Framdi bankarán í Danmörku og er nú í framboði til Alþingis Jóhannes Stefánsson skrifar 23. apríl 2013 13:23 Íris Dröfn Kristjánsdóttir og Sindri Daði Rafnsson Mynd/ Úr einkasafni Sindri Daði Rafnsson, frambjóðandi í 11. sæti á framboðslista Hægri-Grænna í Suðvesturkjördæmi var árið 1999 dæmdur í sex ára fangelsi í Danmörku fyrir vopnað bankarán. Sindri er maður Írisar Drafnar Kristjánsdóttur, sem er oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Sindri segir í viðtali við fréttamann Vísis vegna málsins að hann hafi átt litrík unglingsár sem hafi leitt hann inn á braut undirheima, eftir að hann flutti á fermingaraldri til Danmerkur með fjölskyldu sinni.Leiddist ungur inn á ranga brautSindri segir að hann hafi sem barn verið mjög ofvirkur og átt erfitt með að fóta sig í skóla. „Á þeim tíma sem ég var í skóla var ekki farið að greina börn með ofvirkni eins og gert er í dag. Þannig að fljótlega fannst mér ég vera öðruvísi og standa út úr." Vegna þessa hafi hann villst í slæman félagsskap og í kjölfarið hafi hann flosnað upp úr skóla. Sindri segir hafa verið auðvelt að nálgast fíkniefni í Danmörku og hann hafi fjórtán ára gamall verið byrjaður í kannabisneyslu. Um tveimur árum síðar hafi hann kynnst sterkari efnum og fljótlega eftir það hafi hann fjarlægst fjölskyldu og skóla enn frekar. „Þótt ég hafi fengið rosalega gott uppeldi og góðan stuðning frá foreldrum mínum þá er þetta bara dæmigert fyrir unga vitleysinga sem eru byrjaðir að fikta. Þá einhvernveginn tolla þeir ekki heima hjá sér."Framdi vopnað bankarán 19 ára Þegar Sindri var orðinn 19 ára gamall segir hann að hann hafi verið kominn í mikil tengsl við undirheima Danmerkur. „Ég byrjaði að sjá gylliboðin í röngum félagsskap, til dæmis mótorhjólaklíkum og kynnist þesskonar félagsskap mjög vel þarna úti í Danmörku." Sindri bætir svo við: „Ég var mjög ruglaður á þessum tíma og langt leiddur í fíkniefnunum. Allar stopp línur voru farnar þarna hjá mér og ég sá ekki fram á margt í lífinu nema einhverja svona vitleysu." Það hafi að endingu orðið til þess að Sindri samþykkti 19 ára gamall að aðstoða tvo menn við að ræna banka í litlum bæ í Danmörku. „Mér fannst ég þurfa að sanna mig og sýna hver ég væri," segir Sindri. Sindri segist hafa farið með tveimur öðrum mönnum að bankanum í litlum bæ í Danmörku. „Ég var látinn vinna alla vinnuna. Mér var afhend afsöguð haglabyssa, í henni eru tvö skot sem ég tók úr sjálfur, ég sagði þeim að ég myndi ekki fara með hlaðna byssu inn í bankann." Hann hafi síðan farið inn í bankann. „Ég náði peningum þarna, fólk var mjög skelkað, þetta er lítill sveitabanki," segir hann og bætir við „ég hljóp út í bíl til strákanna og þar var planlögð flóttaleið sem þeir keyra mér út í skóg." Þegar þangað var komið tóku mennirnir peninginn, fóru í annan bíl og sögðu Sindra að hann þyrfti að bjarga sér sjálfur. „Ég sat þarna uppi með bílinn sem við keyrðum í burtu á. Ég var það langt úti í sveit að það eina sem ég hafði í stöðunni var að hoppa upp í bílinn og reyna að keyra í burtu." Sindri segir svo að danska lögreglan hafi stöðvað hann síðar um daginn fyrir tilviljun vegna þess að hún hafi séð grunsamleg smáatriði á bílnum sem gleymst hafi að afmá eftir ránið. Sindri játaði brotið við lögregluna. „Ég var lang yngstur, þetta voru fullorðnir menn sem voru með mér," segir hann. Sindri segir eldri og reyndari glæpamenn nýta sér ranghugmyndir yngri manna um lífsstíl þeirra. „Það er einmitt verið að nota þessa litlu ribbalda sem sjá upp til þessara gaura sem eru með gullkeðjur og flotta bíla í allskonar svona skítavinnu, hvort sem er hér eða í Danmörku."Sá ljósið í fangelsinuSindri fékk sex ára dóm en sat inni í fjögur ár í dönsku fangelsi vegna ránsins. „Ég sat inni í mjög hörðu fangelsi, þarna voru mótorhjólaklíkur og mafíósar og þetta var ekkert unglingafangelsi. Ég var látinn beint inn í harða kjarnann og þurfti að þroskast mjög hratt þarna og standa á eigin fótum. Það var þarna inni sem það kviknaði ljós hvert ég var kominn." Sindri segir fangelsisvistina hafa haft mjög mikil áhrif á sig. „Frá því að vera góði strákurinn sem ólst upp á Dalvík æfandi skíði og eiga mjög góða vini var ég kominn inn í mjög ljótan pakka og hálfgerða bíómynd í rauninni. Ég var kominn langt fram úr mér og þetta var staður sem ég vildi ekki fara á aftur." Sindri segir að fangelsisvistin hafi þó ekki leitt til þess að hann hætti afskiptum af undirheimum. „Fangelsisstofnanir hafa ekki góð áhrif á fólk. Þú kynnist sterkara liði og finnur fleiri sambönd við vafasama aðila þar sem öll umræða snýst um peninga" Sindri segist hafa lent í sama farinu eftir að út var komið, en hann hafi þó verið ákveðinn eftir fangelsisvistina að ná lífi sínu á strik.Sindri Daði RafnssonMynd/ Úr einkasafniNáði að snúa við blaðinuSindri flutti svo til Íslands og fékk starf sem bakari í Reykjavík og síðan á sjó á Vestfjörðum, en honum hafði þrátt fyrir allt tekist að klára bakaraiðn í Danmörku. „Það tekur svolítið á þegar maður byrjar svona ungur að ná að kúpla sig út úr þessum klóm djöfulsins. Ég reyndi að flytja og reyndi ný störf en það var eiginlega ekki fyrr en fyrir rúmum sex árum síðan þegar ég næ fótfestu í edrúmennskunni. Þá öðlaðist ég nýtt líf, ég hef prófað flest allt í undirheimunum og prófað að eignast allt og missa allt." Sindri segir síðan: „Það eina sem var eftir var að eignast fjölskyldu, festa rætur og öðlast einhvern tilgang í lífinu, láta eitthvað gott af mér leiða." Sindri segir ákveðna spurningu hafa hjálpað sér mjög mikið að komast inn á beinu brautina. „Ég fór að hugsa um: Hvernig vill ég láta muna eftir mér? Það var ekki svona og þessi hugsun hún hjálpaði mér mjög mikið." Sindri hefur nýtt reynslu sína í forvarnarstarfi, en hann hefur unnið fyrir Maritafræðsluna til að reyna að koma í veg fyrir að aðrir leiðist á sömu braut, ásamt því að veita öðrum aðstoð við að komast þaðan. „Nú er ég búinn að eignast yndislega fjölskyldu og er kominn í sveit," segir Sindri og bætir við „Nú er ég með einhvern tilgang í lífinu." Sindri segist allan tímann hafa átt von á því að málið kæmi upp á yfirborðið í kjölfar þess að hann fór í framboð. Hann hafi þó ekki viljað láta málið hafa áhrif á sig og segist hafa ákveðnar pólitískar skoðanir. „Ég vissi að þetta gæti komið upp," segir Sindri. „Í rauninni er þetta ekkert leyndarmál með mína fortíð," segir Sindri. „Það sem skiptir meginmáli er að ég er búinn að ná mér á strik og vil láta gott af mér leiða. Auðvitað sé ég eftir fullt af hlutum en þetta er búið að koma mér á þann stað sem ég er í dag, sem er æðislegur staður. Mér líður vel í dag."Er óánægður með refsivörslukerfið„Lengi vel þá hélt ég að ég væri að lifa lífinu og leit á það fólk sem sinnti eðlilegum störfum sem kerfisþræla sem ættu sér ekkert líf," segir Sindri. „Svo bara einhvern daginn, og vonandi gerist það fyrir sem flesta, áttaði ég mig á því að það líferni sem ég lifði leiðir ekki til neins. Þetta er stanslaus vanlíðan með tilheyrandi ofsóknarhugsunum," segir Sindri. „Ég á marga vini sem því miður er fallnir frá, enn fleiri sem eru í fangelsum og enn aðra sem eru búnir að fara í hringi á geðstofnunum. Það var mjög erfitt að komast út úr þessu, sérstaklega fyrir menn eins og mig sem hafa í undirheimunum verið með mikla peninga milli handanna og tilheyrandi spennu." Sindri hefur áhyggjur af því að fangelsisvist hafi ekki góð áhrif á menn. „Ég skil ekki hvernig hægt sé að ætlast þess til að fólk sem er að koma úr þessum lífsstíl fari í átta til fjögur vinnu án þess að fá nokkra uppbyggingu eða aðstoð inni í fangelsunum. Ég ber litla virðingu fyrir mönnum sem eru í dag eins og ég var í gamla daga, en aftur á móti þá skil ég þetta. Það er bara mjög erfitt að slíta sig frá þessu og þessum gylliboðum og glansmyndum" segir Sindri.Er ánægður með líf sitt í dag „Lífið sem ég á í dag er miklu miklu betra heldur en nokkuð sem mig gat dreymt um að eignast. Að geta séð fyrir mér og mínum, geta verið heiðarlegur gagnvart fjölskyldunni minni, farið sáttur að sofa og verið með fólk í kringum mig sem elskar mig og getur treyst á mig er miklu mikilvægara en nokkuð annað. Það er það sem ég vona að flestir nái, þessari hugsun, hvernig vil ég láta muna eftir mér? Ætla ég að vera sá maður sem lætur lífið úr neyslu eða slagsmálum í miðbænum? Eða ætla ég að vera með öryggi, fjölskyldu og vini sem treysta á mig og ég get treyst á í kringum mig?" Þá segir Sindri: „Vonandi get ég notað þetta slæma líf sem ég upplifði til einhvers góðs og látið áfram gott af mér leiða í forvörnum." Sindri bætir að lokum við: „Ástæðan fyrir því að ég fór að vinna með Hægri grænum er einfaldlega sú að Hægri grænir er flokkur fólksins. Eftir að ég kynntist Guðmundi Franklín og fólkinu innan flokksins fann ég að „flokkur fólksins" er ekki bara einhverjir stafir á blaði, það er mikil meining á bak við það." Kosningar 2013 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Sindri Daði Rafnsson, frambjóðandi í 11. sæti á framboðslista Hægri-Grænna í Suðvesturkjördæmi var árið 1999 dæmdur í sex ára fangelsi í Danmörku fyrir vopnað bankarán. Sindri er maður Írisar Drafnar Kristjánsdóttur, sem er oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Sindri segir í viðtali við fréttamann Vísis vegna málsins að hann hafi átt litrík unglingsár sem hafi leitt hann inn á braut undirheima, eftir að hann flutti á fermingaraldri til Danmerkur með fjölskyldu sinni.Leiddist ungur inn á ranga brautSindri segir að hann hafi sem barn verið mjög ofvirkur og átt erfitt með að fóta sig í skóla. „Á þeim tíma sem ég var í skóla var ekki farið að greina börn með ofvirkni eins og gert er í dag. Þannig að fljótlega fannst mér ég vera öðruvísi og standa út úr." Vegna þessa hafi hann villst í slæman félagsskap og í kjölfarið hafi hann flosnað upp úr skóla. Sindri segir hafa verið auðvelt að nálgast fíkniefni í Danmörku og hann hafi fjórtán ára gamall verið byrjaður í kannabisneyslu. Um tveimur árum síðar hafi hann kynnst sterkari efnum og fljótlega eftir það hafi hann fjarlægst fjölskyldu og skóla enn frekar. „Þótt ég hafi fengið rosalega gott uppeldi og góðan stuðning frá foreldrum mínum þá er þetta bara dæmigert fyrir unga vitleysinga sem eru byrjaðir að fikta. Þá einhvernveginn tolla þeir ekki heima hjá sér."Framdi vopnað bankarán 19 ára Þegar Sindri var orðinn 19 ára gamall segir hann að hann hafi verið kominn í mikil tengsl við undirheima Danmerkur. „Ég byrjaði að sjá gylliboðin í röngum félagsskap, til dæmis mótorhjólaklíkum og kynnist þesskonar félagsskap mjög vel þarna úti í Danmörku." Sindri bætir svo við: „Ég var mjög ruglaður á þessum tíma og langt leiddur í fíkniefnunum. Allar stopp línur voru farnar þarna hjá mér og ég sá ekki fram á margt í lífinu nema einhverja svona vitleysu." Það hafi að endingu orðið til þess að Sindri samþykkti 19 ára gamall að aðstoða tvo menn við að ræna banka í litlum bæ í Danmörku. „Mér fannst ég þurfa að sanna mig og sýna hver ég væri," segir Sindri. Sindri segist hafa farið með tveimur öðrum mönnum að bankanum í litlum bæ í Danmörku. „Ég var látinn vinna alla vinnuna. Mér var afhend afsöguð haglabyssa, í henni eru tvö skot sem ég tók úr sjálfur, ég sagði þeim að ég myndi ekki fara með hlaðna byssu inn í bankann." Hann hafi síðan farið inn í bankann. „Ég náði peningum þarna, fólk var mjög skelkað, þetta er lítill sveitabanki," segir hann og bætir við „ég hljóp út í bíl til strákanna og þar var planlögð flóttaleið sem þeir keyra mér út í skóg." Þegar þangað var komið tóku mennirnir peninginn, fóru í annan bíl og sögðu Sindra að hann þyrfti að bjarga sér sjálfur. „Ég sat þarna uppi með bílinn sem við keyrðum í burtu á. Ég var það langt úti í sveit að það eina sem ég hafði í stöðunni var að hoppa upp í bílinn og reyna að keyra í burtu." Sindri segir svo að danska lögreglan hafi stöðvað hann síðar um daginn fyrir tilviljun vegna þess að hún hafi séð grunsamleg smáatriði á bílnum sem gleymst hafi að afmá eftir ránið. Sindri játaði brotið við lögregluna. „Ég var lang yngstur, þetta voru fullorðnir menn sem voru með mér," segir hann. Sindri segir eldri og reyndari glæpamenn nýta sér ranghugmyndir yngri manna um lífsstíl þeirra. „Það er einmitt verið að nota þessa litlu ribbalda sem sjá upp til þessara gaura sem eru með gullkeðjur og flotta bíla í allskonar svona skítavinnu, hvort sem er hér eða í Danmörku."Sá ljósið í fangelsinuSindri fékk sex ára dóm en sat inni í fjögur ár í dönsku fangelsi vegna ránsins. „Ég sat inni í mjög hörðu fangelsi, þarna voru mótorhjólaklíkur og mafíósar og þetta var ekkert unglingafangelsi. Ég var látinn beint inn í harða kjarnann og þurfti að þroskast mjög hratt þarna og standa á eigin fótum. Það var þarna inni sem það kviknaði ljós hvert ég var kominn." Sindri segir fangelsisvistina hafa haft mjög mikil áhrif á sig. „Frá því að vera góði strákurinn sem ólst upp á Dalvík æfandi skíði og eiga mjög góða vini var ég kominn inn í mjög ljótan pakka og hálfgerða bíómynd í rauninni. Ég var kominn langt fram úr mér og þetta var staður sem ég vildi ekki fara á aftur." Sindri segir að fangelsisvistin hafi þó ekki leitt til þess að hann hætti afskiptum af undirheimum. „Fangelsisstofnanir hafa ekki góð áhrif á fólk. Þú kynnist sterkara liði og finnur fleiri sambönd við vafasama aðila þar sem öll umræða snýst um peninga" Sindri segist hafa lent í sama farinu eftir að út var komið, en hann hafi þó verið ákveðinn eftir fangelsisvistina að ná lífi sínu á strik.Sindri Daði RafnssonMynd/ Úr einkasafniNáði að snúa við blaðinuSindri flutti svo til Íslands og fékk starf sem bakari í Reykjavík og síðan á sjó á Vestfjörðum, en honum hafði þrátt fyrir allt tekist að klára bakaraiðn í Danmörku. „Það tekur svolítið á þegar maður byrjar svona ungur að ná að kúpla sig út úr þessum klóm djöfulsins. Ég reyndi að flytja og reyndi ný störf en það var eiginlega ekki fyrr en fyrir rúmum sex árum síðan þegar ég næ fótfestu í edrúmennskunni. Þá öðlaðist ég nýtt líf, ég hef prófað flest allt í undirheimunum og prófað að eignast allt og missa allt." Sindri segir síðan: „Það eina sem var eftir var að eignast fjölskyldu, festa rætur og öðlast einhvern tilgang í lífinu, láta eitthvað gott af mér leiða." Sindri segir ákveðna spurningu hafa hjálpað sér mjög mikið að komast inn á beinu brautina. „Ég fór að hugsa um: Hvernig vill ég láta muna eftir mér? Það var ekki svona og þessi hugsun hún hjálpaði mér mjög mikið." Sindri hefur nýtt reynslu sína í forvarnarstarfi, en hann hefur unnið fyrir Maritafræðsluna til að reyna að koma í veg fyrir að aðrir leiðist á sömu braut, ásamt því að veita öðrum aðstoð við að komast þaðan. „Nú er ég búinn að eignast yndislega fjölskyldu og er kominn í sveit," segir Sindri og bætir við „Nú er ég með einhvern tilgang í lífinu." Sindri segist allan tímann hafa átt von á því að málið kæmi upp á yfirborðið í kjölfar þess að hann fór í framboð. Hann hafi þó ekki viljað láta málið hafa áhrif á sig og segist hafa ákveðnar pólitískar skoðanir. „Ég vissi að þetta gæti komið upp," segir Sindri. „Í rauninni er þetta ekkert leyndarmál með mína fortíð," segir Sindri. „Það sem skiptir meginmáli er að ég er búinn að ná mér á strik og vil láta gott af mér leiða. Auðvitað sé ég eftir fullt af hlutum en þetta er búið að koma mér á þann stað sem ég er í dag, sem er æðislegur staður. Mér líður vel í dag."Er óánægður með refsivörslukerfið„Lengi vel þá hélt ég að ég væri að lifa lífinu og leit á það fólk sem sinnti eðlilegum störfum sem kerfisþræla sem ættu sér ekkert líf," segir Sindri. „Svo bara einhvern daginn, og vonandi gerist það fyrir sem flesta, áttaði ég mig á því að það líferni sem ég lifði leiðir ekki til neins. Þetta er stanslaus vanlíðan með tilheyrandi ofsóknarhugsunum," segir Sindri. „Ég á marga vini sem því miður er fallnir frá, enn fleiri sem eru í fangelsum og enn aðra sem eru búnir að fara í hringi á geðstofnunum. Það var mjög erfitt að komast út úr þessu, sérstaklega fyrir menn eins og mig sem hafa í undirheimunum verið með mikla peninga milli handanna og tilheyrandi spennu." Sindri hefur áhyggjur af því að fangelsisvist hafi ekki góð áhrif á menn. „Ég skil ekki hvernig hægt sé að ætlast þess til að fólk sem er að koma úr þessum lífsstíl fari í átta til fjögur vinnu án þess að fá nokkra uppbyggingu eða aðstoð inni í fangelsunum. Ég ber litla virðingu fyrir mönnum sem eru í dag eins og ég var í gamla daga, en aftur á móti þá skil ég þetta. Það er bara mjög erfitt að slíta sig frá þessu og þessum gylliboðum og glansmyndum" segir Sindri.Er ánægður með líf sitt í dag „Lífið sem ég á í dag er miklu miklu betra heldur en nokkuð sem mig gat dreymt um að eignast. Að geta séð fyrir mér og mínum, geta verið heiðarlegur gagnvart fjölskyldunni minni, farið sáttur að sofa og verið með fólk í kringum mig sem elskar mig og getur treyst á mig er miklu mikilvægara en nokkuð annað. Það er það sem ég vona að flestir nái, þessari hugsun, hvernig vil ég láta muna eftir mér? Ætla ég að vera sá maður sem lætur lífið úr neyslu eða slagsmálum í miðbænum? Eða ætla ég að vera með öryggi, fjölskyldu og vini sem treysta á mig og ég get treyst á í kringum mig?" Þá segir Sindri: „Vonandi get ég notað þetta slæma líf sem ég upplifði til einhvers góðs og látið áfram gott af mér leiða í forvörnum." Sindri bætir að lokum við: „Ástæðan fyrir því að ég fór að vinna með Hægri grænum er einfaldlega sú að Hægri grænir er flokkur fólksins. Eftir að ég kynntist Guðmundi Franklín og fólkinu innan flokksins fann ég að „flokkur fólksins" er ekki bara einhverjir stafir á blaði, það er mikil meining á bak við það."
Kosningar 2013 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira