Hefur tvívegis hvatt Bjarna til að segja af sér Karen Kjartansdóttir skrifar 12. apríl 2013 19:00 Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis hefur tvívegis hvatt Bjarna Benediktsson til að segja af sér formennsku. Elín Hirst, eiginkona Friðriks og þingmannsefni flokksins, segist ekkert vita um málið. Hún styðji Bjarna en vont sé hve flokkurinn mælist með lítið fylgi. Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í viðtali í Ríkissjónvarpinu í gær að hann íhugaði að hætta í stjórnmálum. Sagði hann um könnun Viðskiptablaðsins, þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir tæki við formennsku, að öfl innan flokksins væru að vinna gegn honum. Bjarni hélt þó áfram hefðbundinni kosningabaráttu í dag og var staddur á vinnustaðafundi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar þegar fréttastofa hitti hann fyrir í dag. Sagðist hann hafa fundið fyrir miklum stuðning. Hanna og Bjarni funduðu um klukkan fjögur í dag og ræddu saman fóru yfir stöðuna. Hönnu Birna þvertók í viðtali við Stöð 2 að hún væri hluti af þeim öflum sem Bjarni nefnir. „Ég hefði aldrei boðið mig fram til varaformanns ef ég treysti ekki formanninum. Það er alveg ljóst,“ sagði Hanna Birna, og bætti því við að mestu skipti að sjálfstæðisfólk um allt land stæði saman og tækist að koma að ný ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins. En hvaða öfl eru það sem Bjarni segir að séu að vinna gegn sér? Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að meðal annars mun Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis, tvívegis hafa hvatt Bjarna til að segja af sér, bæði í bréfi sem hann sendi fyrir um tveimur vikum og svo í vitna viðurvist í gær. Eiginkona Friðriks, Elín Hirst, er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sama kjördæmi og Bjarni en hún virðist ekki ætla komast inn á þing miðað við síðustu kannanir. Frekari frétta mun vera að vænta á fundi flokksins sem verður haldinn í Fjölbrautaskóla Garðabæjar klukkan ellefu á morgun en fjöldi stuðningsmanna Bjarna hefur boðað komu sína þangað. Viðtöl við þau Bjarna, Elínu og Hönnu Birnu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis hefur tvívegis hvatt Bjarna Benediktsson til að segja af sér formennsku. Elín Hirst, eiginkona Friðriks og þingmannsefni flokksins, segist ekkert vita um málið. Hún styðji Bjarna en vont sé hve flokkurinn mælist með lítið fylgi. Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í viðtali í Ríkissjónvarpinu í gær að hann íhugaði að hætta í stjórnmálum. Sagði hann um könnun Viðskiptablaðsins, þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir tæki við formennsku, að öfl innan flokksins væru að vinna gegn honum. Bjarni hélt þó áfram hefðbundinni kosningabaráttu í dag og var staddur á vinnustaðafundi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar þegar fréttastofa hitti hann fyrir í dag. Sagðist hann hafa fundið fyrir miklum stuðning. Hanna og Bjarni funduðu um klukkan fjögur í dag og ræddu saman fóru yfir stöðuna. Hönnu Birna þvertók í viðtali við Stöð 2 að hún væri hluti af þeim öflum sem Bjarni nefnir. „Ég hefði aldrei boðið mig fram til varaformanns ef ég treysti ekki formanninum. Það er alveg ljóst,“ sagði Hanna Birna, og bætti því við að mestu skipti að sjálfstæðisfólk um allt land stæði saman og tækist að koma að ný ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins. En hvaða öfl eru það sem Bjarni segir að séu að vinna gegn sér? Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að meðal annars mun Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis, tvívegis hafa hvatt Bjarna til að segja af sér, bæði í bréfi sem hann sendi fyrir um tveimur vikum og svo í vitna viðurvist í gær. Eiginkona Friðriks, Elín Hirst, er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sama kjördæmi og Bjarni en hún virðist ekki ætla komast inn á þing miðað við síðustu kannanir. Frekari frétta mun vera að vænta á fundi flokksins sem verður haldinn í Fjölbrautaskóla Garðabæjar klukkan ellefu á morgun en fjöldi stuðningsmanna Bjarna hefur boðað komu sína þangað. Viðtöl við þau Bjarna, Elínu og Hönnu Birnu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira