Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Keflavík 3-0 Stefán Hirst Friðriksson skrifar 28. júlí 2013 09:42 Mynd/Daníel KR-ingar unnu í kvöld góðan 3-0 heimasigur á Keflvíkingum í tólftu umferð Pepsi-deildarinnar. Öll mörk KR-liðsins komu í síðari hálfleiknum eftir dapran fyrri hálfleik hjá Vesturbæjarliðinu. Leikurinn fór hægt af stað og voru það gestirnir úr Keflavík sem voru sprækari. Keflvíkingar fengu nokkur ágætis tækifæri til þess að koma boltanum í netið en ekkert frásögufærandi. KR-ingar voru skelfilegir fyrstu fjörutíu mínúturnar af hálfleiknum en rönkuðu aðeins við sér á lokamínútunum en það dugði ekki og staðan því 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það var allt annað KR lið sem mætti til leiks í síðari hálfleiknum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga gerði þá tvær breytingar en hann setti Kjartan Henry Finnbogason og Baldur Sigurðsson inn á. Frábær skipting sem breytti leiknum. KR-ingar skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla í byrjun síðari hálfleiksins en fyrsta markið gerði Emil Atlason eftir góða sókn. Kjartan Henry Finnbogason setti svo annað markið úr vítaspyrnu. Það var svo títtnefndur Kjartan Henry sem kláraði leikinn á 89. með öðru marki sínu. Tveir gjörólikir hálfleikar en KR-ingar voru skelfilegir í þeim fyrri en mjög góðir í þeim seinni. Akkúrat öfugt við Keflvíkingana. Munurinn var að það komu mörk þegar KR-ingar spýttu í en Keflvíkingum gekk ekki að koma boltanum í netið þegar þeir voru við stjórnvölin. KR-ingar því með kærkominn sigur eftir dapurt gengi að undanförnu en staða Keflavíkur er sem fyrr grafalvarleg. Liðið er á botni deildarinnar eftir umferð kvöldsins.Aron Bjarki: Fékk loksins séns í miðverðinum„Þetta var frábært í kvöld. Það var mjög ánægjulegt að fá sigur eftir nokkuð erfiða leiki að undanförnu. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel í þessum leik en mér fannst við taka öll völdin þegar leið aðeins á þetta. Við kláruðum svo síðari hálfleikinn með stæl," sagði Aron Bjarki. „Ég var mjög sáttur með minn leik. Ég fékk loksins séns í miðverðinum, ég er búinn að bíða lengi eftir því þannig að ég er mjög sáttur. Við vorum ekkert að örvænta eftir úrslit síðustu leikja. Það var mikið talað um þreytumerki og slíkt á liðinu en mér fannst við afsanna það í þessum leik. Við erum alls ekkert búnir á því," sagði Aron Bjarki Jósepsson, maður leiksins, í leikslok.Rúnar: Hrikalega ánægjuleg þrjú stig„Ég er hrikalega ánægður með að ná í þrjú stig hérna. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleiknum, Keflvíkingarnir léku gríðarlega vel, sóttu hátt upp á völlinn og voru okkur til vandræða. Ég var ánægður með að ná að halda þessu markalausu þegar flautað var til hálfleiks," sagði Rúnar. „Við gerðum tvær breytingar í hálfleiknum. Atli var nálægt því að vera rekinn útaf í fyrri hálfleiknum þannig að við ákváðum að breyta til. Bjaldur og Kjartan komu vel inn í leikinn og skiluðu sínu fyrir liðið," „Það var mjög ánægjulegt að ná sigrinum og nú þurfum við að rífa okkur upp fyrir bikarleik gegn Stjörnunni í vikunni. Við þurfum að spila betur ef við ætlum okkur að ná eitthvað úr þeim leik," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok.Kristján: Ein leið hjá okkur og hún er upp á við„Það gekk ekki hjá okkur að skora í fyrri hálfleiknum. Ég var mjög ánægður með hann hjá okkur en við hefðum átt að koma boltanum í netið. Við vorum hættulegir en það vantaði herslumuninn upp á," sagði Kristján. „Við fengum mikið sjálfstraust eftir fyrri hálfleikinn og brenndum okkur kannski aðeins á því að vera of ákafir eftir hann. Við vorum hinsvegar mjög óheppnir í seinni hálfleiknum á þessum stutta kafla sem þeir skora tvö mörk og gera okkur erfitt fyrir í kjölfarið," bætti Kristján við. „Ég sé heilmikil batamerki á liðinu frá því í síðasta leik. Þessi leikur er vel spilaður hjá okkur. Það eru tíu mínútur sem skilja á milli. Við vorum að leggja áherslur á ákveðna hluti og þeir gengu fínt upp. Við erum að skapa okkur dauðafæri og eigum að skora í leiknum. Við vinnum okkur upp úr þessu enda er bara ein leið fyrir okkur í deildinni og hún er upp á við," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga í leikslok Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
KR-ingar unnu í kvöld góðan 3-0 heimasigur á Keflvíkingum í tólftu umferð Pepsi-deildarinnar. Öll mörk KR-liðsins komu í síðari hálfleiknum eftir dapran fyrri hálfleik hjá Vesturbæjarliðinu. Leikurinn fór hægt af stað og voru það gestirnir úr Keflavík sem voru sprækari. Keflvíkingar fengu nokkur ágætis tækifæri til þess að koma boltanum í netið en ekkert frásögufærandi. KR-ingar voru skelfilegir fyrstu fjörutíu mínúturnar af hálfleiknum en rönkuðu aðeins við sér á lokamínútunum en það dugði ekki og staðan því 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það var allt annað KR lið sem mætti til leiks í síðari hálfleiknum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga gerði þá tvær breytingar en hann setti Kjartan Henry Finnbogason og Baldur Sigurðsson inn á. Frábær skipting sem breytti leiknum. KR-ingar skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla í byrjun síðari hálfleiksins en fyrsta markið gerði Emil Atlason eftir góða sókn. Kjartan Henry Finnbogason setti svo annað markið úr vítaspyrnu. Það var svo títtnefndur Kjartan Henry sem kláraði leikinn á 89. með öðru marki sínu. Tveir gjörólikir hálfleikar en KR-ingar voru skelfilegir í þeim fyrri en mjög góðir í þeim seinni. Akkúrat öfugt við Keflvíkingana. Munurinn var að það komu mörk þegar KR-ingar spýttu í en Keflvíkingum gekk ekki að koma boltanum í netið þegar þeir voru við stjórnvölin. KR-ingar því með kærkominn sigur eftir dapurt gengi að undanförnu en staða Keflavíkur er sem fyrr grafalvarleg. Liðið er á botni deildarinnar eftir umferð kvöldsins.Aron Bjarki: Fékk loksins séns í miðverðinum„Þetta var frábært í kvöld. Það var mjög ánægjulegt að fá sigur eftir nokkuð erfiða leiki að undanförnu. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel í þessum leik en mér fannst við taka öll völdin þegar leið aðeins á þetta. Við kláruðum svo síðari hálfleikinn með stæl," sagði Aron Bjarki. „Ég var mjög sáttur með minn leik. Ég fékk loksins séns í miðverðinum, ég er búinn að bíða lengi eftir því þannig að ég er mjög sáttur. Við vorum ekkert að örvænta eftir úrslit síðustu leikja. Það var mikið talað um þreytumerki og slíkt á liðinu en mér fannst við afsanna það í þessum leik. Við erum alls ekkert búnir á því," sagði Aron Bjarki Jósepsson, maður leiksins, í leikslok.Rúnar: Hrikalega ánægjuleg þrjú stig„Ég er hrikalega ánægður með að ná í þrjú stig hérna. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleiknum, Keflvíkingarnir léku gríðarlega vel, sóttu hátt upp á völlinn og voru okkur til vandræða. Ég var ánægður með að ná að halda þessu markalausu þegar flautað var til hálfleiks," sagði Rúnar. „Við gerðum tvær breytingar í hálfleiknum. Atli var nálægt því að vera rekinn útaf í fyrri hálfleiknum þannig að við ákváðum að breyta til. Bjaldur og Kjartan komu vel inn í leikinn og skiluðu sínu fyrir liðið," „Það var mjög ánægjulegt að ná sigrinum og nú þurfum við að rífa okkur upp fyrir bikarleik gegn Stjörnunni í vikunni. Við þurfum að spila betur ef við ætlum okkur að ná eitthvað úr þeim leik," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok.Kristján: Ein leið hjá okkur og hún er upp á við„Það gekk ekki hjá okkur að skora í fyrri hálfleiknum. Ég var mjög ánægður með hann hjá okkur en við hefðum átt að koma boltanum í netið. Við vorum hættulegir en það vantaði herslumuninn upp á," sagði Kristján. „Við fengum mikið sjálfstraust eftir fyrri hálfleikinn og brenndum okkur kannski aðeins á því að vera of ákafir eftir hann. Við vorum hinsvegar mjög óheppnir í seinni hálfleiknum á þessum stutta kafla sem þeir skora tvö mörk og gera okkur erfitt fyrir í kjölfarið," bætti Kristján við. „Ég sé heilmikil batamerki á liðinu frá því í síðasta leik. Þessi leikur er vel spilaður hjá okkur. Það eru tíu mínútur sem skilja á milli. Við vorum að leggja áherslur á ákveðna hluti og þeir gengu fínt upp. Við erum að skapa okkur dauðafæri og eigum að skora í leiknum. Við vinnum okkur upp úr þessu enda er bara ein leið fyrir okkur í deildinni og hún er upp á við," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga í leikslok
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira