Besta sýning á jörðinni Baldur Beck skrifar 27. maí 2013 23:30 LeBron James og Paul George. Nordicphotos/Getty Það er ekki við Indiana að sakast en Miami er nú mætt í úrslitakeppnina árið 2013. Miami vélin þurfti smá ræsingarúða eins og gamall Nalli, en naumur sigur í fyrsta leik og tap í öðrum gegn Pacers á heimavelli var það eina sem þurfti. Þetta er Miami - liðið sem var óstöðvandi í deildinni í vetur og liðið sem við áttum von á að sjá eins og bremsulausa jarðýtu í úrslitakeppninni. Þarna er það. Þriðji leikur Miami og Indiana í gær var ekki mjög spennandi, slíkir voru yfirburðir gestanna, en það var samt unun að horfa á það hvernig Miami hakkaði allt í sig sem Indiana reyndi að setja fyrir það. Ekkert lið vinnur Miami þegar stjörnurnar eru rétt stilltar og fá í þokkabót hjálp frá öllum aukaleikurunum. Aumingja Indiana ef þetta heldur svona áfram. Hætt við að þetta tap í gær hafi slegið úr þeim eitthvað af tönnunum. Það var alveg sama hvað þeir reyndu, allt kom fyrir ekki. Við erum búin að segja ykkur allt um LeBron James og þurfum ekki að segja meira um hann í bili, en þessum snillingi er enn að takast að lyfta leik sínum á hærra plan. Við verðum að deila með ykkur stuttu myndbroti sem fangar svo fullkomlega af hverju við elskum körfubolta. Myndbrotið hér fyrir neðan er úr leik tvö hjá Miami og Indiana. Ungstirni dagsins í dag, Paul George hjá Indiana, byrjar þar á því að HAMRA boltanum í andlitið á Fuglamanninum Chris Andersen, en LeBron James lætur það ekkert á sig fá, brunar upp völlinn og setur niður langan þrist í andlitið á honum til baka. Eftir þetta sjáið þið að þeir James og George skiptast á einhverjum pillum og í síðustu endurtekningunni, í blálokin á myndbrotinu, sérðu þá takast í hendur, brosa og halda hvor í sína áttina í lok leikhlutans. Þetta er gæsahúðaraugnablik af bestu gerð. Þetta er ástæðan fyrir því að körfubolti er fallegasta íþrótt í heimi að okkar mati.Baldur Beck lýsir leikjum í NBA-deildinni á Stöð 2 Sport. Hann heldur úti vefsíðunni NBA Ísland.Sjá hér. NBA Tengdar fréttir Miami valtaði yfir Indiana Meistarar Miami Heat svöruðu heldur betur fyrir sig í nótt í rimmu sinni gegn Indiana í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar. 27. maí 2013 08:50 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira
Það er ekki við Indiana að sakast en Miami er nú mætt í úrslitakeppnina árið 2013. Miami vélin þurfti smá ræsingarúða eins og gamall Nalli, en naumur sigur í fyrsta leik og tap í öðrum gegn Pacers á heimavelli var það eina sem þurfti. Þetta er Miami - liðið sem var óstöðvandi í deildinni í vetur og liðið sem við áttum von á að sjá eins og bremsulausa jarðýtu í úrslitakeppninni. Þarna er það. Þriðji leikur Miami og Indiana í gær var ekki mjög spennandi, slíkir voru yfirburðir gestanna, en það var samt unun að horfa á það hvernig Miami hakkaði allt í sig sem Indiana reyndi að setja fyrir það. Ekkert lið vinnur Miami þegar stjörnurnar eru rétt stilltar og fá í þokkabót hjálp frá öllum aukaleikurunum. Aumingja Indiana ef þetta heldur svona áfram. Hætt við að þetta tap í gær hafi slegið úr þeim eitthvað af tönnunum. Það var alveg sama hvað þeir reyndu, allt kom fyrir ekki. Við erum búin að segja ykkur allt um LeBron James og þurfum ekki að segja meira um hann í bili, en þessum snillingi er enn að takast að lyfta leik sínum á hærra plan. Við verðum að deila með ykkur stuttu myndbroti sem fangar svo fullkomlega af hverju við elskum körfubolta. Myndbrotið hér fyrir neðan er úr leik tvö hjá Miami og Indiana. Ungstirni dagsins í dag, Paul George hjá Indiana, byrjar þar á því að HAMRA boltanum í andlitið á Fuglamanninum Chris Andersen, en LeBron James lætur það ekkert á sig fá, brunar upp völlinn og setur niður langan þrist í andlitið á honum til baka. Eftir þetta sjáið þið að þeir James og George skiptast á einhverjum pillum og í síðustu endurtekningunni, í blálokin á myndbrotinu, sérðu þá takast í hendur, brosa og halda hvor í sína áttina í lok leikhlutans. Þetta er gæsahúðaraugnablik af bestu gerð. Þetta er ástæðan fyrir því að körfubolti er fallegasta íþrótt í heimi að okkar mati.Baldur Beck lýsir leikjum í NBA-deildinni á Stöð 2 Sport. Hann heldur úti vefsíðunni NBA Ísland.Sjá hér.
NBA Tengdar fréttir Miami valtaði yfir Indiana Meistarar Miami Heat svöruðu heldur betur fyrir sig í nótt í rimmu sinni gegn Indiana í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar. 27. maí 2013 08:50 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira
Miami valtaði yfir Indiana Meistarar Miami Heat svöruðu heldur betur fyrir sig í nótt í rimmu sinni gegn Indiana í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar. 27. maí 2013 08:50