sér kraftaverk. Þarna rigndi niður braki, stélið endaði í pyttinum. Við erum fegnir að það voru ekki fleiri í keppninni, þá hefði pytturinn verið fullur af fólki.“Sp.blm. Hvernig líður þér í dag? „Maður er tómur,“ segir Axel Daði. „Þetta er rosalega skrýtin tilfinning. Manni datt ekki í hug að maður yrði vitni að slíku.“ Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira
Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli þar sem sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti í gær er að mestu lokið. Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. Mennirnir tveir hétu Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, og Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Páll var 46 ára gamall og lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur. Pétur var 35 ára. Hann var ókvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Rannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa er á frumstigi og eru tildrög slyssins enn óljós. Vettvangsrannsókn lögreglunnar á Akureyri lauk í dag. Brak flugvélarinnar verður fjarlægt á næstu dögum en skýrslutökur standa enn yfir. Flugvélin var á vegum Mýflugs en hún brotlenti á öðrum tímanum í gær með þrjá um borð. Líðan þriðja mannsins þykir góð miðað við það sem á gekk. Vinir og ættingjar heimsóttu hann á sjúkrahúsið á Akureyri í dag. Sigurður Bjarni Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, segir atburði síðasta sólarhrings hafa fengið mjög á starfsfólk félagsins. „Dagurinn í dag hefur farið í að halda utanum okkar hóp. Við hittum einnig samstarfsfólk okkar hjá Slökkvilið Akureyrar og þar gátu menn talað saman. Þar kom ánægjulegur og eindregin samhugur manna um að láta þennan skelfilega atburð ekki skyggja á það starf sem unnið hefur verið í að byggja upp sjúkraflug á Akureyri,“ segir Sigurður Bjarni. „Ég er bara virkilega þakklátur fyrir þetta lið sem hér er til staðar.“Axel Daði ÞórhallssonFlugvélin hafnaði á akstursíþróttabraut í Hlíðarfjalli. Fjöldi fólks var þar samankominn til að fylgjast með kvartmílu og það þykir með ólíkindum brak úr vélinni hafi ekki hafnað á áhorfendum. Axel Daði Þórhallsson var að keppa í spyrnu þegar flugvélin hrapaði. „Ég var nýbúinn að standa upp úr bílnum mínum og stóð við hliðina á ungum dreng. Saman horfum við á flugvélina reka vinstri vænginn niður í malbikið, hann rifnar af og flugvélin sprakk,“ segir Axel Daði. „Það stóð allt í ljósum logum.“ „Þetta var óraunverulegt. Þú horfir á flugvél koma þarna niður og tætast í sundur. Maður frýs, ég gat ekki hreyft mig. Það var ekki fyrr en hitinn frá sprengingunni skall á mér sem ég hljóp. Þá reif ég drenginn sem stóð hjá mér og hljóp með hann í burtu.“ „Ég hefði ekki viljað standa nær þessu. Sem betur fer slasaðist enginn á jörðu niðri og það er í sjálfu sér kraftaverk. Þarna rigndi niður braki, stélið endaði í pyttinum. Við erum fegnir að það voru ekki fleiri í keppninni, þá hefði pytturinn verið fullur af fólki.“Sp.blm. Hvernig líður þér í dag? „Maður er tómur,“ segir Axel Daði. „Þetta er rosalega skrýtin tilfinning. Manni datt ekki í hug að maður yrði vitni að slíku.“
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira