Frá þessu er greint á heimasíðu HK þar sem Kristni er þakkað góð störf. Kristinn gerði HK að Íslandsmeisturum í fyrsta skipti árið 2012 ásamt Erlingi Richardssyni. Talið er að Kristinn muni ganga frá samningi við Volda á næstu dögum.
Kristinn mun þjálfa lið HK út maímánuð en samningur hans við félagið rennur út 1. júní.
Vilhelm Gauti Bergsveinsson, sem gengi stöðu aðstoðarþjálfara á liðinni leiktíð auk þess að spila með liðinu, hefur einnig lagt skóna á hilluna. Vilhelm Gauti hefur stærstan hluta félagsins leikið með HK en faðir hans er einn af stofnendum félagsins.
Ljóst er að missir HK er mikill enda Kristinn og Vilhelm Gauti miklir HK-ingar og gegnt lykilhlutverki í góðu gengi félagsins undanfarin ár.
