„Það stóð allt í ljósum logum“ Pétur Guðjónsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. ágúst 2013 19:13 MYND/DANÍEL Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli þar sem sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti í gær er að mestu lokið. Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. Mennirnir tveir hétu Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, og Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Páll var 46 ára gamall og lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur. Pétur var 35 ára. Hann var ókvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Rannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa er á frumstigi og eru tildrög slyssins enn óljós. Vettvangsrannsókn lögreglunnar á Akureyri lauk í dag. Brak flugvélarinnar verður fjarlægt á næstu dögum en skýrslutökur standa enn yfir. Flugvélin var á vegum Mýflugs en hún brotlenti á öðrum tímanum í gær með þrjá um borð. Líðan þriðja mannsins þykir góð miðað við það sem á gekk. Vinir og ættingjar heimsóttu hann á sjúkrahúsið á Akureyri í dag. Sigurður Bjarni Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, segir atburði síðasta sólarhrings hafa fengið mjög á starfsfólk félagsins. „Dagurinn í dag hefur farið í að halda utanum okkar hóp. Við hittum einnig samstarfsfólk okkar hjá Slökkvilið Akureyrar og þar gátu menn talað saman. Þar kom ánægjulegur og eindregin samhugur manna um að láta þennan skelfilega atburð ekki skyggja á það starf sem unnið hefur verið í að byggja upp sjúkraflug á Akureyri,“ segir Sigurður Bjarni. „Ég er bara virkilega þakklátur fyrir þetta lið sem hér er til staðar.“Axel Daði ÞórhallssonFlugvélin hafnaði á akstursíþróttabraut í Hlíðarfjalli. Fjöldi fólks var þar samankominn til að fylgjast með kvartmílu og það þykir með ólíkindum brak úr vélinni hafi ekki hafnað á áhorfendum. Axel Daði Þórhallsson var að keppa í spyrnu þegar flugvélin hrapaði. „Ég var nýbúinn að standa upp úr bílnum mínum og stóð við hliðina á ungum dreng. Saman horfum við á flugvélina reka vinstri vænginn niður í malbikið, hann rifnar af og flugvélin sprakk,“ segir Axel Daði. „Það stóð allt í ljósum logum.“ „Þetta var óraunverulegt. Þú horfir á flugvél koma þarna niður og tætast í sundur. Maður frýs, ég gat ekki hreyft mig. Það var ekki fyrr en hitinn frá sprengingunni skall á mér sem ég hljóp. Þá reif ég drenginn sem stóð hjá mér og hljóp með hann í burtu.“ „Ég hefði ekki viljað standa nær þessu. Sem betur fer slasaðist enginn á jörðu niðri og það er í sjálfu sér kraftaverk. Þarna rigndi niður braki, stélið endaði í pyttinum. Við erum fegnir að það voru ekki fleiri í keppninni, þá hefði pytturinn verið fullur af fólki.“Sp.blm. Hvernig líður þér í dag? „Maður er tómur,“ segir Axel Daði. „Þetta er rosalega skrýtin tilfinning. Manni datt ekki í hug að maður yrði vitni að slíku.“ Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli þar sem sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti í gær er að mestu lokið. Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. Mennirnir tveir hétu Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, og Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Páll var 46 ára gamall og lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur. Pétur var 35 ára. Hann var ókvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Rannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa er á frumstigi og eru tildrög slyssins enn óljós. Vettvangsrannsókn lögreglunnar á Akureyri lauk í dag. Brak flugvélarinnar verður fjarlægt á næstu dögum en skýrslutökur standa enn yfir. Flugvélin var á vegum Mýflugs en hún brotlenti á öðrum tímanum í gær með þrjá um borð. Líðan þriðja mannsins þykir góð miðað við það sem á gekk. Vinir og ættingjar heimsóttu hann á sjúkrahúsið á Akureyri í dag. Sigurður Bjarni Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, segir atburði síðasta sólarhrings hafa fengið mjög á starfsfólk félagsins. „Dagurinn í dag hefur farið í að halda utanum okkar hóp. Við hittum einnig samstarfsfólk okkar hjá Slökkvilið Akureyrar og þar gátu menn talað saman. Þar kom ánægjulegur og eindregin samhugur manna um að láta þennan skelfilega atburð ekki skyggja á það starf sem unnið hefur verið í að byggja upp sjúkraflug á Akureyri,“ segir Sigurður Bjarni. „Ég er bara virkilega þakklátur fyrir þetta lið sem hér er til staðar.“Axel Daði ÞórhallssonFlugvélin hafnaði á akstursíþróttabraut í Hlíðarfjalli. Fjöldi fólks var þar samankominn til að fylgjast með kvartmílu og það þykir með ólíkindum brak úr vélinni hafi ekki hafnað á áhorfendum. Axel Daði Þórhallsson var að keppa í spyrnu þegar flugvélin hrapaði. „Ég var nýbúinn að standa upp úr bílnum mínum og stóð við hliðina á ungum dreng. Saman horfum við á flugvélina reka vinstri vænginn niður í malbikið, hann rifnar af og flugvélin sprakk,“ segir Axel Daði. „Það stóð allt í ljósum logum.“ „Þetta var óraunverulegt. Þú horfir á flugvél koma þarna niður og tætast í sundur. Maður frýs, ég gat ekki hreyft mig. Það var ekki fyrr en hitinn frá sprengingunni skall á mér sem ég hljóp. Þá reif ég drenginn sem stóð hjá mér og hljóp með hann í burtu.“ „Ég hefði ekki viljað standa nær þessu. Sem betur fer slasaðist enginn á jörðu niðri og það er í sjálfu sér kraftaverk. Þarna rigndi niður braki, stélið endaði í pyttinum. Við erum fegnir að það voru ekki fleiri í keppninni, þá hefði pytturinn verið fullur af fólki.“Sp.blm. Hvernig líður þér í dag? „Maður er tómur,“ segir Axel Daði. „Þetta er rosalega skrýtin tilfinning. Manni datt ekki í hug að maður yrði vitni að slíku.“
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira