Aðferðir Sigmundar umdeildar Karen Kjartansdóttir skrifar 1. maí 2013 18:43 Málefnin eru ekki í stafrófsröð og undarlegt að formaður Framsóknar hafi valið þá leið til stjórnarmyndunarviðræðna, málefni séu með þessu sett á tilboðsmarkað. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir hins vegar að með þessu séu öllum sýnd virðing. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður fráfarandi velferðarráðherra, segir atburðarásina minna sig á Dallas. „Mér finnst að samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé eðlileg í kjölfar kosninganna. Þá hefði að réttu lagi formaður stærri flokksins, sem hefur fleiri atkvæði, átt að fá stjórnarmyndunarumboðið. Síðan gerist það að meirihluti vinstri flokkanna á þingi bendir á formann Framsóknarflokksins og það er auðvitað þingið sem ræður en vinstri flokkarnir geta auðvitað ekki ráðið hver er forsætisráðherra í samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og þar af leiðandi er komin upp sú staða að það hefði verið eðlilegast að formaður Framsóknarflokksins nýtti þetta til að endurvekja gömlu stjórnina undir forustu sinni. En í staðinn hefur hann kosið að fara í viðræður eftir stafrófsröð en mér finnst hann horfa fram hjá því að þyngd málefna fer ekki eftir stafrófsröð og þetta virkar á mig eins og tilboðsmarkaður. Ég er ekki hrifinn af því að staðið sé að stjórnarmyndunarviðræðum með þeim hætti og skil mæta vel þá sem eru ekki tilbúnir að taka þátt í umræðum á slíkum grundvelli. Það er ekki ábyrgt að mínu mati,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn telur líkur á minnihlutastjórn mjög lítinn en það gæti verið snjallt af öðrum flokkunum að sameinast um að gefa Framsóknarflokknum tækifæri fram á haust til þess að koma fram með þau lagafrumvörp sem þarf til að hrinda áætlun þeirra í framkvæmd. „Þetta er auðvitað nýtt í íslenskri pólitík. Þegar Sigmundur Davíð fær umboðið þá sýnir hann öllum þá virðingu að tala við þá. Ég held að þetta boði bara gott. Því það getur orðið erfitt að mynda ríkisstjórn og hann opnar dyr til þeirra og auðvitað nýtur meiri virðingar þeirra í framhaldinu,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknar. Guðni telur að nauðsynlegt sé að mynda þingræðisstjórn í stöðunni. „Og ég trúi auðvitað að Sigmundur Davíð myndi í framhaldinu stjórn með Sjálfstæðisflokknum um sterk málefni og hér fari hljól atvinnulífsins að snúast. Heimilunum verði bjargað, brottfluttir Íslendinga flytjist heim þannig verkefnin eru ærin og ábyrgð þeirra er mikil og mér finnst þetta góð byrjun hjá þessari æskusveit sem nú stýrir öllum flokkum í landinu að tala saman af virðingu og að kosningum loknum,“ segir GuðniAnna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar fráfarandi velferðarráðherra segir að niðurstöður kosninganna sýni að ekki sé verið að kalla eftir Samfylkingunni í ríkisstjórn. Líklegasta sé að þeir Sigmundur og Bjarni myndi hana. Aðspurð segist Anna Sigrún telja að einhver möguleiki sé á minnihlutastjórn. „Það er ekkert hægt að útliloka það. En það væri mjög óvenjulegt fyrir okkur en hins vegar hefur Sigmundur slegið mjög óvenjulegan tón og ef að hann vill marka spor í íslenskri stjórnmálasögu þá hefur aðeins byrjað á því með þessum hætti sem hann fer í stjórnarmyndunarviðræður núna,“ segir Anna Sigrún. Anna segir að reiðileg viðbrögð sjálfstæðismanna við viðræðum Sigmundar komi sér ekki á óvart miðað við hegðun þeirra í stjórnaandstöðu síðustu fjögur ár. Dallasþættirnir komi upp í hugann. „Sjálfstæðismenn hafa átt mjög erfitt með sig í stjórnarandstöðu og í raun eins og þeir telji flokkinn réttborinn til valda og svo gerist það að þjóðin ákveður að einhverjir aðrir stýri og þetta er nánast eins og vondur draumur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og nú eru þeir kannski að vakna upp af draumnum og þetta minnir mig dálítið á að það þegar Bobby kom ferskur úr sturtunni hér um árið og hafði verið fjarverandi ansi lengi og þá tók Pamela á móti honum og allt varð aftur gott en það sem gerist núna er að það er Sigmundur sem tekur á móti honum og hann bara skrúfar frá kalda vatninu.“ Kosningar 2013 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Málefnin eru ekki í stafrófsröð og undarlegt að formaður Framsóknar hafi valið þá leið til stjórnarmyndunarviðræðna, málefni séu með þessu sett á tilboðsmarkað. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir hins vegar að með þessu séu öllum sýnd virðing. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður fráfarandi velferðarráðherra, segir atburðarásina minna sig á Dallas. „Mér finnst að samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé eðlileg í kjölfar kosninganna. Þá hefði að réttu lagi formaður stærri flokksins, sem hefur fleiri atkvæði, átt að fá stjórnarmyndunarumboðið. Síðan gerist það að meirihluti vinstri flokkanna á þingi bendir á formann Framsóknarflokksins og það er auðvitað þingið sem ræður en vinstri flokkarnir geta auðvitað ekki ráðið hver er forsætisráðherra í samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og þar af leiðandi er komin upp sú staða að það hefði verið eðlilegast að formaður Framsóknarflokksins nýtti þetta til að endurvekja gömlu stjórnina undir forustu sinni. En í staðinn hefur hann kosið að fara í viðræður eftir stafrófsröð en mér finnst hann horfa fram hjá því að þyngd málefna fer ekki eftir stafrófsröð og þetta virkar á mig eins og tilboðsmarkaður. Ég er ekki hrifinn af því að staðið sé að stjórnarmyndunarviðræðum með þeim hætti og skil mæta vel þá sem eru ekki tilbúnir að taka þátt í umræðum á slíkum grundvelli. Það er ekki ábyrgt að mínu mati,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn telur líkur á minnihlutastjórn mjög lítinn en það gæti verið snjallt af öðrum flokkunum að sameinast um að gefa Framsóknarflokknum tækifæri fram á haust til þess að koma fram með þau lagafrumvörp sem þarf til að hrinda áætlun þeirra í framkvæmd. „Þetta er auðvitað nýtt í íslenskri pólitík. Þegar Sigmundur Davíð fær umboðið þá sýnir hann öllum þá virðingu að tala við þá. Ég held að þetta boði bara gott. Því það getur orðið erfitt að mynda ríkisstjórn og hann opnar dyr til þeirra og auðvitað nýtur meiri virðingar þeirra í framhaldinu,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknar. Guðni telur að nauðsynlegt sé að mynda þingræðisstjórn í stöðunni. „Og ég trúi auðvitað að Sigmundur Davíð myndi í framhaldinu stjórn með Sjálfstæðisflokknum um sterk málefni og hér fari hljól atvinnulífsins að snúast. Heimilunum verði bjargað, brottfluttir Íslendinga flytjist heim þannig verkefnin eru ærin og ábyrgð þeirra er mikil og mér finnst þetta góð byrjun hjá þessari æskusveit sem nú stýrir öllum flokkum í landinu að tala saman af virðingu og að kosningum loknum,“ segir GuðniAnna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar fráfarandi velferðarráðherra segir að niðurstöður kosninganna sýni að ekki sé verið að kalla eftir Samfylkingunni í ríkisstjórn. Líklegasta sé að þeir Sigmundur og Bjarni myndi hana. Aðspurð segist Anna Sigrún telja að einhver möguleiki sé á minnihlutastjórn. „Það er ekkert hægt að útliloka það. En það væri mjög óvenjulegt fyrir okkur en hins vegar hefur Sigmundur slegið mjög óvenjulegan tón og ef að hann vill marka spor í íslenskri stjórnmálasögu þá hefur aðeins byrjað á því með þessum hætti sem hann fer í stjórnarmyndunarviðræður núna,“ segir Anna Sigrún. Anna segir að reiðileg viðbrögð sjálfstæðismanna við viðræðum Sigmundar komi sér ekki á óvart miðað við hegðun þeirra í stjórnaandstöðu síðustu fjögur ár. Dallasþættirnir komi upp í hugann. „Sjálfstæðismenn hafa átt mjög erfitt með sig í stjórnarandstöðu og í raun eins og þeir telji flokkinn réttborinn til valda og svo gerist það að þjóðin ákveður að einhverjir aðrir stýri og þetta er nánast eins og vondur draumur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og nú eru þeir kannski að vakna upp af draumnum og þetta minnir mig dálítið á að það þegar Bobby kom ferskur úr sturtunni hér um árið og hafði verið fjarverandi ansi lengi og þá tók Pamela á móti honum og allt varð aftur gott en það sem gerist núna er að það er Sigmundur sem tekur á móti honum og hann bara skrúfar frá kalda vatninu.“
Kosningar 2013 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira