Karlalið Hauka í handbolta mun taka þátt í Evrópu keppni á næsta tímabili en eins og svo oft áður er erfitt fyrir lið að ná endum saman þegar kemur að þátttöku í Evrópukeppni.
Undanfarin ár hafa leikmenn sjálfir þurft að standa straumi af kostnaði liðsins og gert það með ýmsum fjáröflunarleiðum.
„Það er alveg himinn og haf á milli þess að taka þátt í Evrópukeppni í handbolta og síðan í fótbolta ,“ segir Matthías Árni Ingimarsson, leikmaður Hauka, í samtali við Vísi.
„Þetta hefur verið þannig hjá okkur í Haukum að við leikmenn sjáum um helming kostnaðarins og síðan sér klúbburinn um hinn helminginn.“
Ýmsar leiðir hafa verið farnar í fjáröflun Hafnfirðinga.
„Við höfum verið mikið í þessum hefðbundnu leiðum eins og sala á klósettpappír, happdrætti og sala á fiski.“
„Á síðasta tímabili gekk þetta allt saman upp og við náðum að safna fyrir okkar helmingi, veit svo sem ekkert hvernig fjárhagslega staðan var á hlutunum hjá klúbbnum sjálfum.“
„Þetta er mjög skemmtileg reynsla og þá sérstaklega fyrir yngri leikmenn liðsins sem hafa aldrei tekið þátt í Evrópukeppni.“
Leikmenn Hauka sjá um helming kostnaðar
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn