„Við höfum endurheimt menn úr meiðslum. Tíminn hefur því verið góður fyrir okkur og við erum komnir langt í að slípa liðið saman," segir Óskar Ármannsson aðstoðarþjálfari Hauka.
Óskar segir að sínir menn séu bjartsýnir fyrir úrslitakeppnina og æfingarnar í nítján daga hléinu hafi gengið mjög vel. Haukar fóru á flug í upphafi móts en spilamennska liðsins hefur dalað eftir áramót. Eftir brotthvarf Stefáns Rafns Sigurmannssonar hafa Haukarnir verið brothættir.
„Við vinnum deildina með talsverðum yfirburðum en höfum verið að spila gloppótt eftir áramót. Þegar í úrslitakeppni er komið stilla menn sig inn á nýtt mót þar sem allir eru jafnir, núllstilla sig. Ég held að menn verða mun einbeittari í þeim leikjum sem framundan eru," segir Óskar.
Liðin hafa mæst fjórum sinnum í vetur og hefur hvort lið unnið tvo leiki. Óskar reiknar því með spennandi viðureignum.
„Þeir eru klárlega eitt besta byrjunarlið landsins. Þeirra veikleiki felst kannski í breiddinni öfugt við okkur sem erum ekki með neinar stjörnur í liðinu."
Óskar segir styrkleika Haukanna liggja í góðri liðsheild og breidd. „Það þarf að vinna þrisvar og vonandi telur breiddin hjá okkur þar."
Leikur Hauka og ÍR að Ásvöllum hefst klukkan 17 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Breiddin gegn góðu byrjunarliði
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn