Ferðarit Crymogeu um víða veröld Bergsteinn Sigurðsson skrifar 19. júní 2013 16:51 Kristján B. Jónasson, eigandi Crymogeu, sem tekur þátt í útgáfu ritraðarinnar 22 Places víðsvegar um Evrópu og undirbýr útgáfu stórrar bókar um Norðurlönd í Japan. „Frá upphafi hefur verið unnið að því hér á útgáfunni að koma stóru alþjóðlegu verkefni á koppinn svo reksturinn standi ekki bara á innlenda fætinum,“ segir Kristján B. Jónasson, eigandi forlagsins Crymogeu. Frá árinu 2010 hefur forlagið þróað línu ferðabóka sem ber yfirskriftina 22 Places. Hver bók er tileinkuð ákveðnu landi og inniheldur myndir og texta um 22 staði sem ferðamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Ljósmyndir taka Vigfús Birgisson og Páll Stefánsson en Jonas Moody, Eliza Reid og Nic Cavell rita texta. „Við byrjuðum á einni bók um Ísland en seldum fljótlega National Geographic í Þýskalandi hugmyndina um að gefa út fimm bækur um öll Norðurlöndin,“ segir Kristján. „Í framhaldinu náðum við samningum við stærstu útgáfu Finnlands, WSOY, og stærstu útgáfu Svíþjóðar, Bonnier.“ Alls hafa verið prentaðar 50 þúsund bækur um fimm Norðurlönd. Þær fást í Þýskalandi, Sviss og Austurríki á þýsku en eru seldar á ensku í Svíþjóð og Finnlandi. Bók um Færeyjar er væntanleg, auk þess sem bókin um Noreg er væntanleg á markað þar í landi á ensku. Portúgalskur útgefandi hefur keypt réttinn að bókinni um Noreg og ætlar að gefa hana út á portúgölsku í samvinnu við norsk stjórnvöld til að kynna Noreg um allan hinn portúgölskumælandi heim. Crymogea vinnur nú að gerð stórrar bókar fyrir National Geographic í Japan sem nefnist „111 Places You Absolutely Must See in Scandinavia“. Kristján segir það hafa verið kostnaðarsamt að koma verkefninu á laggirnar en upprunalegar áætlanir hafi engu að síður gengið upp. „Kostnaðurinn skilar sér á næstu tveimur árum með endurprentunum og endurútgáfum. Eftir því sem við söfnum upp meira efni aukast möguleikarnir á verkefnum á borð við það japanska, þar sem við erum í rauninni að endurpakka efni sem við eigum nú þegar til, eða við getum gefið út stærri rit.“ Möguleikarnir eru ekki bara bundnir við bókaútgáfu, að mati Kristjáns. „Markmiðið er að koma upp gagnabanka um hvern og einn stað og þétta hann með tíð og tíma. Það eru síðan til alls kyns leiðir til að miðla því efni, hvort heldur er á netsíðum eða með einhvers konar appi. Það er hægt að þróa þetta í ýmsar áttir en fyrst um sinn ætlum við að einbeita okkur að bókamarkaðnum.“ Væntanlegar eru fleiri bækur í 22 Places í ritröðinni árin 2014 og 2015. Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Frá upphafi hefur verið unnið að því hér á útgáfunni að koma stóru alþjóðlegu verkefni á koppinn svo reksturinn standi ekki bara á innlenda fætinum,“ segir Kristján B. Jónasson, eigandi forlagsins Crymogeu. Frá árinu 2010 hefur forlagið þróað línu ferðabóka sem ber yfirskriftina 22 Places. Hver bók er tileinkuð ákveðnu landi og inniheldur myndir og texta um 22 staði sem ferðamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Ljósmyndir taka Vigfús Birgisson og Páll Stefánsson en Jonas Moody, Eliza Reid og Nic Cavell rita texta. „Við byrjuðum á einni bók um Ísland en seldum fljótlega National Geographic í Þýskalandi hugmyndina um að gefa út fimm bækur um öll Norðurlöndin,“ segir Kristján. „Í framhaldinu náðum við samningum við stærstu útgáfu Finnlands, WSOY, og stærstu útgáfu Svíþjóðar, Bonnier.“ Alls hafa verið prentaðar 50 þúsund bækur um fimm Norðurlönd. Þær fást í Þýskalandi, Sviss og Austurríki á þýsku en eru seldar á ensku í Svíþjóð og Finnlandi. Bók um Færeyjar er væntanleg, auk þess sem bókin um Noreg er væntanleg á markað þar í landi á ensku. Portúgalskur útgefandi hefur keypt réttinn að bókinni um Noreg og ætlar að gefa hana út á portúgölsku í samvinnu við norsk stjórnvöld til að kynna Noreg um allan hinn portúgölskumælandi heim. Crymogea vinnur nú að gerð stórrar bókar fyrir National Geographic í Japan sem nefnist „111 Places You Absolutely Must See in Scandinavia“. Kristján segir það hafa verið kostnaðarsamt að koma verkefninu á laggirnar en upprunalegar áætlanir hafi engu að síður gengið upp. „Kostnaðurinn skilar sér á næstu tveimur árum með endurprentunum og endurútgáfum. Eftir því sem við söfnum upp meira efni aukast möguleikarnir á verkefnum á borð við það japanska, þar sem við erum í rauninni að endurpakka efni sem við eigum nú þegar til, eða við getum gefið út stærri rit.“ Möguleikarnir eru ekki bara bundnir við bókaútgáfu, að mati Kristjáns. „Markmiðið er að koma upp gagnabanka um hvern og einn stað og þétta hann með tíð og tíma. Það eru síðan til alls kyns leiðir til að miðla því efni, hvort heldur er á netsíðum eða með einhvers konar appi. Það er hægt að þróa þetta í ýmsar áttir en fyrst um sinn ætlum við að einbeita okkur að bókamarkaðnum.“ Væntanlegar eru fleiri bækur í 22 Places í ritröðinni árin 2014 og 2015.
Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira