Jákvæðar fréttir af Framsókn en neikvæðar af Sjálfstæðisflokki Karen Kjartansdóttir skrifar 5. apríl 2013 18:36 Sjálfstæðisflokknum heppnast ekki að koma skilaboðum til kjósenda og takast á við erfið mál. Hann er eini flokkurinn sem fær meiri neikvæða umfjöllun en jákvæða. Þetta segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar, sem hefur farið yfir um þrjú þúsund fréttir og greinar sem birtust um stjórnmálaflokka í mars. Framsókn fær lang jákvæðustu umfjöllunina. Í mars birtust um 3000 fréttir og greinar í fjölmiðlum um stjórnmálaflokkana. Fjölmiðlavaktin hefur farið vandlega yfir þær og flokkað niður. Flestar voru um stjórnarflokkana. Rúmlega 1500 voru um Samfylkinguna, langflestar voru hlutlausar eða 82,3 prósent. 6,7 prósent voru neikvæðar og 10,5 prósent voru jákvæðar. Svipað var upp á teningnum þegar kom að Vinstri grænum sem var fjallað um 1300 sinnum. Um Sjálfstæðisflokkinn voru svo skrifaðar um 1000 fréttir. Það vekur athygli greinenda að oftar var umfjöllun af flokknum neikvæð en jákvæð en slíkt er mjög fátítt. Nær 10 prósent umfjöllunar var neikvæð en rúmlega 8 prósent jákvæð. Um 800 sinnum er fjallað um Framsókn og blasir allt önnur staða blasir við henni en Sjálfstæðisflokknum. Enginn fær jafn jákvæða umfjöllun og Framsókn eða um 17 prósent en 6,8 prósent umfjölluninnar er neikvæð. Björt framtíð fær minnsta umfjöllun eða um 440 greinar. En eins og sást í dæmunum að ofan er það ekki magn heldur framsetning sem skiptir máli og ættu þeir að geta vel við unað með rúmlega helmingi fleiri jákvæðar umfjallanir en neikvæðar. „Þetta má túlka þannig að Framsóknarflokknum er að takast að koma á framfæri skilaboðum til kjósanda sem hafa greinileg áhrif á viðhorf kjósenda ef maður að ber þetta saman við skoðanakannanir sem við fylgjumst mjög grant með, á síðustu dögum og vikum," segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar. Magnús segir umfjöllun hafa mjög greinileg áhrif á fylgi. Það hafi til dæmis komið berlega í ljós þegar fréttir birtust um styrki FL-group til Sjálfstæðsflokksins skömmu fyrir kosningar 2009. „Þá sáum við greinilega að þetta hafði áhrif á fylgi þeirra í skoðanakönnunum á þeim tíma og þeim tókst ekki vel að vinna úr þeim málum sem komu upp þá." Mjög neikvæð umræða hafi til dæmis myndast í kringum landsfundinn og slíkt dragi dilk á eftir sér. „Það er ekki mjög langt til kosninga og mín spá er sú að þetta eigi ekki eftir að breytast mikið." Helsta von Sjálfstæðismanna sé því að vandamál komi upp hjá öðrum flokkum. „Hvað varðar Framsóknaflokkinn þá er það mitt mat að flokknum hafi tekist að búa til skýra mynd í hugum kjósenda fyrir hvað þeir standa. Síðan má ekki gleyma einu og það er að Framsóknarflokkurinn er flokkur sem hefur endurnýjað sig töluvert mikið sem hlýtur að hafa eitthvaða að segja líka," segir Magnús. Kosningar 2013 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokknum heppnast ekki að koma skilaboðum til kjósenda og takast á við erfið mál. Hann er eini flokkurinn sem fær meiri neikvæða umfjöllun en jákvæða. Þetta segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar, sem hefur farið yfir um þrjú þúsund fréttir og greinar sem birtust um stjórnmálaflokka í mars. Framsókn fær lang jákvæðustu umfjöllunina. Í mars birtust um 3000 fréttir og greinar í fjölmiðlum um stjórnmálaflokkana. Fjölmiðlavaktin hefur farið vandlega yfir þær og flokkað niður. Flestar voru um stjórnarflokkana. Rúmlega 1500 voru um Samfylkinguna, langflestar voru hlutlausar eða 82,3 prósent. 6,7 prósent voru neikvæðar og 10,5 prósent voru jákvæðar. Svipað var upp á teningnum þegar kom að Vinstri grænum sem var fjallað um 1300 sinnum. Um Sjálfstæðisflokkinn voru svo skrifaðar um 1000 fréttir. Það vekur athygli greinenda að oftar var umfjöllun af flokknum neikvæð en jákvæð en slíkt er mjög fátítt. Nær 10 prósent umfjöllunar var neikvæð en rúmlega 8 prósent jákvæð. Um 800 sinnum er fjallað um Framsókn og blasir allt önnur staða blasir við henni en Sjálfstæðisflokknum. Enginn fær jafn jákvæða umfjöllun og Framsókn eða um 17 prósent en 6,8 prósent umfjölluninnar er neikvæð. Björt framtíð fær minnsta umfjöllun eða um 440 greinar. En eins og sást í dæmunum að ofan er það ekki magn heldur framsetning sem skiptir máli og ættu þeir að geta vel við unað með rúmlega helmingi fleiri jákvæðar umfjallanir en neikvæðar. „Þetta má túlka þannig að Framsóknarflokknum er að takast að koma á framfæri skilaboðum til kjósanda sem hafa greinileg áhrif á viðhorf kjósenda ef maður að ber þetta saman við skoðanakannanir sem við fylgjumst mjög grant með, á síðustu dögum og vikum," segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar. Magnús segir umfjöllun hafa mjög greinileg áhrif á fylgi. Það hafi til dæmis komið berlega í ljós þegar fréttir birtust um styrki FL-group til Sjálfstæðsflokksins skömmu fyrir kosningar 2009. „Þá sáum við greinilega að þetta hafði áhrif á fylgi þeirra í skoðanakönnunum á þeim tíma og þeim tókst ekki vel að vinna úr þeim málum sem komu upp þá." Mjög neikvæð umræða hafi til dæmis myndast í kringum landsfundinn og slíkt dragi dilk á eftir sér. „Það er ekki mjög langt til kosninga og mín spá er sú að þetta eigi ekki eftir að breytast mikið." Helsta von Sjálfstæðismanna sé því að vandamál komi upp hjá öðrum flokkum. „Hvað varðar Framsóknaflokkinn þá er það mitt mat að flokknum hafi tekist að búa til skýra mynd í hugum kjósenda fyrir hvað þeir standa. Síðan má ekki gleyma einu og það er að Framsóknarflokkurinn er flokkur sem hefur endurnýjað sig töluvert mikið sem hlýtur að hafa eitthvaða að segja líka," segir Magnús.
Kosningar 2013 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira