Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir þátttöku á HM í frjálsum í Moskvu sem fram 10. til 18. ágúst næstkomandi.
Ásdís ákvað að taka ekki boði um að vera með á móti í París í Frakklandi á laugardaginn en mótið var hluti af Demantamótaröðinni.Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Ásdísar.
„Ég átti góða æfingaviku. Því miður varð ég að hafna óvæntu boði um að keppa á Demantamótaröðinni í París á laugardaginn. Moskva er í forgangi og við höldum okkur við okkar áætlun," skrifaði Ásdís inn á fésbókarsíðu sína.
Ásdís hefur tekið þátt í tveimur Demantamótum á þessu ári. Hún varð í 8. sæti í New York í maí (56.90 metrar) og í 9. sæti í Róm í júní (58.67 metrar).
Ásdís hafnaði þátttöku á Demantamóti í París
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn