Réttað yfir fimmmenningum vegna PIP-púða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. apríl 2013 13:50 Stefnendur skrá sig í ráðhúsinu í Marseille. Mynd/AP Hafin eru réttarhöld yfir fimm yfirmönnum franska fyrirtækisins PIP vegna ónýtra brjóstapúða. Réttarhöldin eru sögð ein af þeim stærstu í sögu Frakklands, en yfir fimm þúsund konur taka þátt í málsókninni. Meðal ákærðu er Jean-Claude Mas, stofnandi og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, en hann er sakaður um að hafa látið setja iðnaðarsílikon í púðana. Hefur það gert það að verkum að margir púðanna hafa lekið, og eru hin meintu svik sögð hafa áhrif á um 300 þúsund konur í 65 löndum. Réttarhöldin fara fram í borginni Marseille, en þau voru flutt úr dómshúsinu í ráðhúsið vegna fjölda stefnenda og lögmanna þeirra. Lokað þinghald hér á landi Hér á landi hafa konur stefnt Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna notkunar púðanna. Ekki er um hópmálsókn að ræða heldur nokkrar aðskildar málsóknir. Saga Ýrr Jónsdóttir fer með mál nokkurra kvennanna. Saga vildi sem minnst tjá sig um þinghaldið sem nú stendur yfir, en það er lokað. Aðspurð um áhrif niðurstöðu frönsku réttarhaldanna segir Saga erlenda málið geta hjálpað. „Það munu koma fram upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins sem maður hefur ekki aðgang að hérna þannig að auðvitað verður fylgst með því. Svoleiðis hjálpar mjög mikið.“ Talið er að réttarhöldin í Marseille standi til 17. maí. PIP-brjóstapúðar Tengdar fréttir Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45 Um 30 konur vilja fara í mál vegna PIP-brjósta Fjöldi þeirra kvenna sem ætla í mál við lýtalækninn Jens Kjartansson vegna sílíkonpúða fer ört vaxandi. Um þrjátíu konur hafa sett sig í samband við lögmann vegna þessa. 9. janúar 2012 12:03 Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. 7. nóvember 2012 19:29 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hafin eru réttarhöld yfir fimm yfirmönnum franska fyrirtækisins PIP vegna ónýtra brjóstapúða. Réttarhöldin eru sögð ein af þeim stærstu í sögu Frakklands, en yfir fimm þúsund konur taka þátt í málsókninni. Meðal ákærðu er Jean-Claude Mas, stofnandi og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, en hann er sakaður um að hafa látið setja iðnaðarsílikon í púðana. Hefur það gert það að verkum að margir púðanna hafa lekið, og eru hin meintu svik sögð hafa áhrif á um 300 þúsund konur í 65 löndum. Réttarhöldin fara fram í borginni Marseille, en þau voru flutt úr dómshúsinu í ráðhúsið vegna fjölda stefnenda og lögmanna þeirra. Lokað þinghald hér á landi Hér á landi hafa konur stefnt Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna notkunar púðanna. Ekki er um hópmálsókn að ræða heldur nokkrar aðskildar málsóknir. Saga Ýrr Jónsdóttir fer með mál nokkurra kvennanna. Saga vildi sem minnst tjá sig um þinghaldið sem nú stendur yfir, en það er lokað. Aðspurð um áhrif niðurstöðu frönsku réttarhaldanna segir Saga erlenda málið geta hjálpað. „Það munu koma fram upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins sem maður hefur ekki aðgang að hérna þannig að auðvitað verður fylgst með því. Svoleiðis hjálpar mjög mikið.“ Talið er að réttarhöldin í Marseille standi til 17. maí.
PIP-brjóstapúðar Tengdar fréttir Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45 Um 30 konur vilja fara í mál vegna PIP-brjósta Fjöldi þeirra kvenna sem ætla í mál við lýtalækninn Jens Kjartansson vegna sílíkonpúða fer ört vaxandi. Um þrjátíu konur hafa sett sig í samband við lögmann vegna þessa. 9. janúar 2012 12:03 Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. 7. nóvember 2012 19:29 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45
Um 30 konur vilja fara í mál vegna PIP-brjósta Fjöldi þeirra kvenna sem ætla í mál við lýtalækninn Jens Kjartansson vegna sílíkonpúða fer ört vaxandi. Um þrjátíu konur hafa sett sig í samband við lögmann vegna þessa. 9. janúar 2012 12:03
Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. 7. nóvember 2012 19:29