New England Patriots gerir nú allt til að slíta tengslin við Aaron Hernandez, fyrrum leikmann félagsins, sem hefur verið ákærður fyrir morð.
Félagið býður nú stuðningsmönnum sínum að skipta út treyjum merktum Hernandez fyrir treyju annars leikmanns. Skilyrðið er að treyjan hafi verið keypt í verslun félagsins í Foxborough.
„Börnum finnst mjög gaman að klæðast Patriots-treyjum og við skiljum vel ef foreldrar þeirra vilji ekki að þau klæðist treyjum merktum Hernandez,“ sagði talsmaður Patriots í dag.
Hernandez var handtekinn og ákærður í vikunni en honum er gefið að sök að hafa myrt Odin Lloyd, 27 ára karlmann. Bandarískir fjölmiðlar greindu svo frá því í gær að hann sé nú bendlaður við tvöfalt morð sem átti sér stað í Boston í fyrra.
Bjóðast til að skipta út Hernandez-treyjum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti



Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti


„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn