Utanríkisráðherra segir Sjálfstæðisflokkinn ekki stjórntækan 13. apríl 2013 13:37 Bjarni á fundinum í dag. Össur segir flokkinn ekki stjórntækan. „Þetta eru hjaðningarvíg og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, um atburðarrásina innan Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Hún náði hámarki í dag þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti á fjölmennum fundi í Fjölbrautarskólanum í Garðbæ að hann hygðist halda áfram sem formaður flokksins. Hart var sótt að Bjarna í síðustu viku þegar Viðskiptablaðið birti skoðanakönnun þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn væri Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður. Bjarni brást við þessu í leiðtogaviðtali á RÚV síðasta fimmtudagskvöld þar sem hann sagðist íhuga að stíga til hliðar eftir að hafa séð þessa könnun. Hann sagði það mannlegt að íhuga það. Össur er sannfærður um að hér sé hönnuð flétta á ferð, og segir að hermenn miði ekki sjálfir byssum og hleypi af nema einhver segi þeim að gera það - og tekur undir orð Bjarna sjálfs um að stuðningsmenn Hönnu Birnu hafi staðið á bak við könnunina sem kom á versta tíma - daginn eftir slæma útreið flokksins í könnun Morgunblaðsins. En Össur er gamalreyndur í stjórnmálum og segir um skipulagðar fléttur í stjórnmálum: „Ég er bæði skákmaður og stjórnmálamaður, en skákin er öðruvísi en stjórnmálin að því leytinu til að þar geta gengið upp fléttur sem byggja á mörgum leikjum. En það gerist aldrei í pólitík,“ Og Össur er talar umbúðalaust um fléttuna sem hefur birst landsmönnum síðustu daga: „Þegar svona groddarleg flétta er sett upp - og svona blóðug - getur það ekki endað öðruvísi en að öll spjót standi á Hönnu Birnu.“ Össur spáir því að Hanna Birna geti ekki í framtíðinni orðið leiðtogi sem friður er um. „Og henni hefur tekist að kljúfa flokkin niður í rót. Það tókst mér aldrei né öðrum andstæðingum flokksins,“ bætir Össur við. „Það er sérkennileg mylla sem þarna var sett upp, yfirhönnuð atburðarás, sem hefur misboðið heiðarlegum sjálfstæðismönnum, sem þeir eru nú flestir,“ segir Össur um stöðuna innan flokksins. Hann segir þessi átök slík að þeim sé best líkt við hjaðningarvíg og að þeim sé ekki lokið. Þetta sé barátta sem hann telur að eigi eftir að vara lengi. „Og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili. Hann þarf að hreinsa til í sínum ranni, og það hefur sýnt sig að svona átök verða að skærum - og þarna rennur blóð.“ Aðspurður um næstu stjórnarmyndun segir hann það eitt augljóst að Framsóknarflokkurinn muni fara í ríkisstjórn. „En stjórnarmyndun verður flókin. Framsókn virðist hafa þetta í sínum höndum. En ef þú ert að spyrja hvort Samfylkingin sé tilbúin að vinna með Framsóknarflokknum þá get ég hugsað mér að vinna að ýmsum málum með þeim, svo sem skuldamálum heimilanna,“ segir hann að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira
„Þetta eru hjaðningarvíg og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, um atburðarrásina innan Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Hún náði hámarki í dag þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti á fjölmennum fundi í Fjölbrautarskólanum í Garðbæ að hann hygðist halda áfram sem formaður flokksins. Hart var sótt að Bjarna í síðustu viku þegar Viðskiptablaðið birti skoðanakönnun þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn væri Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður. Bjarni brást við þessu í leiðtogaviðtali á RÚV síðasta fimmtudagskvöld þar sem hann sagðist íhuga að stíga til hliðar eftir að hafa séð þessa könnun. Hann sagði það mannlegt að íhuga það. Össur er sannfærður um að hér sé hönnuð flétta á ferð, og segir að hermenn miði ekki sjálfir byssum og hleypi af nema einhver segi þeim að gera það - og tekur undir orð Bjarna sjálfs um að stuðningsmenn Hönnu Birnu hafi staðið á bak við könnunina sem kom á versta tíma - daginn eftir slæma útreið flokksins í könnun Morgunblaðsins. En Össur er gamalreyndur í stjórnmálum og segir um skipulagðar fléttur í stjórnmálum: „Ég er bæði skákmaður og stjórnmálamaður, en skákin er öðruvísi en stjórnmálin að því leytinu til að þar geta gengið upp fléttur sem byggja á mörgum leikjum. En það gerist aldrei í pólitík,“ Og Össur er talar umbúðalaust um fléttuna sem hefur birst landsmönnum síðustu daga: „Þegar svona groddarleg flétta er sett upp - og svona blóðug - getur það ekki endað öðruvísi en að öll spjót standi á Hönnu Birnu.“ Össur spáir því að Hanna Birna geti ekki í framtíðinni orðið leiðtogi sem friður er um. „Og henni hefur tekist að kljúfa flokkin niður í rót. Það tókst mér aldrei né öðrum andstæðingum flokksins,“ bætir Össur við. „Það er sérkennileg mylla sem þarna var sett upp, yfirhönnuð atburðarás, sem hefur misboðið heiðarlegum sjálfstæðismönnum, sem þeir eru nú flestir,“ segir Össur um stöðuna innan flokksins. Hann segir þessi átök slík að þeim sé best líkt við hjaðningarvíg og að þeim sé ekki lokið. Þetta sé barátta sem hann telur að eigi eftir að vara lengi. „Og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili. Hann þarf að hreinsa til í sínum ranni, og það hefur sýnt sig að svona átök verða að skærum - og þarna rennur blóð.“ Aðspurður um næstu stjórnarmyndun segir hann það eitt augljóst að Framsóknarflokkurinn muni fara í ríkisstjórn. „En stjórnarmyndun verður flókin. Framsókn virðist hafa þetta í sínum höndum. En ef þú ert að spyrja hvort Samfylkingin sé tilbúin að vinna með Framsóknarflokknum þá get ég hugsað mér að vinna að ýmsum málum með þeim, svo sem skuldamálum heimilanna,“ segir hann að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira