Píratar og Regnboginn með hæsta hlutfall jákvæðra frétta Helga Arnardóttir skrifar 25. apríl 2013 16:05 Píratar og Regnboginn fá jákvæðustu umfjöllunina. Píratar og Regnboginn eru með hæsta hlutfall jákvæðra frétta sem fluttar hafa verið af kosningunum undanfarna tvo mánuði samkvæmt úttekt Fjölmiðlavaktarinnar. Framsóknarflokkur kemur þar næst á eftir. Fjölmiðlavaktin hefur fylgst með fréttaflutningi í aðdraganda kosninganna í ljósvaka, prent- og netmiðlum og tekið saman allar fréttir sem hafa verið fluttar af flokkunum sem bjóða nú fram til Alþingis. Fréttirnar voru fluttar á tímabilinu frá fyrsta mars til 23.apríl. Lagt var mat á hverja frétt sem flutt hefur verið um hvert framboð og þær flokkaðar ýmist sem jákvæð, neikvæð, hvorki né eða jöfnuð umfjöllun. Í ljós kom að þótt mun færri fréttir hafi verið fluttar af Pírötum og Regnboganum í fjölmiðlum en til að mynda fjórflokknum sem eru með yfirgnæfandi meirihluta frétta þá eru þessi tvö framboð með hæsta hlutfall jákvæðra frétta. Regnboginn trónir efstur með 27% jákvæðra frétta af tæplega 150 fréttum sem hafa verið fluttar af flokknum. Píratar koma næstir á eftir með 24% jákvæðra frétt af tæplega fjögur hundruð fréttum sem hafa verið fluttar. Framsóknarflokkurinn sem þó er með mun fleiri fréttir eða tæplega 1500 talsins kemur næst á eftir Pírötum með 21% jákvæðra frétta. Sjálfstæðisflokkurinn sem er með tæplega 1900 fréttir á umræddu tímabili er hins vegar með hæsta hlutfall neikvæðra frétta eða 11% og 14% jákvæðra frétta. Framsóknarflokkurinn kemur þar næst á eftir með 9% neikvæðra frétta. Samfylkingin og Vinstri grænir eru svo með 7% neikvæðra frétta en stjórnarflokkarnir tveir eru með langflestar fréttir af öllum flokkum. Samfylking er með tæplega 2600 fréttir og hlutfall jákvæðra frétta er 17% og Vinstri grænir með tæplega 2200 fréttir þar sem hlutfall jákvæðra frétta er 14%. Magnús Heimisson almannatengill og stjórnmálafræðingur hjá Fjölmiðlavaktinni segir greiningu á fréttum fara eftir reglum alþjóðasamtaka greiningarfyrirtækja. „Allar fréttir sem við metum sem hafa kynningarlegt gildi fyrir viðkomandi framboð, auglýsing á stefnumálum, viðtöl við frambjóðendur og svo framvegis metum við sem jákvæða umfjöllun. Öll gagnrýni til dæmis eins og aðsendar greinar, fréttir þar sem verið er að gagnrýna stjórnmálaflokkanna metum við sem neikvæða umfjöllun og allt þar á milli er hvorki né." Samkvæmt vinnureglum Fjölmiðlavaktarinnar er frétt metin jákvæð ef hún er talin skapa jákvætt viðhorf hjá lesendum, hlustendum eða áhorfendum til viðkomandi framboðs. Frétt er metin hvorki né ef ekki eru taldar líkur á að hún auki við jákvætt eða neikvætt viðhorf í garð framboðsins. Frétt er metin neikvæð ef hún er talin líkleg til að skapa neikvætt viðhorf gagnvart viðkomandi framboði. Þá er frétt flokkuð í svokallaða jafnaða umfjöllun ef um neikvæða frétt er að ræða en fram koma skýr sjónarmið frá þeim sem um ræðir, sem dregur úr neikvæðum viðhorfum. Kosningar 2013 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Píratar og Regnboginn eru með hæsta hlutfall jákvæðra frétta sem fluttar hafa verið af kosningunum undanfarna tvo mánuði samkvæmt úttekt Fjölmiðlavaktarinnar. Framsóknarflokkur kemur þar næst á eftir. Fjölmiðlavaktin hefur fylgst með fréttaflutningi í aðdraganda kosninganna í ljósvaka, prent- og netmiðlum og tekið saman allar fréttir sem hafa verið fluttar af flokkunum sem bjóða nú fram til Alþingis. Fréttirnar voru fluttar á tímabilinu frá fyrsta mars til 23.apríl. Lagt var mat á hverja frétt sem flutt hefur verið um hvert framboð og þær flokkaðar ýmist sem jákvæð, neikvæð, hvorki né eða jöfnuð umfjöllun. Í ljós kom að þótt mun færri fréttir hafi verið fluttar af Pírötum og Regnboganum í fjölmiðlum en til að mynda fjórflokknum sem eru með yfirgnæfandi meirihluta frétta þá eru þessi tvö framboð með hæsta hlutfall jákvæðra frétta. Regnboginn trónir efstur með 27% jákvæðra frétta af tæplega 150 fréttum sem hafa verið fluttar af flokknum. Píratar koma næstir á eftir með 24% jákvæðra frétt af tæplega fjögur hundruð fréttum sem hafa verið fluttar. Framsóknarflokkurinn sem þó er með mun fleiri fréttir eða tæplega 1500 talsins kemur næst á eftir Pírötum með 21% jákvæðra frétta. Sjálfstæðisflokkurinn sem er með tæplega 1900 fréttir á umræddu tímabili er hins vegar með hæsta hlutfall neikvæðra frétta eða 11% og 14% jákvæðra frétta. Framsóknarflokkurinn kemur þar næst á eftir með 9% neikvæðra frétta. Samfylkingin og Vinstri grænir eru svo með 7% neikvæðra frétta en stjórnarflokkarnir tveir eru með langflestar fréttir af öllum flokkum. Samfylking er með tæplega 2600 fréttir og hlutfall jákvæðra frétta er 17% og Vinstri grænir með tæplega 2200 fréttir þar sem hlutfall jákvæðra frétta er 14%. Magnús Heimisson almannatengill og stjórnmálafræðingur hjá Fjölmiðlavaktinni segir greiningu á fréttum fara eftir reglum alþjóðasamtaka greiningarfyrirtækja. „Allar fréttir sem við metum sem hafa kynningarlegt gildi fyrir viðkomandi framboð, auglýsing á stefnumálum, viðtöl við frambjóðendur og svo framvegis metum við sem jákvæða umfjöllun. Öll gagnrýni til dæmis eins og aðsendar greinar, fréttir þar sem verið er að gagnrýna stjórnmálaflokkanna metum við sem neikvæða umfjöllun og allt þar á milli er hvorki né." Samkvæmt vinnureglum Fjölmiðlavaktarinnar er frétt metin jákvæð ef hún er talin skapa jákvætt viðhorf hjá lesendum, hlustendum eða áhorfendum til viðkomandi framboðs. Frétt er metin hvorki né ef ekki eru taldar líkur á að hún auki við jákvætt eða neikvætt viðhorf í garð framboðsins. Frétt er metin neikvæð ef hún er talin líkleg til að skapa neikvætt viðhorf gagnvart viðkomandi framboði. Þá er frétt flokkuð í svokallaða jafnaða umfjöllun ef um neikvæða frétt er að ræða en fram koma skýr sjónarmið frá þeim sem um ræðir, sem dregur úr neikvæðum viðhorfum.
Kosningar 2013 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira