Handknattleiksmaðurinn Valdimar Fannar Þórsson hefur gengið til liðs við FH en hann yfirgefur herbúðir Vals.
Þetta verður mikill liðsstyrkur fyrir Fimleikafélagið í komandi átökum í N1-deild karla á næsta tímabilið en FH komst í undanúrslit á nýafstöðnu móti.
Valdimar gerði tveggja ára samning við félagið en þessi 33 ára miðjumaður hefur verið á mála hjá Val undanfarinn þrjú tímabil.

