Þögul Jóhanna virti blaðamenn ekki viðlits 28. apríl 2013 15:36 Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, gaf ekki kost á tali við fréttamenn að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í dag. Fundur þeirra tók um fjörutíu mínútur, sem þykir vera nokkuð langur fundur þegar forsætisráðherra biðst lausnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt stuttan blaðamannafund eftir fund forsetans og forsætisráðherra. Á blaðamannafundinum sagðist hann hafa fallist á lausnarbeiðni forsætisráðherra. Hann hafi, venju samkvæmt óskað eftir því að ríkisstjórnin og ráðherrar myndu sitja áfram þrátt fyrir að hafa sagt af sér. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG verður því starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn tekur við á ríkisráðsfundi. „Í kjölfar kosninganna hef ég ákveðið að hefja á morgun viðræður við formenn allra flokka og óska eftir því að þeir eigi fundi með mér hér á Bessastöðum á morgun,“ sagði Ólafur Ragnar. Þessar viðræður myndu hefjast strax á hádegi og væntanlega ljúka þeim fyrir kvöldið. „Ég held að það sé nauðsynlegt í kjölfarið á þessum úrslitum að kynnast viðhofrum formanna allra þessara flokka,“ sagði hann. Þannig væri hægt að meta hverjum eigi að fela stjórnarmyndunarumboð. „Þótt öllu skipti hver staðan er á Alþingi i kjölfar kosninganna og þingstyrkur flokka ráði miklu um myndun ríkisstjórnar þá held ég að það sé ljóst í ljósi þeirra reynslu sem við höfum kynnst að mikilvægt sé að ekki sé bara traustur stuðningur við ríkisstjórinia á Alþingi heldur líka víðtæk sátt í samfélaginu. Það er eindregið mín skoðun að þó þingstyrkur sé mikilvæg forsenda þá hefur atburðarrásin sagt okkur að víðtæk sátt á meðal kjósenda sé mikilvæg forsenda þess að vel takist til í stjórnarfari,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar var spurður að því hvers vegna Jóhanna hafi farið bakdyramegin út af Bessastöðum. Ólafur Ragnar sagði að það hafi ekki haft neitt með efni fundar þeirra að gera heldur hafi hún einfaldlega metið stöðuna þannig að hún væri búinn að segja allt við fjölmiðla sem hún þurfti að segja. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ ef þú vilt sjá blaðamannafundinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.Mynd/Daníel Rúnarsson Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, gaf ekki kost á tali við fréttamenn að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í dag. Fundur þeirra tók um fjörutíu mínútur, sem þykir vera nokkuð langur fundur þegar forsætisráðherra biðst lausnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt stuttan blaðamannafund eftir fund forsetans og forsætisráðherra. Á blaðamannafundinum sagðist hann hafa fallist á lausnarbeiðni forsætisráðherra. Hann hafi, venju samkvæmt óskað eftir því að ríkisstjórnin og ráðherrar myndu sitja áfram þrátt fyrir að hafa sagt af sér. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG verður því starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn tekur við á ríkisráðsfundi. „Í kjölfar kosninganna hef ég ákveðið að hefja á morgun viðræður við formenn allra flokka og óska eftir því að þeir eigi fundi með mér hér á Bessastöðum á morgun,“ sagði Ólafur Ragnar. Þessar viðræður myndu hefjast strax á hádegi og væntanlega ljúka þeim fyrir kvöldið. „Ég held að það sé nauðsynlegt í kjölfarið á þessum úrslitum að kynnast viðhofrum formanna allra þessara flokka,“ sagði hann. Þannig væri hægt að meta hverjum eigi að fela stjórnarmyndunarumboð. „Þótt öllu skipti hver staðan er á Alþingi i kjölfar kosninganna og þingstyrkur flokka ráði miklu um myndun ríkisstjórnar þá held ég að það sé ljóst í ljósi þeirra reynslu sem við höfum kynnst að mikilvægt sé að ekki sé bara traustur stuðningur við ríkisstjórinia á Alþingi heldur líka víðtæk sátt í samfélaginu. Það er eindregið mín skoðun að þó þingstyrkur sé mikilvæg forsenda þá hefur atburðarrásin sagt okkur að víðtæk sátt á meðal kjósenda sé mikilvæg forsenda þess að vel takist til í stjórnarfari,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar var spurður að því hvers vegna Jóhanna hafi farið bakdyramegin út af Bessastöðum. Ólafur Ragnar sagði að það hafi ekki haft neitt með efni fundar þeirra að gera heldur hafi hún einfaldlega metið stöðuna þannig að hún væri búinn að segja allt við fjölmiðla sem hún þurfti að segja. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ ef þú vilt sjá blaðamannafundinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.Mynd/Daníel Rúnarsson
Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira