Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 68-67 | KR komið í úrslit Kristinn Páll Teitsson í DHL-höllinni skrifar 13. apríl 2013 00:01 Úr leik liðanna fyrr í vetur. KR tryggði sér sæti í úrslitum Domnios deild kvenna með 68-67 sigri á Snæfell í DHL-höllinni í dag. Háspenna var fram á seinustu sekúndu leiksins og var sigurinn ekki í höfn fyrr en lokaflautið gall. KR-ingar leiddu einvígið 2-1 fyrir leikinn og með sigri gátu þær tryggt sér sæti í úrslitum Dominos deildarinnar. Gestirnir voru komnir með bakið við vegg, þær þurftu á sigri að halda í dag til að tryggja sér oddaleik í Stykkishólmi. Allir þrír leikirnir í einvíginu höfðu unnist á útivelli fyrir leikinn í dag. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins, Snæfellsliðið var sterkara en Shannon McCallum hélt heimamönnum inn í leiknum. Það sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta, Snæfell spilaði vel og náði að loka vel á KR að undanskyldri Shannon sem skoraði 30 stig í fyrri hálfleik. Aðrir liðsmenn KR skoruðu hinsvegar aðeins 9 stig og var staðan í hálfleik 41-39 fyrir Snæfell. Þriðji leikhluti var jafn, bæði liðin byrjuðu vel í sókn en hertu skrúfurnar í vörninni þegar leið á leikhlutann og skoruðu liðin aðeins 18 stig í þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta byrjuðu KR-ingar að síga framúr og náðu mest sex stiga forskoti. Þá vöknuðu gestirnir aftur til lífsins og börðust allt fram á lokasekúndur leiksins. Shannon McCallum átti stórleik í liði KR en hún skoraði 40 stig ásamt því að taka 13 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 7 boltum. Gestirnir náðu aldrei að stöðva hana og varð það þeirra banabiti.Úrslit:KR-Snæfell 68-67 (17-20, 22-21, 10-10, 19-16)KR: Shannon McCallum 40/13 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8/4 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 5/6 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Anna María Ævarsdóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0, Sólrún Sæmundsdóttir 0, Rannveig Ólafsdóttir 0, Kristbjörg Pálsdóttir 0, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0.Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 21/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 18/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kieraah Marlow 9/16 fráköst/7 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/8 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Ellen Alfa Högnadóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0, Sara Sædal Andrésdóttir 0. Finnur: Snæfell er frábært lið„Þetta er það sem við ætluðum okkur, við ætluðum reyndar ekki að hafa þetta svona jafnt," sagði Finnur Stefánsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Við ætluðum að gera þetta meira sannfærandi en við tökum þessu auðvitað." KR vann þrjá af fjórum leikjum í seríunni og komust í úrslit með sigrinum. „Eftir góða frammistöðu í síðasta leik fannst mér við detta í sama farið og í fyrstu tveimur leikjunum. Óöryggi og ólíkt því sem við ætluðum okkur en við vorum staðráðnar að tapa ekki aftur á heimavelli og ég er mjög ánægður að klára þetta," „Við vissum að þær myndu koma brjálaðar inn í leikinn, Snæfell er frábært lið sem á allt gott skilið en ég er mjög ánægður að ná að slá þær út." Shannon McCallum átti stórleik í liði KR og hélt liðinu lengi vel inn í leiknum. „Hún er frábær leikmaður og var í stuði í kvöld. Við viljum auðvitað dreifa boltanum og skorinu meira en hún sýndi í dag hvað hún getur gert," sagði Finnur. Ingi Þór: Skil ekki hvað Shannon er að gera á Íslandi„Við vorum meðvitundarlausar í síðasta leik í hólminum og við töpuðum seríunni þar," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells eftir leikinn. „Við sýndum í dag að við erum eitt að betri liðum deildarinnar. Það vantaði bara herslumuninn, útlendingurinn okkar var ekki að skila sínu öfugt við KR-liðið sem virtist vera eins manns lið," Shannon McCallum átti stórleik í liði KR. „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna okkar í dag, Hildur Sigurðardóttir spilaði frábærlega í sókn og vörn. Hún dekkaði Shannon vel en Shannon náði samt að skila 40 stigum. Ég skil einfaldlega ekkert hvað hún er að spila hérna." „Hún er einfaldlega gríðarlega góð og svo þegar hlutirnir fóru að detta hjá hinum var þetta erfitt. Við börðumst áfram og hefðum átt að jafna á lokasekúndunum þegar Kieraah fór á vítalínuna en þessi skot verða einfaldlega að detta." „Við spiluðum þennan leik eiginlega á sex leikmönnum og það telur í svona tæpum leikjum. Við höfum verið eitt af toppliðunum og að detta út núna er auðvitað hundfúlt en ég er stoltur af því hvernig liðið spilaði þetta," sagði Ingi. Sara Mjöll: Ætluðum að klára þetta í dag„Þetta er mjög jákvætt og við erum ótrúlega ánægðar með þetta," sagði Sara Mjöll Magnúsdóttir, leikmaður KR eftir leikinn. „Við ætluðum okkur að taka þetta hérna heima í fyrri heimaleiknum en þetta fór svona og það er fínt að þurfa ekki að fara í hólminn í annan leik." Shannon McCallum átti stórleik í liði KR og hélt liðinu lengi vel inn í leiknum. „Hún er auðvitað svakalega góð en hún var full mikið með boltann. Þetta var erfitt fyrir okkur, ef við dreifum boltanum betur verður þetta skemmtilegra og auðveldara fyrir okkur svo við þurfum aðeins að laga það," Sara gat ekki nefnt neina óskamótherja í úrslitunum. „Í rauninni ekki, Valsliðið kemur mér á óvart hvernig þær standa í Keflavíkurliðinu. Kannski pössum við betur á móti Keflavík en það kemur bara í ljós, mér er eiginlega sama," sagði Sara.Textalýsing úr DHL-höllinni:Leik lokið | 68-67: KR fer í úrslit! 39. mín| 68-67: Kieraah Marlow setur aðeins annað vítið niður. Sigrún Sjöfn fer á vítalínuna fyrir KR og þarf að setja allaveganna annað niður þegar 2.54 sek eru eftir. 39. mín | 68-66: Tapaður bolti hjá Snæfell þegar 32.34 sek eru eftir. Karfa hér myndi nánast klára einvígið. 38. mín | 68-66: Góður kafli hjá gestunum og þær halda í sókn þegar 1:20 er eftir á klukkunni. 37. mín | 66-60: McCallum stelur boltanum og skorar úr erfiðu skoti. 36. mín | 64-60: KR komið yfir með tveimur körfum á stuttum tíma og Ingi Þór, þjálfari Snæfells tekur leikhlé. 35. mín | 60-60: Gestirnir fljótir að svara, Helga Hjördís með þrist og Hildur Björg setur niður tvö vítaskot. 34. mín | 60-55: McCallum með þrist og forskotið komið í fimm stig. Hún er komin með 38 stig í leiknum. 31. mín | 55-53: Sara setur niður tvö skot í röð og nær forskotinu fyrir KR. Þriðja leikhluta lokið | 49-51: 10-10 í leikhlutanum, ná KR-ingar að snúa þessu við í fjórða leikhluta eða ná gestirnir að knýja fram oddaleik. 28.mín | 49 - 49: Bæði liðin búin að herða skrúfuna í vörninni, aðeins komin 18 stig í leikhlutanum. 26. mín | 48-47: Aftur fer McCallum á línuna en setur aðeins niður eitt í þetta skiptið. KR komið í bónusinn. 25. mín | 47-47: McCallum setur niður tvö vítaskot og jafnar leikinn. 22. mín | 43-45: Liðin skiptast á körfum í upphafi þriðja leikhluta. Hálfleikur | 39 - 41: Skotið geigaði og fara gestirnir með forskot inn í hálfleik. Shannon McCallum er búin að vera með stórskotasýningu með 30 stig en aðrir leikmenn KR ekki komnir í gang. 19. mín | 39 - 41: Björg Einarsdóttir með langan þrist og stelur boltanum í næstu sókn, KR-ingar geta jafnað á lokasekúndunum. 18. mín | 36-36: McCallum komin með 30 stig. Hvar endar þetta? Aðeins sex íslensk stig hjá KR.15. mín | 29-31: Hildur Sig í miklu stuði hjá Snæfelli og komin með 18 stig. Gefur McCallum ekkert eftir en hún er reyndar komin með 23 stig.12. mín | 22-22: Talningin heldur áfram. McCallum komin í 18 stig.1. leikhluta lokið | 17-20: Fín byrjun hjá gestunum. Hildur búin að skora 9 stig fyrir þá. McCallum með 13 stig fyrir KR. Óhætt að segja að hún sé allt í öllu.8. mín | 13-15: McCallum sem fyrr atkvæðamikil í liði KR en hún er þegar komin með 9 stig.6. mín | 7-9: Snæfell ætlar greinilega að selja sig dýrt í dag.4. mín | 7-5: Jafnt á með liðunum í upphafi.2. mín | 4-4: Hildur Sigurðardóttir skoraði fyrstu körfu leiksins en McCallum svaraði að bragði. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira
KR tryggði sér sæti í úrslitum Domnios deild kvenna með 68-67 sigri á Snæfell í DHL-höllinni í dag. Háspenna var fram á seinustu sekúndu leiksins og var sigurinn ekki í höfn fyrr en lokaflautið gall. KR-ingar leiddu einvígið 2-1 fyrir leikinn og með sigri gátu þær tryggt sér sæti í úrslitum Dominos deildarinnar. Gestirnir voru komnir með bakið við vegg, þær þurftu á sigri að halda í dag til að tryggja sér oddaleik í Stykkishólmi. Allir þrír leikirnir í einvíginu höfðu unnist á útivelli fyrir leikinn í dag. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins, Snæfellsliðið var sterkara en Shannon McCallum hélt heimamönnum inn í leiknum. Það sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta, Snæfell spilaði vel og náði að loka vel á KR að undanskyldri Shannon sem skoraði 30 stig í fyrri hálfleik. Aðrir liðsmenn KR skoruðu hinsvegar aðeins 9 stig og var staðan í hálfleik 41-39 fyrir Snæfell. Þriðji leikhluti var jafn, bæði liðin byrjuðu vel í sókn en hertu skrúfurnar í vörninni þegar leið á leikhlutann og skoruðu liðin aðeins 18 stig í þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta byrjuðu KR-ingar að síga framúr og náðu mest sex stiga forskoti. Þá vöknuðu gestirnir aftur til lífsins og börðust allt fram á lokasekúndur leiksins. Shannon McCallum átti stórleik í liði KR en hún skoraði 40 stig ásamt því að taka 13 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 7 boltum. Gestirnir náðu aldrei að stöðva hana og varð það þeirra banabiti.Úrslit:KR-Snæfell 68-67 (17-20, 22-21, 10-10, 19-16)KR: Shannon McCallum 40/13 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8/4 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 5/6 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Anna María Ævarsdóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0, Sólrún Sæmundsdóttir 0, Rannveig Ólafsdóttir 0, Kristbjörg Pálsdóttir 0, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0.Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 21/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 18/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kieraah Marlow 9/16 fráköst/7 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/8 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Ellen Alfa Högnadóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0, Sara Sædal Andrésdóttir 0. Finnur: Snæfell er frábært lið„Þetta er það sem við ætluðum okkur, við ætluðum reyndar ekki að hafa þetta svona jafnt," sagði Finnur Stefánsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Við ætluðum að gera þetta meira sannfærandi en við tökum þessu auðvitað." KR vann þrjá af fjórum leikjum í seríunni og komust í úrslit með sigrinum. „Eftir góða frammistöðu í síðasta leik fannst mér við detta í sama farið og í fyrstu tveimur leikjunum. Óöryggi og ólíkt því sem við ætluðum okkur en við vorum staðráðnar að tapa ekki aftur á heimavelli og ég er mjög ánægður að klára þetta," „Við vissum að þær myndu koma brjálaðar inn í leikinn, Snæfell er frábært lið sem á allt gott skilið en ég er mjög ánægður að ná að slá þær út." Shannon McCallum átti stórleik í liði KR og hélt liðinu lengi vel inn í leiknum. „Hún er frábær leikmaður og var í stuði í kvöld. Við viljum auðvitað dreifa boltanum og skorinu meira en hún sýndi í dag hvað hún getur gert," sagði Finnur. Ingi Þór: Skil ekki hvað Shannon er að gera á Íslandi„Við vorum meðvitundarlausar í síðasta leik í hólminum og við töpuðum seríunni þar," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells eftir leikinn. „Við sýndum í dag að við erum eitt að betri liðum deildarinnar. Það vantaði bara herslumuninn, útlendingurinn okkar var ekki að skila sínu öfugt við KR-liðið sem virtist vera eins manns lið," Shannon McCallum átti stórleik í liði KR. „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna okkar í dag, Hildur Sigurðardóttir spilaði frábærlega í sókn og vörn. Hún dekkaði Shannon vel en Shannon náði samt að skila 40 stigum. Ég skil einfaldlega ekkert hvað hún er að spila hérna." „Hún er einfaldlega gríðarlega góð og svo þegar hlutirnir fóru að detta hjá hinum var þetta erfitt. Við börðumst áfram og hefðum átt að jafna á lokasekúndunum þegar Kieraah fór á vítalínuna en þessi skot verða einfaldlega að detta." „Við spiluðum þennan leik eiginlega á sex leikmönnum og það telur í svona tæpum leikjum. Við höfum verið eitt af toppliðunum og að detta út núna er auðvitað hundfúlt en ég er stoltur af því hvernig liðið spilaði þetta," sagði Ingi. Sara Mjöll: Ætluðum að klára þetta í dag„Þetta er mjög jákvætt og við erum ótrúlega ánægðar með þetta," sagði Sara Mjöll Magnúsdóttir, leikmaður KR eftir leikinn. „Við ætluðum okkur að taka þetta hérna heima í fyrri heimaleiknum en þetta fór svona og það er fínt að þurfa ekki að fara í hólminn í annan leik." Shannon McCallum átti stórleik í liði KR og hélt liðinu lengi vel inn í leiknum. „Hún er auðvitað svakalega góð en hún var full mikið með boltann. Þetta var erfitt fyrir okkur, ef við dreifum boltanum betur verður þetta skemmtilegra og auðveldara fyrir okkur svo við þurfum aðeins að laga það," Sara gat ekki nefnt neina óskamótherja í úrslitunum. „Í rauninni ekki, Valsliðið kemur mér á óvart hvernig þær standa í Keflavíkurliðinu. Kannski pössum við betur á móti Keflavík en það kemur bara í ljós, mér er eiginlega sama," sagði Sara.Textalýsing úr DHL-höllinni:Leik lokið | 68-67: KR fer í úrslit! 39. mín| 68-67: Kieraah Marlow setur aðeins annað vítið niður. Sigrún Sjöfn fer á vítalínuna fyrir KR og þarf að setja allaveganna annað niður þegar 2.54 sek eru eftir. 39. mín | 68-66: Tapaður bolti hjá Snæfell þegar 32.34 sek eru eftir. Karfa hér myndi nánast klára einvígið. 38. mín | 68-66: Góður kafli hjá gestunum og þær halda í sókn þegar 1:20 er eftir á klukkunni. 37. mín | 66-60: McCallum stelur boltanum og skorar úr erfiðu skoti. 36. mín | 64-60: KR komið yfir með tveimur körfum á stuttum tíma og Ingi Þór, þjálfari Snæfells tekur leikhlé. 35. mín | 60-60: Gestirnir fljótir að svara, Helga Hjördís með þrist og Hildur Björg setur niður tvö vítaskot. 34. mín | 60-55: McCallum með þrist og forskotið komið í fimm stig. Hún er komin með 38 stig í leiknum. 31. mín | 55-53: Sara setur niður tvö skot í röð og nær forskotinu fyrir KR. Þriðja leikhluta lokið | 49-51: 10-10 í leikhlutanum, ná KR-ingar að snúa þessu við í fjórða leikhluta eða ná gestirnir að knýja fram oddaleik. 28.mín | 49 - 49: Bæði liðin búin að herða skrúfuna í vörninni, aðeins komin 18 stig í leikhlutanum. 26. mín | 48-47: Aftur fer McCallum á línuna en setur aðeins niður eitt í þetta skiptið. KR komið í bónusinn. 25. mín | 47-47: McCallum setur niður tvö vítaskot og jafnar leikinn. 22. mín | 43-45: Liðin skiptast á körfum í upphafi þriðja leikhluta. Hálfleikur | 39 - 41: Skotið geigaði og fara gestirnir með forskot inn í hálfleik. Shannon McCallum er búin að vera með stórskotasýningu með 30 stig en aðrir leikmenn KR ekki komnir í gang. 19. mín | 39 - 41: Björg Einarsdóttir með langan þrist og stelur boltanum í næstu sókn, KR-ingar geta jafnað á lokasekúndunum. 18. mín | 36-36: McCallum komin með 30 stig. Hvar endar þetta? Aðeins sex íslensk stig hjá KR.15. mín | 29-31: Hildur Sig í miklu stuði hjá Snæfelli og komin með 18 stig. Gefur McCallum ekkert eftir en hún er reyndar komin með 23 stig.12. mín | 22-22: Talningin heldur áfram. McCallum komin í 18 stig.1. leikhluta lokið | 17-20: Fín byrjun hjá gestunum. Hildur búin að skora 9 stig fyrir þá. McCallum með 13 stig fyrir KR. Óhætt að segja að hún sé allt í öllu.8. mín | 13-15: McCallum sem fyrr atkvæðamikil í liði KR en hún er þegar komin með 9 stig.6. mín | 7-9: Snæfell ætlar greinilega að selja sig dýrt í dag.4. mín | 7-5: Jafnt á með liðunum í upphafi.2. mín | 4-4: Hildur Sigurðardóttir skoraði fyrstu körfu leiksins en McCallum svaraði að bragði.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira