Framkvæmd kosninganna í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur verið kærð þar sem innsigli vantaði á kjörkassana.
„Það hafa borist tvær kærur um það að ekki hafi verið innsigli á kjörkössum meðan á kosningu stóð,“ segir Katrín Theódórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu.
„Það er ekki lagaskylda að hafa það með þeim hætti. Í 77. grein laganna segir: „Áður en atkvæðagreiðsla fer fram skal kjörstjórnin gæta þess að atkvæðakassinn sé tómur og síðan læsa honum.““
Að sögn Katrínar má þó alltaf betur skera. „Það var skipt um kassa á öllum kjörstöðum klukkan sex og þá innsigluðum við kassann tóman.“

