Segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei hafa átt betur við en nú 28. apríl 2013 13:24 Mynd úr safni. Það var ágætt hljóðið í Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, þegar Sprengisandur sló á þráðinn til hans í dag. Hann sagði ýmsar ástæður skýra þá lélegu kosningu sem flokkurinn hlaur í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær. „Það má ekki gleyma því að þjóðir sem ganga í gegnum efnahagshrun jafna sig aldrei á því á fjórum árum. Fólk gerir ekki mikinn greinarmun á því af hverju lakari lífskjör og erfitt umhverfi stafar og fólk finnur að það nær ekki endum saman. Það er erfið staða út af fyrir sig, en er ekki endilega vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. En auðvitað bitnar þetta á ríkisstjórn sem situr við þær aðstæður.“ Árni segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei eiga betur við en nú. „Mér fannst Samfylkingin vera orðin of mikið eins og hefðbundinn valdaflokkur. Þegar við sjáum síðan að það myndast við hliðina á Samfylkingunni svigrúm fyrir alþjóðasinnaðan miðjuflokk eins og Bjarta Framtíð er það auðvitað ekki gott. Ef Samfylkingin væri trú breiðfylking jafnaðarmanna ætti ekki að myndast þetta svigrúm,“ segir Árni Páll og nefnir einnig sérstök framboð sem sprottið hafa upp um einstök afmörkuð mál. En hverja telur Árni Páll stöðu sína sem formanns vera eftir þessa lélegu kosningu? „Ég er nú í þeirri öfundsverðu stöðu meðal formanna flokka að hafa skýrt umboð flokksmanna...“ [„Þeir hafa það nú hinir líka er það ekki?“ spyr þáttastjórnandi] „Nei þeir hafa nefnilega umboð sinna landsfunda sem er eðlismunur. Þetta hefur háð til dæmis Bjarna Benediktssyni mjög. Ég hef skýrt umboð meira en sextíu prósent flokksmanna í Samfylkingunni. En þetta snýst ekki um mína persónu heldur hvort menn nái að skilja skilaboðin. Það verður að tengja betur við fólkið í landinu. Það er samfélagslega mikilvægt að hér fái þrifist stórir stjórnmálaflokkar, því þeir eru í eðli sínu betur í stakk búnir til þess að verja þjóðarhagsmuni.“ En er Árni Páll til í stjórnarmyndunarviðræður, standi þær til boða? „Ég á nú frekar von á því að ef til okkar yrði leitað varðandi stjórnarmyndun þá myndum við skoða það.“ Kosningar 2013 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Það var ágætt hljóðið í Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, þegar Sprengisandur sló á þráðinn til hans í dag. Hann sagði ýmsar ástæður skýra þá lélegu kosningu sem flokkurinn hlaur í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær. „Það má ekki gleyma því að þjóðir sem ganga í gegnum efnahagshrun jafna sig aldrei á því á fjórum árum. Fólk gerir ekki mikinn greinarmun á því af hverju lakari lífskjör og erfitt umhverfi stafar og fólk finnur að það nær ekki endum saman. Það er erfið staða út af fyrir sig, en er ekki endilega vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. En auðvitað bitnar þetta á ríkisstjórn sem situr við þær aðstæður.“ Árni segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei eiga betur við en nú. „Mér fannst Samfylkingin vera orðin of mikið eins og hefðbundinn valdaflokkur. Þegar við sjáum síðan að það myndast við hliðina á Samfylkingunni svigrúm fyrir alþjóðasinnaðan miðjuflokk eins og Bjarta Framtíð er það auðvitað ekki gott. Ef Samfylkingin væri trú breiðfylking jafnaðarmanna ætti ekki að myndast þetta svigrúm,“ segir Árni Páll og nefnir einnig sérstök framboð sem sprottið hafa upp um einstök afmörkuð mál. En hverja telur Árni Páll stöðu sína sem formanns vera eftir þessa lélegu kosningu? „Ég er nú í þeirri öfundsverðu stöðu meðal formanna flokka að hafa skýrt umboð flokksmanna...“ [„Þeir hafa það nú hinir líka er það ekki?“ spyr þáttastjórnandi] „Nei þeir hafa nefnilega umboð sinna landsfunda sem er eðlismunur. Þetta hefur háð til dæmis Bjarna Benediktssyni mjög. Ég hef skýrt umboð meira en sextíu prósent flokksmanna í Samfylkingunni. En þetta snýst ekki um mína persónu heldur hvort menn nái að skilja skilaboðin. Það verður að tengja betur við fólkið í landinu. Það er samfélagslega mikilvægt að hér fái þrifist stórir stjórnmálaflokkar, því þeir eru í eðli sínu betur í stakk búnir til þess að verja þjóðarhagsmuni.“ En er Árni Páll til í stjórnarmyndunarviðræður, standi þær til boða? „Ég á nú frekar von á því að ef til okkar yrði leitað varðandi stjórnarmyndun þá myndum við skoða það.“
Kosningar 2013 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira