„Ekkert vit í því að taka slíkri áskorun“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. apríl 2013 12:34 Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. „Það má segja að það sé ákveðið ósamræmi í því að skora Sigmund á hólm en taka svo ekki áskorun sjálfur,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði um svar Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, til Þorvalds Gylfasonar hjá Lýðræðisvaktinni, þar sem hann hafnar því að mæta honum í kappræðum. Áskoranir um kappræðueinvígi hafa flogið fram og til baka meðal formanna flokkanna í aðdraganda kosninganna, en enn hafa engin einvígi átt sér stað. Árni Páll skoraði upphaflega á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, sem hefur ekki svarað Árna Páli. „En þrátt fyrir ósamræmið er ekkert vit í því fyrir Árna Pál að taka slíkri áskorun,“ segir Gunnar Helgi um áskorun Þorvalds. „Það má segja að þetta sé ákveðin goggunarröð. Þeir sem standa höllum fæti í kosningabaráttunni hafa engu að tapa í svona einvígi en þeir sem standa vel hafa kannski ekki svo mikinn áhuga á því. Þó Árni Páll sé ekki með nema þrettán prósent fylgi þá stendur hann vel miðað við þann sem skoraði á hann. Hver gæti þá hugsanlegur gróði hans verið í kappræðum við einhvern sem mælist tvö prósent?“Kappræðuáskoranir hafa gengið á víxl meðal formanna flokkanna. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B), Árni Páll Árnason (S), Bjarni Benediktsson (D) og Þorvaldur Gylfason (L).Í léttum dúr áður fyrr Gunnar Helgi segir ekki mikla hefð fyrir kappræðum formanna stjórnmálaflokka hér á landi, að minnsta kosti ekki þar sem einn mætir einum. „Hér áður fyrr var auðvitað mikið um fundahöld í kringum kosningabaráttu í kjördæmunum, og oft í formi kappræðufunda þar sem voru kannski ekki margir frambjóðendur að eigast við. En oft var þetta nú svona hálfgerður farsi. Það kom enginn til að sannfærast heldur til að sjá sinn mann glíma við andstæðinginn, og þá oft í léttum dúr.“ Kosningar 2013 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
„Það má segja að það sé ákveðið ósamræmi í því að skora Sigmund á hólm en taka svo ekki áskorun sjálfur,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði um svar Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, til Þorvalds Gylfasonar hjá Lýðræðisvaktinni, þar sem hann hafnar því að mæta honum í kappræðum. Áskoranir um kappræðueinvígi hafa flogið fram og til baka meðal formanna flokkanna í aðdraganda kosninganna, en enn hafa engin einvígi átt sér stað. Árni Páll skoraði upphaflega á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, sem hefur ekki svarað Árna Páli. „En þrátt fyrir ósamræmið er ekkert vit í því fyrir Árna Pál að taka slíkri áskorun,“ segir Gunnar Helgi um áskorun Þorvalds. „Það má segja að þetta sé ákveðin goggunarröð. Þeir sem standa höllum fæti í kosningabaráttunni hafa engu að tapa í svona einvígi en þeir sem standa vel hafa kannski ekki svo mikinn áhuga á því. Þó Árni Páll sé ekki með nema þrettán prósent fylgi þá stendur hann vel miðað við þann sem skoraði á hann. Hver gæti þá hugsanlegur gróði hans verið í kappræðum við einhvern sem mælist tvö prósent?“Kappræðuáskoranir hafa gengið á víxl meðal formanna flokkanna. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B), Árni Páll Árnason (S), Bjarni Benediktsson (D) og Þorvaldur Gylfason (L).Í léttum dúr áður fyrr Gunnar Helgi segir ekki mikla hefð fyrir kappræðum formanna stjórnmálaflokka hér á landi, að minnsta kosti ekki þar sem einn mætir einum. „Hér áður fyrr var auðvitað mikið um fundahöld í kringum kosningabaráttu í kjördæmunum, og oft í formi kappræðufunda þar sem voru kannski ekki margir frambjóðendur að eigast við. En oft var þetta nú svona hálfgerður farsi. Það kom enginn til að sannfærast heldur til að sjá sinn mann glíma við andstæðinginn, og þá oft í léttum dúr.“
Kosningar 2013 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira