Bam Margera handtekinn á Keflavíkurflugvelli Boði Logason skrifar 25. júlí 2013 11:51 Bam Margera var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Jackass-stjarnan Bam Margera var handtekinn við komuna til landsins í gær. Ástæðan var sú að hann skuldaði bílaleigunni Hertz pening eftir að hann olli tjóni á Land Cruiser-bifreið fyrir ári síðan. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var Margera hinn allra rólegasti þegar lögreglumenn stöðvuðu hann við landganginn og gekkst við því að skulda bílaleigunni frá því í fyrra. Tekin var skýrsla af honum og var hann í haldi lögreglu í nokkrar klukkustundir. Hann var síðan látinn laus eftir að hann hafði greitt upphæðina. Bam Margera lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan tvö í gær ásamt hljómsveit sinni, CKY. Hann spilaði á Spot í Kópavogi í gærkvöldi og hélt sveitin svo af landi brott í nótt.Eins og kom fram á Vísi í fyrra þá fannst Land Cruiser-jeppi, í eigu Hertz bílaleigunnar, fyrir utan hótel í Reykjanesbæ - fimm dögum eftir að leigutíminn hafði runnið út. Bíllinn var allur dældaður, rispaður og málningarslettur voru á honum. Lögreglan var kölluð til og bankaði hún upp á hjá Margera, sem reyndist enn dvelja á hótelinu. Fréttastofa Stöðvar 2 náði í kjölfarið tali af honum þar sem hann útskýrði nánar skemmdirnar á bílnum. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Þar segist hann hafa staðgreitt 1,2 milljónir fyrir tjónið á bílnum með kreditkorti sínu. Aftur á móti virðist hann ekki hafa klárað greiðsluna - og þurfti því að klára hana í gær. Tengdar fréttir "Ég hefði eins getað keypt fjandans bílinn“ Jack Ass stjarnan Bam Margera hefur lent í ýmsum ævintýrum í dvöl sinni hér á landi, en hann þurfti meðal annars að greiða 1,2 milljónir króna vegna skemmda á bílaleigubíl sem hann var með á leigu. Fréttastofa rakst á hann á göngu á Hverfisgötu í dag, þar sem hann sagðist hafa málað bílinn. 27. júní 2012 23:48 Gerði myndband við dónalag Bam Margera "Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt,“ segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum. 9. júlí 2012 12:00 Jackass-stjarna fer hamförum á Íslandi Hjólabrettakempan og ofurhuginn Bam Margera lætur allt flakka í nýju tónlistarmyndbandi sem hann sendi frá sér í gær. 29. janúar 2013 10:40 Bam Margera og félagar með tónleika á Íslandi í júlí Bam Margera og félagar hans í CKY verða með tónleikana F***FACE UNSTOPPABLE í Hafnarhúsinu þann 24. júlí næstkomandi. 27. maí 2013 22:42 Jackass-stjarna borgaði milljón fyrir skemmdir á Land Cruiser Jackass-stjarnan, Bam Margera, stórskemmdi Toyota Land Cruiser bílaleigubíl hérna á Íslandi á dögunum, en hann hefur verið hér í fríi undanfarna daga. Bíllinn fannst við hótel í Reykjanesbæ um miðnætti í gærkvöld, fimm dögum eftir að leigutíminn hafði runnið út. Bíllinn var allur dældaður, rispaður og málningarslettur voru á honum. 26. júní 2012 15:36 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Jackass-stjarnan Bam Margera var handtekinn við komuna til landsins í gær. Ástæðan var sú að hann skuldaði bílaleigunni Hertz pening eftir að hann olli tjóni á Land Cruiser-bifreið fyrir ári síðan. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var Margera hinn allra rólegasti þegar lögreglumenn stöðvuðu hann við landganginn og gekkst við því að skulda bílaleigunni frá því í fyrra. Tekin var skýrsla af honum og var hann í haldi lögreglu í nokkrar klukkustundir. Hann var síðan látinn laus eftir að hann hafði greitt upphæðina. Bam Margera lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan tvö í gær ásamt hljómsveit sinni, CKY. Hann spilaði á Spot í Kópavogi í gærkvöldi og hélt sveitin svo af landi brott í nótt.Eins og kom fram á Vísi í fyrra þá fannst Land Cruiser-jeppi, í eigu Hertz bílaleigunnar, fyrir utan hótel í Reykjanesbæ - fimm dögum eftir að leigutíminn hafði runnið út. Bíllinn var allur dældaður, rispaður og málningarslettur voru á honum. Lögreglan var kölluð til og bankaði hún upp á hjá Margera, sem reyndist enn dvelja á hótelinu. Fréttastofa Stöðvar 2 náði í kjölfarið tali af honum þar sem hann útskýrði nánar skemmdirnar á bílnum. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Þar segist hann hafa staðgreitt 1,2 milljónir fyrir tjónið á bílnum með kreditkorti sínu. Aftur á móti virðist hann ekki hafa klárað greiðsluna - og þurfti því að klára hana í gær.
Tengdar fréttir "Ég hefði eins getað keypt fjandans bílinn“ Jack Ass stjarnan Bam Margera hefur lent í ýmsum ævintýrum í dvöl sinni hér á landi, en hann þurfti meðal annars að greiða 1,2 milljónir króna vegna skemmda á bílaleigubíl sem hann var með á leigu. Fréttastofa rakst á hann á göngu á Hverfisgötu í dag, þar sem hann sagðist hafa málað bílinn. 27. júní 2012 23:48 Gerði myndband við dónalag Bam Margera "Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt,“ segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum. 9. júlí 2012 12:00 Jackass-stjarna fer hamförum á Íslandi Hjólabrettakempan og ofurhuginn Bam Margera lætur allt flakka í nýju tónlistarmyndbandi sem hann sendi frá sér í gær. 29. janúar 2013 10:40 Bam Margera og félagar með tónleika á Íslandi í júlí Bam Margera og félagar hans í CKY verða með tónleikana F***FACE UNSTOPPABLE í Hafnarhúsinu þann 24. júlí næstkomandi. 27. maí 2013 22:42 Jackass-stjarna borgaði milljón fyrir skemmdir á Land Cruiser Jackass-stjarnan, Bam Margera, stórskemmdi Toyota Land Cruiser bílaleigubíl hérna á Íslandi á dögunum, en hann hefur verið hér í fríi undanfarna daga. Bíllinn fannst við hótel í Reykjanesbæ um miðnætti í gærkvöld, fimm dögum eftir að leigutíminn hafði runnið út. Bíllinn var allur dældaður, rispaður og málningarslettur voru á honum. 26. júní 2012 15:36 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
"Ég hefði eins getað keypt fjandans bílinn“ Jack Ass stjarnan Bam Margera hefur lent í ýmsum ævintýrum í dvöl sinni hér á landi, en hann þurfti meðal annars að greiða 1,2 milljónir króna vegna skemmda á bílaleigubíl sem hann var með á leigu. Fréttastofa rakst á hann á göngu á Hverfisgötu í dag, þar sem hann sagðist hafa málað bílinn. 27. júní 2012 23:48
Gerði myndband við dónalag Bam Margera "Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt,“ segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum. 9. júlí 2012 12:00
Jackass-stjarna fer hamförum á Íslandi Hjólabrettakempan og ofurhuginn Bam Margera lætur allt flakka í nýju tónlistarmyndbandi sem hann sendi frá sér í gær. 29. janúar 2013 10:40
Bam Margera og félagar með tónleika á Íslandi í júlí Bam Margera og félagar hans í CKY verða með tónleikana F***FACE UNSTOPPABLE í Hafnarhúsinu þann 24. júlí næstkomandi. 27. maí 2013 22:42
Jackass-stjarna borgaði milljón fyrir skemmdir á Land Cruiser Jackass-stjarnan, Bam Margera, stórskemmdi Toyota Land Cruiser bílaleigubíl hérna á Íslandi á dögunum, en hann hefur verið hér í fríi undanfarna daga. Bíllinn fannst við hótel í Reykjanesbæ um miðnætti í gærkvöld, fimm dögum eftir að leigutíminn hafði runnið út. Bíllinn var allur dældaður, rispaður og málningarslettur voru á honum. 26. júní 2012 15:36