Aron: Óþolandi vinnubrögð hjá Wetzlar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. apríl 2013 12:45 Aron Kristjánsson. Mynd/Valli Vísir fylgdist með blaðamannafundi HSÍ í beinni textalýsingu. Tilefnið var leikur Íslands og Slóveníu í Laugardalshöllinni á sunnudag. Lestu lýsinguna hér fyrir neðan. Frekari fréttir af fundinum síðar í dag.13.30: Það er einnig fjallað um leikinn sem er á sunnudag og munu viðtöl vegna þess leiks birtast hér á Vísi síðar í dag.13.28: Aron: „Þetta eru óþolandi vinnubrögð hjá Wetzlar og hegðun þeirra öll í þessu máli. Hérna er leikmaður sem hagar sér í góðri trú í þeim tilgangi að spila fyrir sína þjóð." „Leikmenn og HSÍ standa á bak við hann. Vonandi gerir þjóðin það sama."13.26: Guðmundur er spurður hvort að HSÍ hafi fengið einhverja tilkynningu frá Wetzlar um að Kári mætti ekki spila. „Það er enginn hjá Wetzlar sem lét okkur vita og við sjáum ekki að Kári hafi gerst sekur um samningsbrot." „Í öllum venjulegum tilvikum þarf að gefa aðvörun við samningsbrot en það var ekki einu sinni gert. Við erum að vinna í þessum málum og vonandi verður útkoman jákvæð, en okkur fannst Wetzlar ganga full harkalega fram í þessu máli."13.24: „Eftir að Kári fór í aðgerð lagði hann hart að sér til að koma sér í form. Hann kom svo hingað heim og hitti landsliðið þar sem farið var yfir hans mál." „Kári tilkynnti læknum Wetzlar að hann vildi verða tekinn af sjúkralista frá og með 2. apríl. Hann fékk jákvæð viðbrögð við því frá báðum læknum félagsliðsins." „Hann var skoðaður af lækni landsliðsins sem mat hann leikhæfan og af þeirri ástæðu spilaði hann gegn Slóveníu. Það kom honum svo mjög á óvart þegar honum var tilkynnt að samningi hans hefði verið sagt upp einhliða." „Það er réttur HSÍ að fá hann til landsliðsins þegar það er landsleikjavika. Þess vegna var það gert." „Markmið Kára var alltaf að klára tímabilið í Þýskalandi og samninginn við Wetzlar með sæmd. Við munum styðja hann heilshugar í þessu máli og gera okkar besta til að fá farsæla lausn." „Það er þýskur lögmaður að vinna í þessu úti og hann mun taka sér tíma til að fara yfir þessi mál."13.14: Guðmundur B. opnar fundinn. Ætlar að tjá sig um Kára.13.12: Fundurinn er að byrja.13.10: Kári Kristján er kominn. Nú kemur í ljós hvort hann verði á fundinum eða hvort hann sé bara að kíkja við.13.06: Ólafur Gústafsson, Hafnfirðingur og leikmaður Flensburg, er kominn. Fjölmennur blaðamannafundur, semsagt.13.04: Fyrrum herbergisfélagarnir Einar Örn Jónsson, sem er nú fréttamaður á Rúv, og Guðjón Valur ræðast við. Fara yfir málin, vafalaust.13.02: Það verður athyglisvert að fylgjast með hvort eitthvað nýtt komi fram í máli Kára Kristjáns Kristjánssonar (KKK) en hann hefur ekkert tjáð sig eftir að hann var rekinn frá Wetzlar í gær.13.00: Ólafur Bjarki Ragnarsson er einnig hér til viðtals. Hann átti mjög góða innkomu í sigurleiknum gegn Slóveníu á miðvikudaginn.12.59: Aron Kristjánsson er kominn og nokkrir fjölmiðlamenn til viðbótar. Hér er lagt á borð eins í fínasta kaffiboði. Samlokur og kökur á boðstólum - bæði súkkulaði- og gulrótarkaka. Vafalítið gott allt saman, en við látum kaffið duga í þetta skiptið.12.55: Fáir mættir. Guðjón Valur fyrirliði er þó kominn og er reyndar í viðtali hjá eina fjölmiðlamanninum sem kom á undan mér. Íslenski handboltinn Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira
Vísir fylgdist með blaðamannafundi HSÍ í beinni textalýsingu. Tilefnið var leikur Íslands og Slóveníu í Laugardalshöllinni á sunnudag. Lestu lýsinguna hér fyrir neðan. Frekari fréttir af fundinum síðar í dag.13.30: Það er einnig fjallað um leikinn sem er á sunnudag og munu viðtöl vegna þess leiks birtast hér á Vísi síðar í dag.13.28: Aron: „Þetta eru óþolandi vinnubrögð hjá Wetzlar og hegðun þeirra öll í þessu máli. Hérna er leikmaður sem hagar sér í góðri trú í þeim tilgangi að spila fyrir sína þjóð." „Leikmenn og HSÍ standa á bak við hann. Vonandi gerir þjóðin það sama."13.26: Guðmundur er spurður hvort að HSÍ hafi fengið einhverja tilkynningu frá Wetzlar um að Kári mætti ekki spila. „Það er enginn hjá Wetzlar sem lét okkur vita og við sjáum ekki að Kári hafi gerst sekur um samningsbrot." „Í öllum venjulegum tilvikum þarf að gefa aðvörun við samningsbrot en það var ekki einu sinni gert. Við erum að vinna í þessum málum og vonandi verður útkoman jákvæð, en okkur fannst Wetzlar ganga full harkalega fram í þessu máli."13.24: „Eftir að Kári fór í aðgerð lagði hann hart að sér til að koma sér í form. Hann kom svo hingað heim og hitti landsliðið þar sem farið var yfir hans mál." „Kári tilkynnti læknum Wetzlar að hann vildi verða tekinn af sjúkralista frá og með 2. apríl. Hann fékk jákvæð viðbrögð við því frá báðum læknum félagsliðsins." „Hann var skoðaður af lækni landsliðsins sem mat hann leikhæfan og af þeirri ástæðu spilaði hann gegn Slóveníu. Það kom honum svo mjög á óvart þegar honum var tilkynnt að samningi hans hefði verið sagt upp einhliða." „Það er réttur HSÍ að fá hann til landsliðsins þegar það er landsleikjavika. Þess vegna var það gert." „Markmið Kára var alltaf að klára tímabilið í Þýskalandi og samninginn við Wetzlar með sæmd. Við munum styðja hann heilshugar í þessu máli og gera okkar besta til að fá farsæla lausn." „Það er þýskur lögmaður að vinna í þessu úti og hann mun taka sér tíma til að fara yfir þessi mál."13.14: Guðmundur B. opnar fundinn. Ætlar að tjá sig um Kára.13.12: Fundurinn er að byrja.13.10: Kári Kristján er kominn. Nú kemur í ljós hvort hann verði á fundinum eða hvort hann sé bara að kíkja við.13.06: Ólafur Gústafsson, Hafnfirðingur og leikmaður Flensburg, er kominn. Fjölmennur blaðamannafundur, semsagt.13.04: Fyrrum herbergisfélagarnir Einar Örn Jónsson, sem er nú fréttamaður á Rúv, og Guðjón Valur ræðast við. Fara yfir málin, vafalaust.13.02: Það verður athyglisvert að fylgjast með hvort eitthvað nýtt komi fram í máli Kára Kristjáns Kristjánssonar (KKK) en hann hefur ekkert tjáð sig eftir að hann var rekinn frá Wetzlar í gær.13.00: Ólafur Bjarki Ragnarsson er einnig hér til viðtals. Hann átti mjög góða innkomu í sigurleiknum gegn Slóveníu á miðvikudaginn.12.59: Aron Kristjánsson er kominn og nokkrir fjölmiðlamenn til viðbótar. Hér er lagt á borð eins í fínasta kaffiboði. Samlokur og kökur á boðstólum - bæði súkkulaði- og gulrótarkaka. Vafalítið gott allt saman, en við látum kaffið duga í þetta skiptið.12.55: Fáir mættir. Guðjón Valur fyrirliði er þó kominn og er reyndar í viðtali hjá eina fjölmiðlamanninum sem kom á undan mér.
Íslenski handboltinn Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira