Mesta tap beggja stjórnarflokkanna í Suðurkjördæmi Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2013 11:30 Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, var bæjarstjóri í Garðinum þegar framkvæmdir hófust við álverið í Helguvík. Fylgistap Vinstri grænna í Suðurkjördæmi reyndist mesta afhroð alþingiskosninganna um síðustu helgi. Þessi útkoma VG í þessu eina kjördæmi sker sig úr og vekur ekki síst athygli í ljósi þess að það var ekki VG heldur Samfylkingin sem tapaði hlutfallega mest allra flokka yfir landið. Samfylkingin fékk í kosningunum yfir landið 43 prósent af fyrra fylgi meðan Vinstri grænir fengu 50 prósent af fyrra fylgi yfir landið. Mesta tap Samfylkingarinnar í einstökum kjördæmum varð einnig í Suðurkjördæmi, þar sem flokkurinn fékk aðeins 36 prósent af fyrra fylgi. Tap Vinstri grænna í Suðurkjördæmi reyndist enn meira, þar fékk VG aðeins 34 prósent af fyrra fylgi, eða 5,9 prósent atkvæða, miðað við 17,1 prósent árið 2009. Þriðja mesta tap kosninganna varð hjá VG í Norðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn fékk 37 prósent af fyrra fylgi. Umhugsunarvert er að báðir ríkisstjórnarflokkarnir skuli verða fyrir mesta fylgistapi sínu í Suðurkjördæmi. Kjördæmið hefur meðal annars þá sérstöðu að þar eru Suðurnes, þar sem atvinnuleysi hefur verið mest á landinu, og í kjördæminu eru einnig umdeildustu verkefnin sem tekist var á um í umræðum um stóriðju og rammaáætlun; Helguvík, Þjórsárvirkjanir og jarðhitasvæði Reykjanesfjallgarðs. Atkvæðafjöldi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi féll úr 7.541 atkvæði síðast niður í 2.734 atkvæði nú. Atkvæðafjöldi Vinstri grænna féll úr 4.615 atkvæðum niður í 1.581 atkvæði. Kosningar 2013 Tengdar fréttir Mesta fylgistap VG í kjördæmi Þjórsár og Helguvíkur Vinstri grænir fengu hlutfallslega minnst fylgi á landsvísu í Suðurkjördæmi, 5,9 prósent, og þar varð fylgistap flokksins hlutfallslega mest. 29. apríl 2013 11:38 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Fylgistap Vinstri grænna í Suðurkjördæmi reyndist mesta afhroð alþingiskosninganna um síðustu helgi. Þessi útkoma VG í þessu eina kjördæmi sker sig úr og vekur ekki síst athygli í ljósi þess að það var ekki VG heldur Samfylkingin sem tapaði hlutfallega mest allra flokka yfir landið. Samfylkingin fékk í kosningunum yfir landið 43 prósent af fyrra fylgi meðan Vinstri grænir fengu 50 prósent af fyrra fylgi yfir landið. Mesta tap Samfylkingarinnar í einstökum kjördæmum varð einnig í Suðurkjördæmi, þar sem flokkurinn fékk aðeins 36 prósent af fyrra fylgi. Tap Vinstri grænna í Suðurkjördæmi reyndist enn meira, þar fékk VG aðeins 34 prósent af fyrra fylgi, eða 5,9 prósent atkvæða, miðað við 17,1 prósent árið 2009. Þriðja mesta tap kosninganna varð hjá VG í Norðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn fékk 37 prósent af fyrra fylgi. Umhugsunarvert er að báðir ríkisstjórnarflokkarnir skuli verða fyrir mesta fylgistapi sínu í Suðurkjördæmi. Kjördæmið hefur meðal annars þá sérstöðu að þar eru Suðurnes, þar sem atvinnuleysi hefur verið mest á landinu, og í kjördæminu eru einnig umdeildustu verkefnin sem tekist var á um í umræðum um stóriðju og rammaáætlun; Helguvík, Þjórsárvirkjanir og jarðhitasvæði Reykjanesfjallgarðs. Atkvæðafjöldi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi féll úr 7.541 atkvæði síðast niður í 2.734 atkvæði nú. Atkvæðafjöldi Vinstri grænna féll úr 4.615 atkvæðum niður í 1.581 atkvæði.
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Mesta fylgistap VG í kjördæmi Þjórsár og Helguvíkur Vinstri grænir fengu hlutfallslega minnst fylgi á landsvísu í Suðurkjördæmi, 5,9 prósent, og þar varð fylgistap flokksins hlutfallslega mest. 29. apríl 2013 11:38 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Mesta fylgistap VG í kjördæmi Þjórsár og Helguvíkur Vinstri grænir fengu hlutfallslega minnst fylgi á landsvísu í Suðurkjördæmi, 5,9 prósent, og þar varð fylgistap flokksins hlutfallslega mest. 29. apríl 2013 11:38