Aron Heiðar Guðmundsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu.
Aron Heiðar er fæddur árið 1991 og því á 22. aldursári. Hann kemur úr Þrótti þar sem hann er uppalinn en Aron Heiðar lék einnig um tíma í Val.
Aron er hávaxinn og leikur aðallega sem leikstjórnandi. Hann var langmarkahæsti leikmaður Þróttar á seinustu leiktíð með 98 mörk.
Í tilkynningu frá Gróttu segir að Aron Heiðar sé glæsileg viðbót við ungt og efnilegt lið Gróttu. Hann sé feikilega öflugur leikstjórnandi og skotviss. Hann sé auk þess mikil og góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur félagsins.
Aron Heiðar í Gróttu

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn


Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn