Íslendingar ganga til kosninga 27. apríl 2013 10:02 Mynd/Pjetur Alþingiskosningar fara fram í dag. Kjósendur á kjörskrá eru 237.957 og er fjöldi karla og kvenna nánast jafn. Misjafnt er hvenær kjörstaðir opna en flestir voru opnaðir klukkan níu eða tíu í morgun. Einnig er misjafnt hvenær þeim verður lokað en kjörfundi skal ljúka í síðasta lagi klukkan tíu í kvöld. Sveitarfélögin auglýsa kjörstaði sína og mörg þeirra birta kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Þá má nálgast ýmsar upplýsingar sem lúta að kosningunum á kosningavef innanríkisráðuneytisins, og ráðuneytið veitir einnig upplýsingar í síma í dag, á meðan kjörfundur stendur yfir. Í gærkvöldi höfðu tæplega 33.000 kosið utan kjörfundar og utankjörfundaratkvæðagreiðsla heldur áfram í Laugardalshöll frá klukkan tíu til fimm í dag. Þar geta þeir kosið sem ekki tilheyra Suðvesturkjördæmi eða Reykjavíkurkjördæmunum.Pétur Gunnlaugsson, formaður Flokks heimilanna, Birgitta Jónsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tóku daginn snemma og kusu.Gert ráð fyrir ósigri Samfylkingar Þá fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um kosningar Íslendinga í morgun. Í fréttinni segir að búist sé við miklum ósigri Samfylkingarinnar vegna óánægju þjóðarinnar með hagstjórn undanfarinna ára, þrátt fyrir að efnahagsmálin hafi verið á uppleið og atvinnuleysi farið minnkandi. BBC segir einnig að gert sé ráð fyrir dramatískri endurkomu Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins að stjórnartaumunum, eftir að þjóðin hafi kennt þeim um efnahagshrunið árið 2008. Bent er á að verði þetta niðurstaðan gæti það komið í veg fyrir frekari skref í átt að inngöngu Íslendinga í Evrópusambandið. Sagt er að formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, muni að öllum líkindum heyja kapphlaup um forsætisráðherrastólinn.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kaus í Ráðhúsinu og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í Hagaskóla.Fréttastofa Stöðvar 2 hitti fyrir formenn hinna ýmsu flokka á kjörstað. Birgitta Jónsdóttur, kapteinn Pírata, kaus í Laugardalshöll og segist vonast til þess að ná inn þingmanni í öllum kjördæmum. Pétur Gunnlaugsson, Flokki heimilanna, kaus í Breiðagerðisskóla á ellefta tímanum í morgun. „Við berjumst til síðasta blóðdropa og ég mun fara upp á kosningaskrifstofu og ræða við okkar stuðningsfólk.“ Katrín Jakobsdóttir formaður VG var í Hagaskóla og hún segir góða stemningu í flokknum. „Þetta var ekki erfið ákvörðun, það er bara góð stemning í okkar herbúðum þannig að við erum bara bjartsýn fyrir niðurstöðum kvöldsins.“ Guðmundur Steingrímsson hjá Bjartri framtíð var einnig í Hagaskóla á tólfta tímanum. „Ég er fyrst og fremst gríðarlega stoltur. Við vönduðum okkur og nú er bara komið að því að kjósa. Mér finnst gaman að við höfum getað boðið upp á þennan valkost sem Björt framtíð er.“ Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins stefnir á að koma inn fimm þingmönnum í sínu kjördæmi, Kraganum. „Ég vona að leiðin liggi upp á við þar til kjörkössum verður lokað. Það skiptir auðvitað máli að koma ríkisstjórninni frá.“ Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn á gott gengi síns flokks, fylgið hafi verið á uppleið síðustu daga, en Árni kaus í Ráðhúsinu. „Við höfum verið að stíga í könnunum í vinnunni en við sjáum hverju fólk skammtar okkur. Þetta er lýðræðishátíð.“ Og síðastan hitti fréttastofa fyrir Þorvald Gylfason hjá Lýðræðisvaktinni sem kaus einnig í Ráðhúsinu. „Við skulum spyrja að leikslokum. Starfið okkar hefur gengið vel og við vinnum sem einn maður. Þetta er því búið að vera leikandi létt og skemmtilegt.“Heiða Kristín Helgadóttir, Jón Gnarr og Sigurður Björn Blöndal í Bjartri framtíð voru reffileg í Ráðhúsinu í morgun.Raðir mynduðust víða Kosningarnar fóru vel af stað og víða mynduðust raðir strax við opnun kjörstaða í morgun. Fréttastofa ræddi við formenn kjörstjórna um land allt en lágu fyrstu tölur um kjörsókn aðeins fyrir í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Þrátt fyrir dumbung víða um land áttu þeir ekki von á að kjósendur myndu láta það stöðva sig í að mæta á kjörstað. Þvert á móti áttu flestir von á góðri kjörsókn í dag. „Það var bara biðröð á Akranesi í morgun eftir að komast á kjörstað,“ sagði Ríkarður Másson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Hann átti þó ekki von á fyrstu tölum fyrr en eftir hádegið. Á Akureyri höfðu menn í nógu að snúast við að flokka utankjörstaðaratkvæði. Páll Hlöðversson, í Norðausturkjördæmi, sagði veður ágætt, átta stiga hita en að blásið hefði í nótt. „Ég á nú svo sem ekki von á að hún verði yfir 80% en maður vonar það,“ sagði hann um kjörsóknina og bætti við að verst væri að geta ekki haft áhrif á hana. Á Suðurlandi var súld og sagði Karl Gauti Hjaltason í Suðurkjördæmi að þar væri að bæta í vind. Hann bjóst ekki við að veðrið myndi hamla kjörsókn. „En við höfum áhyggjur af flutningi kjörgagna. Sjólag fer versnandi þannig að við erum að undirbúa okkur undir það hvernig við munum flytja þetta frá Vestmannaeyjum.“ Katrín Theodórsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi norður sagði stemninguna í Ráðhúsi Reykjavíkur góða. „Það var kominn svolítill hópur hérna fyrir utan kjörstaðinn þaegar það opnaði í morgun, klukkan níu.“Á kjörstað í morgun.Mynd/PjeturFyrstu tölur um kjörsókn Í Reykjavíkurkjördæmi suður kom upp tölvubilun í morgun en fyrstu tölur um kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum lágu þó fyrir stuttu síðar. Klukkan tíu höfðu 1107 kosið í Reykjavík norður, sem er 2,43% kjósenda af kjörskrá þar. Í Reykjavík suður höfðu 1082 kosið, eða 2,39% og eru þessar tölur mjög svipaðar sambærilegum tölum úr síðustu Alþingiskosningum. Katrín segir greinilegt að alþjóðlegur áhugi á kosningunum sé mikill og svolítið sé um erlenda fjölmiðlamenn á staðnum. Jónas Þór Guðmundsson í Suðvesturkjördæmi sagði kosninguna fara ljómandi vel af stað og að tölur úr utankjörfundaratkvæðagreiðslu gætu tilefni til bjartsýni. Í Suðvesturkjördæmi höfðu 4052 kosið klukkan ellefu, eða 6,4% kjósenda þar. Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Alþingiskosningar fara fram í dag. Kjósendur á kjörskrá eru 237.957 og er fjöldi karla og kvenna nánast jafn. Misjafnt er hvenær kjörstaðir opna en flestir voru opnaðir klukkan níu eða tíu í morgun. Einnig er misjafnt hvenær þeim verður lokað en kjörfundi skal ljúka í síðasta lagi klukkan tíu í kvöld. Sveitarfélögin auglýsa kjörstaði sína og mörg þeirra birta kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Þá má nálgast ýmsar upplýsingar sem lúta að kosningunum á kosningavef innanríkisráðuneytisins, og ráðuneytið veitir einnig upplýsingar í síma í dag, á meðan kjörfundur stendur yfir. Í gærkvöldi höfðu tæplega 33.000 kosið utan kjörfundar og utankjörfundaratkvæðagreiðsla heldur áfram í Laugardalshöll frá klukkan tíu til fimm í dag. Þar geta þeir kosið sem ekki tilheyra Suðvesturkjördæmi eða Reykjavíkurkjördæmunum.Pétur Gunnlaugsson, formaður Flokks heimilanna, Birgitta Jónsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tóku daginn snemma og kusu.Gert ráð fyrir ósigri Samfylkingar Þá fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um kosningar Íslendinga í morgun. Í fréttinni segir að búist sé við miklum ósigri Samfylkingarinnar vegna óánægju þjóðarinnar með hagstjórn undanfarinna ára, þrátt fyrir að efnahagsmálin hafi verið á uppleið og atvinnuleysi farið minnkandi. BBC segir einnig að gert sé ráð fyrir dramatískri endurkomu Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins að stjórnartaumunum, eftir að þjóðin hafi kennt þeim um efnahagshrunið árið 2008. Bent er á að verði þetta niðurstaðan gæti það komið í veg fyrir frekari skref í átt að inngöngu Íslendinga í Evrópusambandið. Sagt er að formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, muni að öllum líkindum heyja kapphlaup um forsætisráðherrastólinn.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kaus í Ráðhúsinu og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í Hagaskóla.Fréttastofa Stöðvar 2 hitti fyrir formenn hinna ýmsu flokka á kjörstað. Birgitta Jónsdóttur, kapteinn Pírata, kaus í Laugardalshöll og segist vonast til þess að ná inn þingmanni í öllum kjördæmum. Pétur Gunnlaugsson, Flokki heimilanna, kaus í Breiðagerðisskóla á ellefta tímanum í morgun. „Við berjumst til síðasta blóðdropa og ég mun fara upp á kosningaskrifstofu og ræða við okkar stuðningsfólk.“ Katrín Jakobsdóttir formaður VG var í Hagaskóla og hún segir góða stemningu í flokknum. „Þetta var ekki erfið ákvörðun, það er bara góð stemning í okkar herbúðum þannig að við erum bara bjartsýn fyrir niðurstöðum kvöldsins.“ Guðmundur Steingrímsson hjá Bjartri framtíð var einnig í Hagaskóla á tólfta tímanum. „Ég er fyrst og fremst gríðarlega stoltur. Við vönduðum okkur og nú er bara komið að því að kjósa. Mér finnst gaman að við höfum getað boðið upp á þennan valkost sem Björt framtíð er.“ Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins stefnir á að koma inn fimm þingmönnum í sínu kjördæmi, Kraganum. „Ég vona að leiðin liggi upp á við þar til kjörkössum verður lokað. Það skiptir auðvitað máli að koma ríkisstjórninni frá.“ Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn á gott gengi síns flokks, fylgið hafi verið á uppleið síðustu daga, en Árni kaus í Ráðhúsinu. „Við höfum verið að stíga í könnunum í vinnunni en við sjáum hverju fólk skammtar okkur. Þetta er lýðræðishátíð.“ Og síðastan hitti fréttastofa fyrir Þorvald Gylfason hjá Lýðræðisvaktinni sem kaus einnig í Ráðhúsinu. „Við skulum spyrja að leikslokum. Starfið okkar hefur gengið vel og við vinnum sem einn maður. Þetta er því búið að vera leikandi létt og skemmtilegt.“Heiða Kristín Helgadóttir, Jón Gnarr og Sigurður Björn Blöndal í Bjartri framtíð voru reffileg í Ráðhúsinu í morgun.Raðir mynduðust víða Kosningarnar fóru vel af stað og víða mynduðust raðir strax við opnun kjörstaða í morgun. Fréttastofa ræddi við formenn kjörstjórna um land allt en lágu fyrstu tölur um kjörsókn aðeins fyrir í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Þrátt fyrir dumbung víða um land áttu þeir ekki von á að kjósendur myndu láta það stöðva sig í að mæta á kjörstað. Þvert á móti áttu flestir von á góðri kjörsókn í dag. „Það var bara biðröð á Akranesi í morgun eftir að komast á kjörstað,“ sagði Ríkarður Másson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Hann átti þó ekki von á fyrstu tölum fyrr en eftir hádegið. Á Akureyri höfðu menn í nógu að snúast við að flokka utankjörstaðaratkvæði. Páll Hlöðversson, í Norðausturkjördæmi, sagði veður ágætt, átta stiga hita en að blásið hefði í nótt. „Ég á nú svo sem ekki von á að hún verði yfir 80% en maður vonar það,“ sagði hann um kjörsóknina og bætti við að verst væri að geta ekki haft áhrif á hana. Á Suðurlandi var súld og sagði Karl Gauti Hjaltason í Suðurkjördæmi að þar væri að bæta í vind. Hann bjóst ekki við að veðrið myndi hamla kjörsókn. „En við höfum áhyggjur af flutningi kjörgagna. Sjólag fer versnandi þannig að við erum að undirbúa okkur undir það hvernig við munum flytja þetta frá Vestmannaeyjum.“ Katrín Theodórsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi norður sagði stemninguna í Ráðhúsi Reykjavíkur góða. „Það var kominn svolítill hópur hérna fyrir utan kjörstaðinn þaegar það opnaði í morgun, klukkan níu.“Á kjörstað í morgun.Mynd/PjeturFyrstu tölur um kjörsókn Í Reykjavíkurkjördæmi suður kom upp tölvubilun í morgun en fyrstu tölur um kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum lágu þó fyrir stuttu síðar. Klukkan tíu höfðu 1107 kosið í Reykjavík norður, sem er 2,43% kjósenda af kjörskrá þar. Í Reykjavík suður höfðu 1082 kosið, eða 2,39% og eru þessar tölur mjög svipaðar sambærilegum tölum úr síðustu Alþingiskosningum. Katrín segir greinilegt að alþjóðlegur áhugi á kosningunum sé mikill og svolítið sé um erlenda fjölmiðlamenn á staðnum. Jónas Þór Guðmundsson í Suðvesturkjördæmi sagði kosninguna fara ljómandi vel af stað og að tölur úr utankjörfundaratkvæðagreiðslu gætu tilefni til bjartsýni. Í Suðvesturkjördæmi höfðu 4052 kosið klukkan ellefu, eða 6,4% kjósenda þar.
Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira