Dregið var í aðra umferð EHF-bikarkeppni kvenna nú í morgun en Íslandsmeistarar Fram eru á meðal þátttökuliða í keppninni.
Fram var heppið með andstæðing í annarri umferð þar sem að liðið mætir Olympia HC frá Lundúnum.
Olympia HC er ríkjandi Englandsmeistari í handbolta en íþróttin fékk mikla andlitslyftingu þar í landi eftir Ólympíuleikana í Lundúnum í fyrra.
Áætlað er að fyrri leikurinn fari fram ytra annað hvort 5. eða 6. október. Síðari leikurinn fer fram hér heima viku síðar.
Sigurvegarinn mætir ungverska liðinu Köfem Sport Club í þriðju umferð keppninnar.

