Rammi Reykjavíkur Líf Magneudóttir skrifar 7. maí 2013 11:04 Sveitarfélög gegna þýðingarmiklu hlutverki sem snertir okkur með einum eða öðrum hætti á hverjum degi. Þau reka leik- og grunnskóla, heimili fyrir aldraða, hitaveitur, félagsíbúðir, þjónustu við fatlaða og fjölmargt annað sem er órjúfanlegur hluti daglegs lífs Íslendinga. Til þess að þessi þjónustan sé fyrsta flokks og uppfylli kröfur íbúnna þarf henni að vera stýrt af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem starfa eftir skýrum reglum. Í nýrri skýrslu úttektarnefndar Reykjavíkurborgar kennir ýmissa grasa. Skýrslan er vönduð og faglega unnin og í henni má finna ýmsar ábendingar um það sem betur má fara í stjórnkerfi Reykjavíkur. Áberandi eru aðfinnslur við kjörna fulltrúa um að þeir sinni ekki hlutverki sínu sem skyldi. Birtist það m.a. í því að þeir þekki ekki þær reglur sem þeim ber að starfa eftir, hafa ekki fullnægjandi eftirlit með stjórnsýslunni og fyrirtækjum og hafi að einhverju leyti tekið yfir störf starfsmanna fagsviða. Úttektarnefndin bendir einnig á að á yfirstandandi kjörtímabili hafi stjórnkerfi borgarinnar verið kippt úr sambandi án þess að reglum hafi verið breytt. Þetta hefur verið gert með því að borgarstjóri sinni ekki hlutverki sínu sem yfirmaður stjórnsýslunnar og að formenn fagráða hafi tekið yfir hluta af stjórnsýsluhlutverki fagsviða borgarinnar. Þetta er einfaldara en það hljómar. Staðreyndin er sú að skortur er á pólitískri forystu í málefnum borgarinnar. Stjórnmálamennirnir fylgjast ekki með stofnunum Reykjavíkur og skortir þekkingu á viðfangsefnum þeirra og víða er bottur brotinn þegar fara á efir reglum um innkaup og úthlutun fjármuna. Stjórnmálamennirnir sjálfir virðast ekki hafa framtíðarsýn eða hugmynd um hvert skuli stefna. Niðurstaðan verður þunglamalegt kerfi þar sem alltof margt rekur á reiðanum. Við sem búum í Reykjavík eigum ekki að sætta okkur við annað en stjórnkerfi sem virkar. Stjórnkerfi þar sem virkt eftirlit er með starfsemi undirstofnana, þar sem kjörnir fulltrúar mæta á fundi fyrirtækja í eigu borgarinnar, þar sem borgarstjóri fylgist með og tekur þátt í stjórnsýslu borgarinnar, þar sem farið er eftir innkaupareglum og þar sem fjármunum er úthlutað á grundvelli gagnsærra reglna og með jafnræði að leiðarljósi. Reykjavík hefur öflugustu innviði sveitarfélaga á Íslandi og er í yfirburðarstöðu til að sinna hagsmunamálum íbúa hennar af myndugleik og framsækni. Til þess að Reykjavík sé unnt að sækja fram og vera í fararbroddi þegar það kemur að því að veita borgarbúum þjónustu, þurfa innviðirnir og umhverfi stjórnsýslunnar að vera í lagi. Þróun borgarlífsins til hins betra getur hins vegar orðið seinleg ef kjörnir fulltrúar hafa ekki skýra pólitíska sýn og kynna sér illa starfsumhverfi sitt. Það bitnar að lokum ávallt á borgarbúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélög gegna þýðingarmiklu hlutverki sem snertir okkur með einum eða öðrum hætti á hverjum degi. Þau reka leik- og grunnskóla, heimili fyrir aldraða, hitaveitur, félagsíbúðir, þjónustu við fatlaða og fjölmargt annað sem er órjúfanlegur hluti daglegs lífs Íslendinga. Til þess að þessi þjónustan sé fyrsta flokks og uppfylli kröfur íbúnna þarf henni að vera stýrt af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem starfa eftir skýrum reglum. Í nýrri skýrslu úttektarnefndar Reykjavíkurborgar kennir ýmissa grasa. Skýrslan er vönduð og faglega unnin og í henni má finna ýmsar ábendingar um það sem betur má fara í stjórnkerfi Reykjavíkur. Áberandi eru aðfinnslur við kjörna fulltrúa um að þeir sinni ekki hlutverki sínu sem skyldi. Birtist það m.a. í því að þeir þekki ekki þær reglur sem þeim ber að starfa eftir, hafa ekki fullnægjandi eftirlit með stjórnsýslunni og fyrirtækjum og hafi að einhverju leyti tekið yfir störf starfsmanna fagsviða. Úttektarnefndin bendir einnig á að á yfirstandandi kjörtímabili hafi stjórnkerfi borgarinnar verið kippt úr sambandi án þess að reglum hafi verið breytt. Þetta hefur verið gert með því að borgarstjóri sinni ekki hlutverki sínu sem yfirmaður stjórnsýslunnar og að formenn fagráða hafi tekið yfir hluta af stjórnsýsluhlutverki fagsviða borgarinnar. Þetta er einfaldara en það hljómar. Staðreyndin er sú að skortur er á pólitískri forystu í málefnum borgarinnar. Stjórnmálamennirnir fylgjast ekki með stofnunum Reykjavíkur og skortir þekkingu á viðfangsefnum þeirra og víða er bottur brotinn þegar fara á efir reglum um innkaup og úthlutun fjármuna. Stjórnmálamennirnir sjálfir virðast ekki hafa framtíðarsýn eða hugmynd um hvert skuli stefna. Niðurstaðan verður þunglamalegt kerfi þar sem alltof margt rekur á reiðanum. Við sem búum í Reykjavík eigum ekki að sætta okkur við annað en stjórnkerfi sem virkar. Stjórnkerfi þar sem virkt eftirlit er með starfsemi undirstofnana, þar sem kjörnir fulltrúar mæta á fundi fyrirtækja í eigu borgarinnar, þar sem borgarstjóri fylgist með og tekur þátt í stjórnsýslu borgarinnar, þar sem farið er eftir innkaupareglum og þar sem fjármunum er úthlutað á grundvelli gagnsærra reglna og með jafnræði að leiðarljósi. Reykjavík hefur öflugustu innviði sveitarfélaga á Íslandi og er í yfirburðarstöðu til að sinna hagsmunamálum íbúa hennar af myndugleik og framsækni. Til þess að Reykjavík sé unnt að sækja fram og vera í fararbroddi þegar það kemur að því að veita borgarbúum þjónustu, þurfa innviðirnir og umhverfi stjórnsýslunnar að vera í lagi. Þróun borgarlífsins til hins betra getur hins vegar orðið seinleg ef kjörnir fulltrúar hafa ekki skýra pólitíska sýn og kynna sér illa starfsumhverfi sitt. Það bitnar að lokum ávallt á borgarbúum.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun