Nýju framboðin höfða til yngri kjósenda Hrund Þórsdóttir skrifar 5. apríl 2013 18:30 Yngri kynslóðir og fjölskyldufólk hafna gömlu stjórnmálaflokkunum og leita á ný mið í næstu kosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar fylgiskönnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Nærri þriðjungur kjósenda undir fimmtugu gefur nýju framboðunum atkvæði sitt. Kjósendur voru spurðir hvaða lista þeir myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Björt framtíð fær 8,3%, Framsóknarflokkurinn 40% og er aðeins einum þingmanni frá hreinum meirihluta, Sjálfstæðisflokkurinn fær 17,8%, Samfylkingin 9,5%, Vinstri græn 5,6%, sem er jafnmikið og Píratar fá. Ef einungis eru skoðaðir kjósendur 49 ára og yngri fær Björt framtíð hins vegar 10,7%, Framsóknarflokkurinn 41,6%, Sjálfstæðisflokkurinn 15,2%, Samfylkingin 7,5%, Vinstri græn 4,2% og Píratar 8%. „Þessar tölur hljóta að vekja upp spurningar um hið pólitíska landslag og framtíð fjórflokksins. Píratar fá til dæmis tvöfalt meira fylgi en Vinstri græn, hjá kjósendum undir fimmtugu," segir stjórnmálafræðingurinn Gunnar Helgi Kristinsson. „Fyrir ungt fólk sem er að leita sér að róttækum valkosti í stjórmálum þá er hið hefðbundna vinstri Vinstri grænna ekki endilega það sem höfðar til þeirra heldur meira kannski stjórnleysishugmyndir Pírata." Gunnar segir að það taki tíma fyrir stjórnmálaflokka að ávinna sér hollustu kjósenda og að ungir kjósendur séu yfirleitt lausari í rásinni. „Það sem er kannski óvenjulegt er stærðargráðan á þessu, hvað það er í raun og veru stór hluti ungs fólk, alveg fimmtungur ungs fólks, sem ætlar að kjósa bara Pírata og Bjarta framtíð." Gunnar segir hluta óánægjunnar fara á einn gömlu fjórflokkanna, Framsóknarflokkinn, og að einkum fólk á skuldaaldrinum, á milli þrítugs og fimmtugs, virðist ætla að kjósa hann. „Íslenskir kjósendur sem urðu fyrir miklu áfalli með sitt stjórnmálakerfi árið 2008, þeir eru ekki búnir að jafna sig, þeir eru ekki búnir að fyrirgefa flokkunum." Kosningar 2013 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Yngri kynslóðir og fjölskyldufólk hafna gömlu stjórnmálaflokkunum og leita á ný mið í næstu kosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar fylgiskönnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Nærri þriðjungur kjósenda undir fimmtugu gefur nýju framboðunum atkvæði sitt. Kjósendur voru spurðir hvaða lista þeir myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Björt framtíð fær 8,3%, Framsóknarflokkurinn 40% og er aðeins einum þingmanni frá hreinum meirihluta, Sjálfstæðisflokkurinn fær 17,8%, Samfylkingin 9,5%, Vinstri græn 5,6%, sem er jafnmikið og Píratar fá. Ef einungis eru skoðaðir kjósendur 49 ára og yngri fær Björt framtíð hins vegar 10,7%, Framsóknarflokkurinn 41,6%, Sjálfstæðisflokkurinn 15,2%, Samfylkingin 7,5%, Vinstri græn 4,2% og Píratar 8%. „Þessar tölur hljóta að vekja upp spurningar um hið pólitíska landslag og framtíð fjórflokksins. Píratar fá til dæmis tvöfalt meira fylgi en Vinstri græn, hjá kjósendum undir fimmtugu," segir stjórnmálafræðingurinn Gunnar Helgi Kristinsson. „Fyrir ungt fólk sem er að leita sér að róttækum valkosti í stjórmálum þá er hið hefðbundna vinstri Vinstri grænna ekki endilega það sem höfðar til þeirra heldur meira kannski stjórnleysishugmyndir Pírata." Gunnar segir að það taki tíma fyrir stjórnmálaflokka að ávinna sér hollustu kjósenda og að ungir kjósendur séu yfirleitt lausari í rásinni. „Það sem er kannski óvenjulegt er stærðargráðan á þessu, hvað það er í raun og veru stór hluti ungs fólk, alveg fimmtungur ungs fólks, sem ætlar að kjósa bara Pírata og Bjarta framtíð." Gunnar segir hluta óánægjunnar fara á einn gömlu fjórflokkanna, Framsóknarflokkinn, og að einkum fólk á skuldaaldrinum, á milli þrítugs og fimmtugs, virðist ætla að kjósa hann. „Íslenskir kjósendur sem urðu fyrir miklu áfalli með sitt stjórnmálakerfi árið 2008, þeir eru ekki búnir að jafna sig, þeir eru ekki búnir að fyrirgefa flokkunum."
Kosningar 2013 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira