Sport

Töltkóngurinn með frábæra sýningu - myndir

Jóhann R. Skúlason og Hnokki frá Fellskoti.
Jóhann R. Skúlason og Hnokki frá Fellskoti.
Töltkóngurinn Jóhann R. Skúlason og Hnokki frá Fellskoti buðu upp á frábæra sýningu í forkeppni í tölti á HM íslenska hestsins í Berlín í dag. Þeir eru líka langefstir.

Rut Sigurðardóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók þessar myndir hér fyrir ofan.

Jóhann og Hnokki fengu einkunnina 9,20 og á Hestafréttum segir frá því að stúkan hafi tryllst þegar þeir fóru brautina með lagið “Then we take Berlin” undir.

Jóhann R. Skúlason og Hnokki frá Fellskoti fengu næstum því einum heilum meira en hin norska Nils Christian Larsen á Mola frá Skriðu sem varð í öðru sæti með 8,30.

Jöfn í þriðja sætinu eru síðan Daninn Isabelle Felsum á Viktori frá Diisa og Norðmaðurinn Anne Stine Haugen á Muna frá Kvistum en þær voru báðar með 8.27 í einkunn.

Síðastur inn í A-úrslitin var síðan Íslendingurinn Hinrik Bragason á Smyril frá Hrísum en hann fékk einkunn upp á 8,10.

Það er hægt að sjá öll úrslitin í forkeppninni inn á Hestafréttir.is eða með því að smella hér.

Hér fyrir neðan er einnig hægt að sjá myndband af sýningu Jóhanns R. Skúlasonar og Hnokka frá Fellskotisem birtist fyrst á Hestafréttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×