Hernandez bendlaður við tvöfalt morð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2013 23:30 Aaron Hernandez eftir handtökuna í gær. Mynd/AP NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez virðist eiga langa fangelsisvist fyrir höndum en hann var í gær ákærður fyrir morð. Hernandez var rekinn frá liði sínu, New England Patriots, skömmu eftir að hann var handtekinn í gær en hann hefur verið einn af allra bestu innherjum deildarinnar. Í dag greindu svo bandarískir fjölmiðlar frá því að lögreglan væri að kanna mögulegan þátt Hernandez í máli þar sem tveir voru myrtir í Boston á síðasta ári. Málið er enn óupplýst en þrír menn urðu þá fyrir skotárás úr bíl á ferð. Tveir létust samstundis en sá þriðji komst af. Lögreglan í Boston hefur neitað að upplýsa hvort að Hernandez sé grunaður um verknaðinn en fjölmiðlar ytra greina frá því að málin tvö séu mögulega tengd. Í síðustu viku fannst hinn 27 ára gamli Odin Lloyd látinn skammt frá heimili Hernandez. Fljótlega beindist rannsókn lögreglunnar að Hernandez sem taldist vinur Lloyd. Hernandez var leiddur fyrir dómara í gær þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum sem honum voru birtar. Dómari neitaði að láta hann lausan gegn tryggingu og sagði saksóknara hafa sterkt mál í höndunum. Saksóknari heldur því fram að Hernandez hafi ásamt tveimur öðrum sótt Lloyd á heimili sitt og keyrt með hann á mannlaust byggingarsvæði. Þar mun Hernandez hafa skotið Lloyd til bana og myrt hann af yfirlögðu ráði. Lloyd mun mögulega hafa búið yfir vitneskju um áðurnefnda skotárás sem átti sér stað, eftir því sem kemur fram í fréttaflutningi ytra. Enn fremur sást til Hernandez í slagsmálum á næturklúbbi í Boston aðeins fáeinum klukkustundum áður en skotárásin átti sér stað skammt undan. NFL Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez virðist eiga langa fangelsisvist fyrir höndum en hann var í gær ákærður fyrir morð. Hernandez var rekinn frá liði sínu, New England Patriots, skömmu eftir að hann var handtekinn í gær en hann hefur verið einn af allra bestu innherjum deildarinnar. Í dag greindu svo bandarískir fjölmiðlar frá því að lögreglan væri að kanna mögulegan þátt Hernandez í máli þar sem tveir voru myrtir í Boston á síðasta ári. Málið er enn óupplýst en þrír menn urðu þá fyrir skotárás úr bíl á ferð. Tveir létust samstundis en sá þriðji komst af. Lögreglan í Boston hefur neitað að upplýsa hvort að Hernandez sé grunaður um verknaðinn en fjölmiðlar ytra greina frá því að málin tvö séu mögulega tengd. Í síðustu viku fannst hinn 27 ára gamli Odin Lloyd látinn skammt frá heimili Hernandez. Fljótlega beindist rannsókn lögreglunnar að Hernandez sem taldist vinur Lloyd. Hernandez var leiddur fyrir dómara í gær þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum sem honum voru birtar. Dómari neitaði að láta hann lausan gegn tryggingu og sagði saksóknara hafa sterkt mál í höndunum. Saksóknari heldur því fram að Hernandez hafi ásamt tveimur öðrum sótt Lloyd á heimili sitt og keyrt með hann á mannlaust byggingarsvæði. Þar mun Hernandez hafa skotið Lloyd til bana og myrt hann af yfirlögðu ráði. Lloyd mun mögulega hafa búið yfir vitneskju um áðurnefnda skotárás sem átti sér stað, eftir því sem kemur fram í fréttaflutningi ytra. Enn fremur sást til Hernandez í slagsmálum á næturklúbbi í Boston aðeins fáeinum klukkustundum áður en skotárásin átti sér stað skammt undan.
NFL Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira