27 þúsund styðja níu framboð - þau ná samt engum manni inn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. apríl 2013 18:33 Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda. Nærri helmingur þessara atkvæða skilar engum þingmanni. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt henni fengi Framsóknarflokkurinn tæp 26% atkvæða ef kosið yrði nú sem er heldur minna en í síðustu könnun. Í henni mældist fylgi flokksins um 30%. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 24% atkvæða ef að kosið yrði nú. Samfylkingin fengi 13,3% atkvæða. Vinstri-græn 10,4% en fylgi þeirra eykst frá síðustu könnun. Tvö nýju framboðanna næðu mönnum inn á þing ef kosið yrði nú. Björt framtíð fengi 8,1% atkvæða en Píratar 6,3%. Nýju framboðin ellefu, þeirra á meðal Björt framtíð og Pírtar, njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samanlagt samkvæmt könnuninni. Nýju framboðin fengju samtals 25,9% atkvæða ef að kosið yrði nú. Það þýðir að tæplega 62 þúsund kjósendur ætla að kjósa eitt þessara 11 framboða miðað við að allir kjósendur á kjörskrá greiði atkvæði í kosningunum. Þau 9 framboð sem ná ekki manni inn á þing njóta um 11% fylgis og fengju þannig um 27 þúsund atkvæði miðað við alla á kjörskrá ef að kosið yrði nú en engan þingmann. Úrtakið í þessari könnun var 1390 manns og svarhlutfallið 71,9%. „Ef við miðum frá því að, við það að hlutfallskosningar voru teknar upp 1959, þá hefur nú sennilega aldrei gerst að svona stór hluti atkvæða hafi falli niður dauður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir þetta þýða að til að mynda meirihluta þá þurfi minna fylgi. „Þannig það má alveg gera ráð fyrir þess vegna að Sjálfstæðisflokkur til dæmis og Framsóknarflokkur, ef þeir myndu mynda stjórn, að þeim myndi duga töluvert undir 50% atkvæða til að ná hreinum og jafnvel töluvert traustum meirihluta á Alþingi.“ Kosningar 2013 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Maður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda. Nærri helmingur þessara atkvæða skilar engum þingmanni. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt henni fengi Framsóknarflokkurinn tæp 26% atkvæða ef kosið yrði nú sem er heldur minna en í síðustu könnun. Í henni mældist fylgi flokksins um 30%. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 24% atkvæða ef að kosið yrði nú. Samfylkingin fengi 13,3% atkvæða. Vinstri-græn 10,4% en fylgi þeirra eykst frá síðustu könnun. Tvö nýju framboðanna næðu mönnum inn á þing ef kosið yrði nú. Björt framtíð fengi 8,1% atkvæða en Píratar 6,3%. Nýju framboðin ellefu, þeirra á meðal Björt framtíð og Pírtar, njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samanlagt samkvæmt könnuninni. Nýju framboðin fengju samtals 25,9% atkvæða ef að kosið yrði nú. Það þýðir að tæplega 62 þúsund kjósendur ætla að kjósa eitt þessara 11 framboða miðað við að allir kjósendur á kjörskrá greiði atkvæði í kosningunum. Þau 9 framboð sem ná ekki manni inn á þing njóta um 11% fylgis og fengju þannig um 27 þúsund atkvæði miðað við alla á kjörskrá ef að kosið yrði nú en engan þingmann. Úrtakið í þessari könnun var 1390 manns og svarhlutfallið 71,9%. „Ef við miðum frá því að, við það að hlutfallskosningar voru teknar upp 1959, þá hefur nú sennilega aldrei gerst að svona stór hluti atkvæða hafi falli niður dauður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir þetta þýða að til að mynda meirihluta þá þurfi minna fylgi. „Þannig það má alveg gera ráð fyrir þess vegna að Sjálfstæðisflokkur til dæmis og Framsóknarflokkur, ef þeir myndu mynda stjórn, að þeim myndi duga töluvert undir 50% atkvæða til að ná hreinum og jafnvel töluvert traustum meirihluta á Alþingi.“
Kosningar 2013 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Maður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira