Katrín Jakobs: Átök á erfiðu kjörtímabili 7. apríl 2013 12:17 Katrín Jakobsdóttir formaður VG segist bjartsýn á að flokkurinn eigi eftir að ná vopnum sínum að nýju fram að kosningum. Hún segir erfiðar ákvarðanir á síðasta kjörtímabili og átök innan flokksins skýra fylgistap flokksins. Katrín var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fór hún yfir helstu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar en flokkurinn talar meðal annars um að verja allt að sextíu milljörðum á næsta kjörtímabili til að efla velferðarkerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Hvað skattkerfið varðar segir Katrín að flokkurinn vilji halda óbreyttu skattkerfi en að eftir því sem líði á kjörtímabilið verði svigrúm til lækkana skoðað, sérstaklega hjá lágum millitekjuhópum. „Við lofum því ekki, en teljum hinsvegar að ef svigrúm skapast viljum við horfa á stöðu þessa hóps og hinsvegar að líta til lítilla fyrirtækja. Við erum ekki að tala um að breyta kerfinu, heldur að viðhalda því, þannig að þeir sem hafa lægri tekjur borgi lægri skatta og þeir sem borgi hærri tekjur borgi hlutfallslega hærri skatta." Fylgi VG hefur hríðfallið í könnunum undanfarið og í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi. „Síðustu kannanir eru ekki mjög beisnar þannig að við horfum á það, að kosningabaráttan er að byrja og við höfum vonandi tækifæri til þess að bæta aðeins í," segir Katrín. En hvað veldur þessu? „Í fyrsta lagi eru síðustu kannanir fylgi flokka er á mikilli hreyfingu, svolítið í eina átt. Við erum ekki eini flokkurinn sem á við fylgistap að stríða þessa dagana, kannski að einhverju leyti hluti af , almennum „tendens". Þetta hefur verið erfitt kjörtímabil; við höfum misst þingmenn, það hafa verið átök og við höfum staðið í óvinsælum aðgerðum þannig að allt spilar þetta saman."Hlusta má á viðtalið við Katrínu í meðfylgjandi hljóðbroti. Kosningar 2013 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður VG segist bjartsýn á að flokkurinn eigi eftir að ná vopnum sínum að nýju fram að kosningum. Hún segir erfiðar ákvarðanir á síðasta kjörtímabili og átök innan flokksins skýra fylgistap flokksins. Katrín var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fór hún yfir helstu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar en flokkurinn talar meðal annars um að verja allt að sextíu milljörðum á næsta kjörtímabili til að efla velferðarkerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Hvað skattkerfið varðar segir Katrín að flokkurinn vilji halda óbreyttu skattkerfi en að eftir því sem líði á kjörtímabilið verði svigrúm til lækkana skoðað, sérstaklega hjá lágum millitekjuhópum. „Við lofum því ekki, en teljum hinsvegar að ef svigrúm skapast viljum við horfa á stöðu þessa hóps og hinsvegar að líta til lítilla fyrirtækja. Við erum ekki að tala um að breyta kerfinu, heldur að viðhalda því, þannig að þeir sem hafa lægri tekjur borgi lægri skatta og þeir sem borgi hærri tekjur borgi hlutfallslega hærri skatta." Fylgi VG hefur hríðfallið í könnunum undanfarið og í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi. „Síðustu kannanir eru ekki mjög beisnar þannig að við horfum á það, að kosningabaráttan er að byrja og við höfum vonandi tækifæri til þess að bæta aðeins í," segir Katrín. En hvað veldur þessu? „Í fyrsta lagi eru síðustu kannanir fylgi flokka er á mikilli hreyfingu, svolítið í eina átt. Við erum ekki eini flokkurinn sem á við fylgistap að stríða þessa dagana, kannski að einhverju leyti hluti af , almennum „tendens". Þetta hefur verið erfitt kjörtímabil; við höfum misst þingmenn, það hafa verið átök og við höfum staðið í óvinsælum aðgerðum þannig að allt spilar þetta saman."Hlusta má á viðtalið við Katrínu í meðfylgjandi hljóðbroti.
Kosningar 2013 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira