Þetta var erfiður hálftími Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2013 17:19 "Þeir sögðu að hún hefði hlaupið á línunni. Svo fór ég fram á að skoða myndbandið og þá kom í ljós að það var vonlaust að greina það á myndbandinu," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom langfyrst í mark í fyrri undanúrslitariðlinum í 800 metra hlaupi kvenna í dag. Gleðin birtist hins vegar í martröð þegar hún var dæmd úr keppni fyrir að stíga á línu. Sú ákvörðun reyndist hins vegar ekki á rökum reyst. „Það endaði á því að dómarinn dró þessa ákvörðun til baka," segir Gunnar Páll. Hann sagði að honum hefði ekki dottið í hug annað en að hlaupið hefði gengið að óskum. „Hún var miklu frískari í dag en í gær," sagði Gunnar Páll um Anítu sem hafði mikla yfirburði í hlaupinu. Hún á besta tíma allra keppenda sem komnir eru í úrslit og töluverðar líkur á að Ísland eignist í fyrsta skipti heimsmeistara í frjálsum íþróttum. En hvað segir Gunnar Páll um væntingar landsmanna? „Það er ekkert öruggt en ég myndi segja að líkurnar væru meiri en fimmtíu prósent," segir Gunnar Páll. Hann segir annan eþíópíska hlauparann líklegan til að standa sig vel en annars sé Aníta til alls vís. „Svo getur auðvitað alltaf einhver komið á óvart," segir Gunnar Páll. Hann viðurkennir þó að líkurnar á sigri séu mjög góðar. Hlauparar mega ekki stíga á línuna fyrstu 100 metrana af 800 metra hlaupi. Þá hlaupa þeir á sinni braut en svo mega þeir nýta allar brautirnar. Gunnar Páll sagði að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að hún stigi á línuna í úrslitahlaupinu. „Nei, ég sagði henni að það væri samt betra að gera það hér en seinna á heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum fullorðinna í framtíðinni," segir Gunnar Páll léttur. Hann sagðist ekki hafa trú á að hún myndi nokkurn tímann í framtíðinni stíga á línuna eftir þessa reynslu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Sjá meira
"Þeir sögðu að hún hefði hlaupið á línunni. Svo fór ég fram á að skoða myndbandið og þá kom í ljós að það var vonlaust að greina það á myndbandinu," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom langfyrst í mark í fyrri undanúrslitariðlinum í 800 metra hlaupi kvenna í dag. Gleðin birtist hins vegar í martröð þegar hún var dæmd úr keppni fyrir að stíga á línu. Sú ákvörðun reyndist hins vegar ekki á rökum reyst. „Það endaði á því að dómarinn dró þessa ákvörðun til baka," segir Gunnar Páll. Hann sagði að honum hefði ekki dottið í hug annað en að hlaupið hefði gengið að óskum. „Hún var miklu frískari í dag en í gær," sagði Gunnar Páll um Anítu sem hafði mikla yfirburði í hlaupinu. Hún á besta tíma allra keppenda sem komnir eru í úrslit og töluverðar líkur á að Ísland eignist í fyrsta skipti heimsmeistara í frjálsum íþróttum. En hvað segir Gunnar Páll um væntingar landsmanna? „Það er ekkert öruggt en ég myndi segja að líkurnar væru meiri en fimmtíu prósent," segir Gunnar Páll. Hann segir annan eþíópíska hlauparann líklegan til að standa sig vel en annars sé Aníta til alls vís. „Svo getur auðvitað alltaf einhver komið á óvart," segir Gunnar Páll. Hann viðurkennir þó að líkurnar á sigri séu mjög góðar. Hlauparar mega ekki stíga á línuna fyrstu 100 metrana af 800 metra hlaupi. Þá hlaupa þeir á sinni braut en svo mega þeir nýta allar brautirnar. Gunnar Páll sagði að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að hún stigi á línuna í úrslitahlaupinu. „Nei, ég sagði henni að það væri samt betra að gera það hér en seinna á heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum fullorðinna í framtíðinni," segir Gunnar Páll léttur. Hann sagðist ekki hafa trú á að hún myndi nokkurn tímann í framtíðinni stíga á línuna eftir þessa reynslu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Sjá meira