Þögul Jóhanna virti blaðamenn ekki viðlits 28. apríl 2013 15:36 Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, gaf ekki kost á tali við fréttamenn að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í dag. Fundur þeirra tók um fjörutíu mínútur, sem þykir vera nokkuð langur fundur þegar forsætisráðherra biðst lausnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt stuttan blaðamannafund eftir fund forsetans og forsætisráðherra. Á blaðamannafundinum sagðist hann hafa fallist á lausnarbeiðni forsætisráðherra. Hann hafi, venju samkvæmt óskað eftir því að ríkisstjórnin og ráðherrar myndu sitja áfram þrátt fyrir að hafa sagt af sér. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG verður því starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn tekur við á ríkisráðsfundi. „Í kjölfar kosninganna hef ég ákveðið að hefja á morgun viðræður við formenn allra flokka og óska eftir því að þeir eigi fundi með mér hér á Bessastöðum á morgun,“ sagði Ólafur Ragnar. Þessar viðræður myndu hefjast strax á hádegi og væntanlega ljúka þeim fyrir kvöldið. „Ég held að það sé nauðsynlegt í kjölfarið á þessum úrslitum að kynnast viðhofrum formanna allra þessara flokka,“ sagði hann. Þannig væri hægt að meta hverjum eigi að fela stjórnarmyndunarumboð. „Þótt öllu skipti hver staðan er á Alþingi i kjölfar kosninganna og þingstyrkur flokka ráði miklu um myndun ríkisstjórnar þá held ég að það sé ljóst í ljósi þeirra reynslu sem við höfum kynnst að mikilvægt sé að ekki sé bara traustur stuðningur við ríkisstjórinia á Alþingi heldur líka víðtæk sátt í samfélaginu. Það er eindregið mín skoðun að þó þingstyrkur sé mikilvæg forsenda þá hefur atburðarrásin sagt okkur að víðtæk sátt á meðal kjósenda sé mikilvæg forsenda þess að vel takist til í stjórnarfari,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar var spurður að því hvers vegna Jóhanna hafi farið bakdyramegin út af Bessastöðum. Ólafur Ragnar sagði að það hafi ekki haft neitt með efni fundar þeirra að gera heldur hafi hún einfaldlega metið stöðuna þannig að hún væri búinn að segja allt við fjölmiðla sem hún þurfti að segja. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ ef þú vilt sjá blaðamannafundinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.Mynd/Daníel Rúnarsson Kosningar 2013 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, gaf ekki kost á tali við fréttamenn að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í dag. Fundur þeirra tók um fjörutíu mínútur, sem þykir vera nokkuð langur fundur þegar forsætisráðherra biðst lausnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt stuttan blaðamannafund eftir fund forsetans og forsætisráðherra. Á blaðamannafundinum sagðist hann hafa fallist á lausnarbeiðni forsætisráðherra. Hann hafi, venju samkvæmt óskað eftir því að ríkisstjórnin og ráðherrar myndu sitja áfram þrátt fyrir að hafa sagt af sér. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG verður því starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn tekur við á ríkisráðsfundi. „Í kjölfar kosninganna hef ég ákveðið að hefja á morgun viðræður við formenn allra flokka og óska eftir því að þeir eigi fundi með mér hér á Bessastöðum á morgun,“ sagði Ólafur Ragnar. Þessar viðræður myndu hefjast strax á hádegi og væntanlega ljúka þeim fyrir kvöldið. „Ég held að það sé nauðsynlegt í kjölfarið á þessum úrslitum að kynnast viðhofrum formanna allra þessara flokka,“ sagði hann. Þannig væri hægt að meta hverjum eigi að fela stjórnarmyndunarumboð. „Þótt öllu skipti hver staðan er á Alþingi i kjölfar kosninganna og þingstyrkur flokka ráði miklu um myndun ríkisstjórnar þá held ég að það sé ljóst í ljósi þeirra reynslu sem við höfum kynnst að mikilvægt sé að ekki sé bara traustur stuðningur við ríkisstjórinia á Alþingi heldur líka víðtæk sátt í samfélaginu. Það er eindregið mín skoðun að þó þingstyrkur sé mikilvæg forsenda þá hefur atburðarrásin sagt okkur að víðtæk sátt á meðal kjósenda sé mikilvæg forsenda þess að vel takist til í stjórnarfari,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar var spurður að því hvers vegna Jóhanna hafi farið bakdyramegin út af Bessastöðum. Ólafur Ragnar sagði að það hafi ekki haft neitt með efni fundar þeirra að gera heldur hafi hún einfaldlega metið stöðuna þannig að hún væri búinn að segja allt við fjölmiðla sem hún þurfti að segja. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ ef þú vilt sjá blaðamannafundinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.Mynd/Daníel Rúnarsson
Kosningar 2013 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira