Ginobili og Green fóru á kostum | San Antonio yfir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2013 10:37 San Antonio vann gríðarlega mikilvægan sigur á Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og náði þar með 3-2 forystu í rimmunni. San Antonio vann tíu stiga sigur, 114-104, eftir að hafa haft yfirhöndina lengst af í leiknum. Hetja leiksins var enginn annar en Argentínumaðurinn Manu Ginobili en hann hafði verið harkalega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í seríunni til þessa. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, brást við með því að setja Ginobili í byrjunarliðið sitt í fyrsta sinn á tímabilinu og Argentínumaðurinn fór á flug. Hann var með tvöfalda tvennu í leiknum - 24 stig og tíu stoðsendingar á þeim 33 mínútum sem hann spilaði. Þetta var stigahæsti leikur hans á tímabilinu til þessa. Þess má geta að Ginobili var með samanlagt sautján stig og níu stoðsendingar í síðustu þremur leikjum San Antonio á undan.Danny Green fór einnig á kostum í nótt og bætt met Ray Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í lokaúrslitum. Green setti niður sex þrista í tíu tilraunum í nótt en alls hefur hann skorað 25 þriggja stiga körfur í lokaúrslitunum til þessa. Þess má geta að Allen spilar nú með Miami og átti mjög góðan leik í nótt - hann skoraði 21 stig og nýtti öll fjögur þriggja stiga skot sín í leiknum. Þetta var mögulega síðasti heimaleikur stóra þríeyksins í San Antonio - þeirra Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili. Þessir þrír hafa átt mjög ríkan þátt í velgengni liðsins í gegnum tíðina og nú er það aðeins einum sigri frá meistaratitlinum. En nú fer serían aftur til Miami. „Ég var reiður. Frammistaðan hafði valdið mér vonbrigðum,“ sagði Manu Ginobili eftir leik. „Þetta eru lokaúrslitin, staðan var 2-2, og mér fannst ég ekki hafa lagt neitt á vogarskálar míns liðs. Það var mjög pirrandi.“Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio í nótt og var stigahæstur. Tim Duncan var með sautján stig og tólf fráköst. Skotnýting San Antonio var meira en 60 prósent en það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem lið nær því í lokaúrslitum. LeBrom James og Dwyane Wade voru með 25 stig hvor fyrir Miami sem þarf nú að vinna á aðfaranótt miðvikudags til að þvinga fram oddaleik. Hann færi þá fram á fimmtudagskvöldið. Miami er ríkjandi meistari en San Antonio hefur unnið titilinn alls fjórum sinnum, fyrst árið 1999. Þá var Tim Duncan í liðinu en þeir Parker og Ginobili komu síðar og tóku þátt í hinum þremur sigrunum - 2003, 2005 og 2007. NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Sjá meira
San Antonio vann gríðarlega mikilvægan sigur á Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og náði þar með 3-2 forystu í rimmunni. San Antonio vann tíu stiga sigur, 114-104, eftir að hafa haft yfirhöndina lengst af í leiknum. Hetja leiksins var enginn annar en Argentínumaðurinn Manu Ginobili en hann hafði verið harkalega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í seríunni til þessa. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, brást við með því að setja Ginobili í byrjunarliðið sitt í fyrsta sinn á tímabilinu og Argentínumaðurinn fór á flug. Hann var með tvöfalda tvennu í leiknum - 24 stig og tíu stoðsendingar á þeim 33 mínútum sem hann spilaði. Þetta var stigahæsti leikur hans á tímabilinu til þessa. Þess má geta að Ginobili var með samanlagt sautján stig og níu stoðsendingar í síðustu þremur leikjum San Antonio á undan.Danny Green fór einnig á kostum í nótt og bætt met Ray Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í lokaúrslitum. Green setti niður sex þrista í tíu tilraunum í nótt en alls hefur hann skorað 25 þriggja stiga körfur í lokaúrslitunum til þessa. Þess má geta að Allen spilar nú með Miami og átti mjög góðan leik í nótt - hann skoraði 21 stig og nýtti öll fjögur þriggja stiga skot sín í leiknum. Þetta var mögulega síðasti heimaleikur stóra þríeyksins í San Antonio - þeirra Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili. Þessir þrír hafa átt mjög ríkan þátt í velgengni liðsins í gegnum tíðina og nú er það aðeins einum sigri frá meistaratitlinum. En nú fer serían aftur til Miami. „Ég var reiður. Frammistaðan hafði valdið mér vonbrigðum,“ sagði Manu Ginobili eftir leik. „Þetta eru lokaúrslitin, staðan var 2-2, og mér fannst ég ekki hafa lagt neitt á vogarskálar míns liðs. Það var mjög pirrandi.“Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio í nótt og var stigahæstur. Tim Duncan var með sautján stig og tólf fráköst. Skotnýting San Antonio var meira en 60 prósent en það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem lið nær því í lokaúrslitum. LeBrom James og Dwyane Wade voru með 25 stig hvor fyrir Miami sem þarf nú að vinna á aðfaranótt miðvikudags til að þvinga fram oddaleik. Hann færi þá fram á fimmtudagskvöldið. Miami er ríkjandi meistari en San Antonio hefur unnið titilinn alls fjórum sinnum, fyrst árið 1999. Þá var Tim Duncan í liðinu en þeir Parker og Ginobili komu síðar og tóku þátt í hinum þremur sigrunum - 2003, 2005 og 2007.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn