Sigmundur ekki byrjaður í stjórnarmyndunarviðræðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. maí 2013 17:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Mynd/ Daníel. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ekki sé hægt að tala um það að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar með Sjálfstæðisflokknum, jafnvel þótt hann og Bjarni Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi hist í annað sinn í dag. Hann sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að aðalmálið væri að ná samstöðu um skuldamál heimilanna. Sigmundur er búinn að hitta forystumenn allra flokka einu sinni, nema Bjarna Benediktsson. Hann sagði að hann og Bjarni hefðu hist í dag vegna þess að Bjarni hafi verið áhugasamur um að fá upplýsingar um útfærslur og tölfræði á hugmyndum framsóknarmanna við úrlausn skuldamálanna. Á þessari stundu liggur ekkert fyrir um það með hverjum Sigmundur ætlar í eiginlegar viðræður. Hann sagðist vonast til þess að ekki liði á löngu þar til eiginlega stjórnarmyndunarviðræður myndu hefjast en menn yrðu að sýna því skilning að þær gætu tekið nokkurn tíma. Hann sagði að markmið sitt með því að heyra hljóðið í öllum hinum formönnum stjórnarflokkanna væri að fá tilfinningu fyrir því hvað þeim fyndist um verkefnin framundan og kanna hvort menn væru reiðubúnir að fara í alvöru viðræður um skuldamálin. „Vegna þess að það er til til lítils að fara í langar og miklar viðræður ef það er engin samstaða um skuldamálin," sagði hann. Í Financial Times í dag er frétt þar sem haft er eftir heimildarmanni blaðsins, sem þekkir til kröfuhafa þrotabúa íslensku bankanna, að þeir séu til í samninga um kröfur sínar við íslensk stjórnvöld. Sigmundur Davíð segir að fréttin hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er í samræmi við það sem við höfum talað um. Menn hlytu að vilja þetta og þetta hlyti að vera kröfuhöfum í hag,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þeir gera sér alveg grein fyrir því að þeir þurfa að gefa eftir, eins og við höfðum rætt í ksongingabaráttunni,“ segir hann. Kosningar 2013 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ekki sé hægt að tala um það að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar með Sjálfstæðisflokknum, jafnvel þótt hann og Bjarni Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi hist í annað sinn í dag. Hann sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að aðalmálið væri að ná samstöðu um skuldamál heimilanna. Sigmundur er búinn að hitta forystumenn allra flokka einu sinni, nema Bjarna Benediktsson. Hann sagði að hann og Bjarni hefðu hist í dag vegna þess að Bjarni hafi verið áhugasamur um að fá upplýsingar um útfærslur og tölfræði á hugmyndum framsóknarmanna við úrlausn skuldamálanna. Á þessari stundu liggur ekkert fyrir um það með hverjum Sigmundur ætlar í eiginlegar viðræður. Hann sagðist vonast til þess að ekki liði á löngu þar til eiginlega stjórnarmyndunarviðræður myndu hefjast en menn yrðu að sýna því skilning að þær gætu tekið nokkurn tíma. Hann sagði að markmið sitt með því að heyra hljóðið í öllum hinum formönnum stjórnarflokkanna væri að fá tilfinningu fyrir því hvað þeim fyndist um verkefnin framundan og kanna hvort menn væru reiðubúnir að fara í alvöru viðræður um skuldamálin. „Vegna þess að það er til til lítils að fara í langar og miklar viðræður ef það er engin samstaða um skuldamálin," sagði hann. Í Financial Times í dag er frétt þar sem haft er eftir heimildarmanni blaðsins, sem þekkir til kröfuhafa þrotabúa íslensku bankanna, að þeir séu til í samninga um kröfur sínar við íslensk stjórnvöld. Sigmundur Davíð segir að fréttin hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er í samræmi við það sem við höfum talað um. Menn hlytu að vilja þetta og þetta hlyti að vera kröfuhöfum í hag,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þeir gera sér alveg grein fyrir því að þeir þurfa að gefa eftir, eins og við höfðum rætt í ksongingabaráttunni,“ segir hann.
Kosningar 2013 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira