Vön stimpingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2013 15:04 Nordicphotos/Getty „Þetta var bara mjög gaman," sagði Aníta Hinriksdóttir, hógværðin uppmáluð í samtali við Vísi, eftir að hafa verið krýnd heimsmeistari í 800 metra hlaupi ungmenna í Donetsk í Úkraínu. Aníta var virkaði vel stemmd fyrir hlaupið. Hún brosti upp í stúku og virtist í góðum málum. „Mér leið alveg rosalega vel fyrir hlaupið. Ég fann það strax í upphituninni og var því lítið stressuð," segir Aníta. Hún tók undir að fyrri hringurinn hefði verið mjög hraður og sagði það koma til að hlauparar hefðu verið taugaóstyrkir. Því hefðu þeir hlaupið hraðar. „Við vorum búin að stefna á að toppa hérna þannig að það er mjög skemmtilegt að þetta gekk upp," segir Aníta sem hafði töluverða yfirburði í hlaupinu. Svo virtist sem keppendur nánast ýttu hver við öðrum að loknum fyrri hring þegar Aníta bjó sig undir að taka á rás. Hlaupakonan kiptti sér lítið upp við það. „Það voru smá stimpingar. En maður er vanur því. Það setti mig ekkert útaf laginu," segir ÍR-ingurinn fótfrái. Aníta sagði það hafa verið mjög skemmtilegt að stíga á verðlaunapall og hlýða á þjóðsöng Íslands. Aníta var á leið í lyfjapróf þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún gekkst einnig undir lyfjapróf eftir hlaup sitt í undanúrslitum en þar sem Aníta setti mótsmet var hún skikkuð í próf að nýju. Aðspurð hvort hún væri stressuð fyrir lyfjaprófið sagði Aníta afslöppuð: „Nei nei. Ég drekk bara nóg vatn." Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hér má sjá upptöku af hlaupi Anítu Aníta Hinriksdóttir varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi en keppt var í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 14:22 Aníta heimsmeistari Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 00:01 "Aníta er í skýjunum" "Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur. 14. júlí 2013 14:10 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Fleiri fréttir Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Sjá meira
„Þetta var bara mjög gaman," sagði Aníta Hinriksdóttir, hógværðin uppmáluð í samtali við Vísi, eftir að hafa verið krýnd heimsmeistari í 800 metra hlaupi ungmenna í Donetsk í Úkraínu. Aníta var virkaði vel stemmd fyrir hlaupið. Hún brosti upp í stúku og virtist í góðum málum. „Mér leið alveg rosalega vel fyrir hlaupið. Ég fann það strax í upphituninni og var því lítið stressuð," segir Aníta. Hún tók undir að fyrri hringurinn hefði verið mjög hraður og sagði það koma til að hlauparar hefðu verið taugaóstyrkir. Því hefðu þeir hlaupið hraðar. „Við vorum búin að stefna á að toppa hérna þannig að það er mjög skemmtilegt að þetta gekk upp," segir Aníta sem hafði töluverða yfirburði í hlaupinu. Svo virtist sem keppendur nánast ýttu hver við öðrum að loknum fyrri hring þegar Aníta bjó sig undir að taka á rás. Hlaupakonan kiptti sér lítið upp við það. „Það voru smá stimpingar. En maður er vanur því. Það setti mig ekkert útaf laginu," segir ÍR-ingurinn fótfrái. Aníta sagði það hafa verið mjög skemmtilegt að stíga á verðlaunapall og hlýða á þjóðsöng Íslands. Aníta var á leið í lyfjapróf þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún gekkst einnig undir lyfjapróf eftir hlaup sitt í undanúrslitum en þar sem Aníta setti mótsmet var hún skikkuð í próf að nýju. Aðspurð hvort hún væri stressuð fyrir lyfjaprófið sagði Aníta afslöppuð: „Nei nei. Ég drekk bara nóg vatn."
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hér má sjá upptöku af hlaupi Anítu Aníta Hinriksdóttir varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi en keppt var í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 14:22 Aníta heimsmeistari Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 00:01 "Aníta er í skýjunum" "Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur. 14. júlí 2013 14:10 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Fleiri fréttir Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Sjá meira
Hér má sjá upptöku af hlaupi Anítu Aníta Hinriksdóttir varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi en keppt var í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 14:22
Aníta heimsmeistari Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 00:01
"Aníta er í skýjunum" "Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur. 14. júlí 2013 14:10