Fjórtán nýir Framsóknarþingmenn Karen Kjartansdóttir skrifar 10. apríl 2013 18:44 Framsóknarmenn fá 23 þingmenn á Alþingi ef kannanir síðustu vikna ganga eftir eða fjórtán fleiri en í síðustu kosningum. Fátt má út af bregða til að Steingrímur J. Sigfússon, detti út af þingi. MMR lagði saman niðurstöður tveggja síðustu fylgiskannana og skipti niðurstöðunum niður eftir kjördæmum fyrir Fréttastofu Stöðvar 2. Heildarfjöldi svarenda var 1799 manns í samræmi við stærð kjördæma. Þorkell Helgason, stærðfræðingur fór svo yfir gögnin og bætti við ýmsum forsendum, svo sem kjörsókn og samræmdi kjördæmistölur við landstölur. Samkvæmt þessu gæti niðurstaðan orðið þessi. Björt framtíð fær sjö þingmenn, Framsókn fær 23 þingmenn en fékk níu síðast, Sjálfstæðisflokkur fær sextán þingmenn eða sama fjölda og síðast, Samfylkingin fær átta menn en fékk tuttugu síðast. Vinstri græn fá sex þingmenn en fengu áður fjórtán. Píratar fá svo fjóra menn. En lítum nú á skiptingu eftir landshlutum. Í norðvesturkjördæmi ná Björt framtíð inn einum manni, Framsókn fjórum, Sjálfstæðismenn ná tveimur, Samfylking engum en Vinstri græn einum. Í norðausturkjördæmi fær Björt framtíð engan, Framsókn fimm, Sjálfstæðismenn tvo, Samfylking einn, Vinstri græn einn og Píratar einn. Í suðurkjördæmi kemur Björt framtíð engum manni inn, Framsókn sex, Sjálfstæðismenn þremur, Samfylking einum og Vinstri græn og Píratar engum. Í suðvesturkjördæmi kemur Björt framtíð tveimur að, Framsókn fjórum, Sjálfstæðisflokkur fjórum, Samfylking tveimur, vinstri græn engum en Píratar einum. Í Reykjavík suður nær Björt framtíð inn tveimur mönnum, Framsókn tveimur, Sjálfstæðisflokkur tveimur, Samfylking þremur, Vinstri græn einum og Píratar einum. Í Reykjavík norður fær Björt framtíð tvo menn, Framsókn tvo og Sjálfstæðisflokkur þrjá, Samfylking einn, Vinstri græn tvo og Píratar einn. Í meðfylgjandi myndbandi má finna nánari upplýsingar um það hverjir eru á leið á þing, samkvæmt niðurstöðunum. Kosningar 2013 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Framsóknarmenn fá 23 þingmenn á Alþingi ef kannanir síðustu vikna ganga eftir eða fjórtán fleiri en í síðustu kosningum. Fátt má út af bregða til að Steingrímur J. Sigfússon, detti út af þingi. MMR lagði saman niðurstöður tveggja síðustu fylgiskannana og skipti niðurstöðunum niður eftir kjördæmum fyrir Fréttastofu Stöðvar 2. Heildarfjöldi svarenda var 1799 manns í samræmi við stærð kjördæma. Þorkell Helgason, stærðfræðingur fór svo yfir gögnin og bætti við ýmsum forsendum, svo sem kjörsókn og samræmdi kjördæmistölur við landstölur. Samkvæmt þessu gæti niðurstaðan orðið þessi. Björt framtíð fær sjö þingmenn, Framsókn fær 23 þingmenn en fékk níu síðast, Sjálfstæðisflokkur fær sextán þingmenn eða sama fjölda og síðast, Samfylkingin fær átta menn en fékk tuttugu síðast. Vinstri græn fá sex þingmenn en fengu áður fjórtán. Píratar fá svo fjóra menn. En lítum nú á skiptingu eftir landshlutum. Í norðvesturkjördæmi ná Björt framtíð inn einum manni, Framsókn fjórum, Sjálfstæðismenn ná tveimur, Samfylking engum en Vinstri græn einum. Í norðausturkjördæmi fær Björt framtíð engan, Framsókn fimm, Sjálfstæðismenn tvo, Samfylking einn, Vinstri græn einn og Píratar einn. Í suðurkjördæmi kemur Björt framtíð engum manni inn, Framsókn sex, Sjálfstæðismenn þremur, Samfylking einum og Vinstri græn og Píratar engum. Í suðvesturkjördæmi kemur Björt framtíð tveimur að, Framsókn fjórum, Sjálfstæðisflokkur fjórum, Samfylking tveimur, vinstri græn engum en Píratar einum. Í Reykjavík suður nær Björt framtíð inn tveimur mönnum, Framsókn tveimur, Sjálfstæðisflokkur tveimur, Samfylking þremur, Vinstri græn einum og Píratar einum. Í Reykjavík norður fær Björt framtíð tvo menn, Framsókn tvo og Sjálfstæðisflokkur þrjá, Samfylking einn, Vinstri græn tvo og Píratar einn. Í meðfylgjandi myndbandi má finna nánari upplýsingar um það hverjir eru á leið á þing, samkvæmt niðurstöðunum.
Kosningar 2013 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira