Ísbíltúr með Sigmundi Davíð 4. apríl 2013 22:19 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er í viðtali í Fréttatímanum sem kemur út á morgun. Segja má að viðtalið sé í óvenjulegri kantinum enda eru svör Sigmundar ítrekað sett í sögulegt samhengi og orð hans frá fyrri tíð rifjuð upp. Það var Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Fréttatímans, sem skellti sér í bíltúr með forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins næstsíðasta starfsdag Alþingis. Farið er um víðan völl og hefur Sigríður á orði að henni finnist Sigmundur Davíð einfaldlega vera að þylja upp texta í svörum við spurningum hennar. „Sem getur vel verið, ef til vill er maðurinn með ljósmyndaminni og á erfitt með að bregða út af handritinu," segir Sigríður. Er formaðurinn meðal annars spurður út í meint einelti gagnvart Framósknarflokknum. Hann segir að við því hafi verið að búast þegar flokkurinn bætti við sig jafnmiklu fylgi og raunin sé orðin. „Það getur í sjálfu sér verið eðlilegt ef það er á pólitískum grundvelli en svo hefur ekki alltaf verið og ýmsum brögðum hefur verið beitt. Því hefur verið haldið fram að tillögur okkar séu óraunhæfar og að kostnaðurinn falli allur á ríkið, þetta séu bara töfrabrögð," segir Sigmundur.Íslenski kúrinn Rifjuð eru upp fleyg orð Sigmundar þegar umræður um IceSave-samninginn stóðu sem hæst. Sú orðræða minnir ritstjóra Fréttatímans á megrunarkúr sem Sigmundur Davíð fór í sumarið 2011. Þar ætlaði formaðurinn aðeins að neyta íslensks matar og byggði á því „aðeins helmingur þeirrar fæðu sem neytt er á Íslandi er framleidd hér. Þannig að ef maður borðar bara það íslenska borðar maður helmingi minna. Með því að auka svo neyslu á íslenska matnum um 50% endar maður í 75% af fyrri neyslu." Með þessu hafi Sigmundur Davíð ætlað í flatan niðurskurð upp á 25 prósent og ætlað að grennast að sama skapi. „Ekkert var minnst á hitaeiningafjölda, næringarinnihald, hlutfall trefja, samsetningu fæðu og þar fram eftir götunum," skrifar Sigríður Dögg. Hún segir að íslenski kúr Sigmundar Davíð hafi orðið endasleppur. „Röksemdafærslan gekk sennilega ekki upp, enda forsendurnar hæpnar - að minnsta kosti minnir Sigmundur Davíð mig aftur á ísinn þegar við erum komin upp á miðja Mosfellsheiði. „Hva', við gleymdum að stoppa og kaupa ís!" „Já, það er enginn tími," svara ég. „Þú færð ís þegar myndatakan er búin – ef það verður tími," bæti ég við." Sigríður segist ekki hafa þorað að bera upp spurninguna hvort Framsóknarmenn hafi ekki átt frumkvæði að því að Íbúðalánasjóður og bankarnir hófu að lána 90 prósent af söluverðmæti fasteigna. „Ég vil ekki vera föst í bíl með reiðum formanni – því Sigmundur reiddist Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar illilega í sjónvarpsætti fyrir fáeinum dögum þegar Árni Páll nefndi þetta. Ég læt kjurt liggja. Ég veit hvort eð er hverju hann svarar, hinu sama og þar: Þetta er rangt, það er alls ekki okkur að kenna," skrifar Sigríður Dögg.Hélt að aðeins unglingspiltar drykkju Mointain Dew Hún lýsir því hvernig Sigmundur Davíð hafi verið ófeiminn við að stilla sér upp í myndatökur í hrauninu á Þingvöllum með íslenska fánann blaktandi í baksýn. Þá greinir hún frá ítrekuðum beiðnum Sigmundar Davíðs eftir snarlstoppi. „Við rennum í hlað söluskálans á Þingvöllum, sem enn er opinn, svo Sigmundur Davíð fær afgreiðslu. Hann kemur til baka í bílinn og býður ís, KitKat, sódavatn, Pepsi og Montain Dew, sem hann slekkur þorstann með. Ég sem hélt að bara unglingspiltar drykkju Mountain Dew," skrifar Sigríður. Að viðtalinu loknu segist Sigríður sitja í afstursætinu og velta fyrir sér hvað Sigmundur Davíð hafi sagt við sig í þessum eins og hálf tíma löngu viðtali. Hún muni ósköp lítið en þó tvennt: „Enn meiri niðurskurður er í vændum og útlit er fyrir að aðildarviðræðum verði frestað um fjögur ár. Það er þó eitthvað."Viðtalið í heild sinni má sjá hér. Kosningar 2013 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er í viðtali í Fréttatímanum sem kemur út á morgun. Segja má að viðtalið sé í óvenjulegri kantinum enda eru svör Sigmundar ítrekað sett í sögulegt samhengi og orð hans frá fyrri tíð rifjuð upp. Það var Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Fréttatímans, sem skellti sér í bíltúr með forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins næstsíðasta starfsdag Alþingis. Farið er um víðan völl og hefur Sigríður á orði að henni finnist Sigmundur Davíð einfaldlega vera að þylja upp texta í svörum við spurningum hennar. „Sem getur vel verið, ef til vill er maðurinn með ljósmyndaminni og á erfitt með að bregða út af handritinu," segir Sigríður. Er formaðurinn meðal annars spurður út í meint einelti gagnvart Framósknarflokknum. Hann segir að við því hafi verið að búast þegar flokkurinn bætti við sig jafnmiklu fylgi og raunin sé orðin. „Það getur í sjálfu sér verið eðlilegt ef það er á pólitískum grundvelli en svo hefur ekki alltaf verið og ýmsum brögðum hefur verið beitt. Því hefur verið haldið fram að tillögur okkar séu óraunhæfar og að kostnaðurinn falli allur á ríkið, þetta séu bara töfrabrögð," segir Sigmundur.Íslenski kúrinn Rifjuð eru upp fleyg orð Sigmundar þegar umræður um IceSave-samninginn stóðu sem hæst. Sú orðræða minnir ritstjóra Fréttatímans á megrunarkúr sem Sigmundur Davíð fór í sumarið 2011. Þar ætlaði formaðurinn aðeins að neyta íslensks matar og byggði á því „aðeins helmingur þeirrar fæðu sem neytt er á Íslandi er framleidd hér. Þannig að ef maður borðar bara það íslenska borðar maður helmingi minna. Með því að auka svo neyslu á íslenska matnum um 50% endar maður í 75% af fyrri neyslu." Með þessu hafi Sigmundur Davíð ætlað í flatan niðurskurð upp á 25 prósent og ætlað að grennast að sama skapi. „Ekkert var minnst á hitaeiningafjölda, næringarinnihald, hlutfall trefja, samsetningu fæðu og þar fram eftir götunum," skrifar Sigríður Dögg. Hún segir að íslenski kúr Sigmundar Davíð hafi orðið endasleppur. „Röksemdafærslan gekk sennilega ekki upp, enda forsendurnar hæpnar - að minnsta kosti minnir Sigmundur Davíð mig aftur á ísinn þegar við erum komin upp á miðja Mosfellsheiði. „Hva', við gleymdum að stoppa og kaupa ís!" „Já, það er enginn tími," svara ég. „Þú færð ís þegar myndatakan er búin – ef það verður tími," bæti ég við." Sigríður segist ekki hafa þorað að bera upp spurninguna hvort Framsóknarmenn hafi ekki átt frumkvæði að því að Íbúðalánasjóður og bankarnir hófu að lána 90 prósent af söluverðmæti fasteigna. „Ég vil ekki vera föst í bíl með reiðum formanni – því Sigmundur reiddist Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar illilega í sjónvarpsætti fyrir fáeinum dögum þegar Árni Páll nefndi þetta. Ég læt kjurt liggja. Ég veit hvort eð er hverju hann svarar, hinu sama og þar: Þetta er rangt, það er alls ekki okkur að kenna," skrifar Sigríður Dögg.Hélt að aðeins unglingspiltar drykkju Mointain Dew Hún lýsir því hvernig Sigmundur Davíð hafi verið ófeiminn við að stilla sér upp í myndatökur í hrauninu á Þingvöllum með íslenska fánann blaktandi í baksýn. Þá greinir hún frá ítrekuðum beiðnum Sigmundar Davíðs eftir snarlstoppi. „Við rennum í hlað söluskálans á Þingvöllum, sem enn er opinn, svo Sigmundur Davíð fær afgreiðslu. Hann kemur til baka í bílinn og býður ís, KitKat, sódavatn, Pepsi og Montain Dew, sem hann slekkur þorstann með. Ég sem hélt að bara unglingspiltar drykkju Mountain Dew," skrifar Sigríður. Að viðtalinu loknu segist Sigríður sitja í afstursætinu og velta fyrir sér hvað Sigmundur Davíð hafi sagt við sig í þessum eins og hálf tíma löngu viðtali. Hún muni ósköp lítið en þó tvennt: „Enn meiri niðurskurður er í vændum og útlit er fyrir að aðildarviðræðum verði frestað um fjögur ár. Það er þó eitthvað."Viðtalið í heild sinni má sjá hér.
Kosningar 2013 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira